Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2015 ✝ Árni Jóhanns-son fæddist 30. janúar 1933 að Vatnsfirði við Ísa- fjarðardjúp. Hann lést 22. febrúar 2015. Foreldrar hans voru Jóhann Hjaltason, kennari f. 6.9. 1899 að Gils- stöðum í Stein- grímsfirði, d. 3.9. 1992, og k. h. Guðjóna Guð- jónsdóttir, húsmóðir frá Hafn- arhólmi, f. 20.10. 1901, d. 20.11. 1996. Systkini Árna eru Finnbogi, f. 85. 1930, Ingigerður, f. 29.7. 1936, og Hjalti, f. 25.1. 1941. Árni kvæntist Ólöfu Þór- arinsdóttur 30. september 1953. Þau skildu. Foreldrar hennar voru Þórarinn Auð- unsson, f. 15.5. 1892, d. 24.6. 1957, og Elín Guðbjörg Sveins- dóttir, f. 7.7. 1898, d. 29.12. 1993. Við lát Þórarins flutti El- ín á heimili Árna og Ólafar ásamt Elínu Sigurðardóttur dótturdóttur sinni. Árni og Ólöf eignuðust fjögur börn 1. Ágúst Þór, f. 26.5. 1954, maki Alma Oddgeirsdóttir. Börn Ágústar eru a) Guðmundur Árni, f. 1971, maki Mojca Skraban. b) Brynjar, f. 1977, maki Svana Helgadóttir, börn þeirra eru fjögur. c) Elísabet Ólöf, f. 1977, maki Maik Cic- hon, og eiga þau þrjú börn. 2. Guðjón Trausti, f. 19.11. 1958, maki Kerstin E. Andersson. Börn þeirra eru a) Þórunn Moa, f. 1984. b) Salbjörg Ýr, f. 1986. c) Steinunn Saga, f. 1990, maki Guðjón H. Guðmundsson og eiga þau eitt barn. d) Hrafnkell Erik, f. 1997. Fyrir átti Guðjón Iðunni Maríu, f. 1981, maki Benjamín Sigur- geirsson og á hann eitt barn. 3. anum og íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennarskólanum á Laugarvatni árið 1954. Á þess- um árum sinnti Árni ýmsum störfum auk kennslu og sjó- mennsku svo sem trésmíði og löggæslu. Hann var kennari við Austurbæjarskólann í Reykja- vík 1956-61. Árni var til sjós frá 1961-65, m.a. með Þorsteini Gíslasyni, skipstjóra, á Guð- rúnu Þorkelsdóttur. Árið 1965 stofnaði Árni byggingarfyr- irtækið Brún og starfaði sem verktaki þar til eftirlaunaaldri var náð. Fyrirtæki Árna komu að uppbyggingu stórra mann- virkja í Reykjavík og á lands- byggðinni. Auk vegbrúnna í Kópavogi reisti fyrirtæki Árna brú yfir Elliðaárnar, Höfða- bakkabrúna og Gullinbrú. Árni var því ósjaldan titlaður brúar- smiður. Söngur skipaði stóran sess í lífi Árna en hann sótti fyrst tíma í söng hjá Kristni Hallssyni árið 1956. Haustið 1957 var Árni tekinn inn sem félagi í Karlakórinn Fóst- bræður og söng sinn fyrsta konsert með kórnum vorið 1958. Fjörutíu árum síðar, árið 1998, söng hann í síðasta skipt- ið á vortónleikum með Fóst- bræðrum. Hann gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir Fóst- bræður og átti sinn hlut í byggingu félagsheimilis kórs- ins við Langholtsveg. Árni söng með Átthagakór Stranda- manna í 13 ár og jafn lengi með Karlakór Kjalnesinga. Árni var virkur í kórnum Gamlir Fóstbræður frá 1998 til 2015. Hestar voru annað áhugamál Árna og hann átti sinn þátt í því að vegur álóttra hrossa á Íslandi hefur aukist. Árni og Eygló héldu hesta í landi Kvista í Árbæ en þar áttu þau bústað þar sem þau dvöldust eftir því sem við varð komið. Árni verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag, 6. mars 2015, og hefst athöfnin kl. 13. Guðbjörg Gígja, f. 12.9. 1960, maki Sigurður Már Jónsson. Börn þeirra eru a) Jó- hann, f. 1989. b) Kristín Silja, f. 1993. 4. Jóhanna Harpa, f. 3.11. 1965, maki Þor- steinn Páll Hængs- son. Börn þeirra eru a) Rut, f. 1991. b) Hrönn, f. 1994. c) Ólöf, f. 1996. Kona Árna til þrjátíu ára var Unnbjörg Eygló Sigurjóns- dóttir, f. 22.1. 1940. Foreldrar hennar voru Sigurjón M. Jón- asson, f. 27.8. 1915, d. 6.9. 1993, og Sigrún Júlíusdóttir, f. 5.6. 1907, d. 24.6. 2006. Árni gekk börnum Eyglóar í föð- urstað. Þau eru 1. Nína Þóra Rafnsdóttir, f. 18. 3. 1964, maki Unnar Rafn Ingvarsson. Börn þeirra eru a) Sigríður Eygló, f. 1995 og b) Aldís Ósk, f. 1997. 2. Sigurjón Rúnar Rafnsson, f. 28.12. 1965, maki María Kristín Sævarsdóttir. Börn þeirra a) Jónas Rafn, f. 1994, b) Guðlaug Rún, f. 1997. Börn Maríu af fyrra hjóna- bandi eru a) Sæunn Adólfs- dóttir, f. 1985, maki Alberto Fabian Bonasera. Þau eiga fjögur börn. b) Árni Einar Adólfsson, f. 1987. Árið 1936 flutti fjölskylda Árna að Bæjum við Snæ- fjallaströnd (í Hólshús) þar sem hún bjó til ársins 1947 en þá flutti fjölskyldan til Súðavíkur þar sem Jóhann var skólastjóri til ársins 1955. Árni lauk prófi frá Héraðsskólanum í Reykja- nesi 1949. Að því loknu fór hann á síld á Straumeynni frá Akureyri. Árni lauk hand- íðakennarapróf árið 1952 frá Handíða- og myndlistaskól- Tengdafaðir minn, Árni Jó- hannsson, er látinn. Árna kynnt- ist ég fyrst 1985 þegar hann birtist á heimili Gígju dóttur sinnar á Mánagötu. Árni var mikill vexti, hafði hvella og glað- væra rödd og aðsópsmikill á alla lund. Handtakið var þétt og höndin stór. Árni fæddist á Snæfjalla- strönd í Ísafjarðardjúpi þegar kreppan mikla var enn að hrella landsmenn. Efni voru lítil og það var erfitt fyrir foreldra hans að halda barnahópnum saman. Þeg- ar faðir hans, Jóhann Hjaltason, fór suður til Reykjavíkur í kenn- aranám varð móðir hans, Guð- jóna Guðjónsdóttir, að skilja Árna eftir hjá vandalausum til að geta unnið fyrir námi Jó- hanns. Að loknu námi varð hún síðan að vinna heilt ár fyrir fóstri Árna. Ekki er langt síðan Árni færði þetta í tal, ekki vegna eftirsjár heldur sem dæmi um það hvað fólk varð að leggja á sig til að brjótast til mennta. Árni var stoltur af áum sínum og uppruna, Vestfirðingur í húð og hár. Árni lauk kennaraprófi í handavinnu og íþróttum. Hann starfaði ekki lengi sem kennari, hefur sjálfsagt ekki haft þolin- mæði til þess. Í framhaldi þess hófst starfsferill hans sem bygg- ingaverktaki. Margir minnast hans fyrir þau störf og flestir þekktu til Árna brúarsmiðs, eins og hann var kallaður. Umsvifin voru mikil á tímabili og það þótti gott að vinna hjá Árna. Hann var ekki mikið í smáatriðunum og vildi borga vel. En sveiflu- kennt efnahagsástand er verk- tökum erfitt og sú niðursveifla sem hófst í lok 9. áratugar síð- ustu aldar reyndist flestum erf- ið. Á tvennu hafði Árni meira yndi en af öðru, söng og hestum. Söng fyrsta tenór og var öllum eftirminnilegur, bæði sem söngvari og kórfélagi. Ég er ekki frá því að með honum hafi bærst löngun til að læra meira og taka stærri skref á söngsviðinu. Af því varð þó ekki. Hestamennska Árna snerist í seinni tíð fyrst og fremst um ræktunarstarf og hafði hann á því óbilandi áhuga og mikla þekkingu. Í raun mætti bæta stjórnmálum við sem þriðja áhugamáli Árna. Fram- sókn var hans flokkur og hann þreyttist seint á að ræða stefnu og menn á þeim vettvangi. Það lá vel á Árna þegar ég sá hann síðast í stuttri heimsókn. Hann vildi ræða stjórnmál og hafði trú á að málum myndi þoka áfram og bað mig um skilaboð til ráða- manna á útleið. Brosti um leið á sinn kankvísa hátt. Árni kynntist tengdamóður minni, Ólöfu Þórarinsdóttur, á námsárum en þau voru skilin þegar okkar kynni hófust. Sam- skipti við Árna voru því stopul framan af og það var ekki fyrr en hann kynntist Eygló Sigur- jónsdóttur sem heimilishald komst í fastari skorður. Eygló bjó honum hlýlegt og fallegt heimili og til þeirra var ánægju- legt að koma í heimsókn og njóta fjörugra samræða og þiggja höfðinglegar veitingar. Árni var orðinn lélegur til gangs undir það síðasta en andinn var óbug- aður. Við þessar aðstæður reyndi meira á hans lífsförunaut, en Eygló var honum samstiga og umhyggjusöm, sem og hennar börn sem Árni gekk í föðurstað. Fyrir það eru börn og tengda- börn þakklát. Kynnin við Árna eru eftirminnileg og fyrir þau er ég þakklátur. Sigurður Már Jónsson. Í dag kveð ég Árna afa í hinsta sinn. Ég, eins og fleiri, bjóst við að eiga þennan ynd- islega mann að um mörg ókomin ár þótt aldurinn færðist yfir hjá honum sem öðrum. Eflaust hafa æskuminningarnar valdið því að ég hef lítið hugleitt líf án Árna afa. Svo langt sem ég man þá var þessi mikli og hlýlegi maður hluti af lífi mínu, áhugasamur um það sem ég tók mér fyrir hendur og um hagi mína al- mennt. Langdvalir mínar á er- lendri grund urðu til þess að við hittumst sjaldnar en ella hefði orðið. Það virtist þó í engu breyta sambandi okkar sem var heilt og órofið alla tíð. Það var gleðilegt að sjá hve árin fóru vel með afa minn og hversu hann naut lífsins með Lælu sér við hlið. Ég er óendanlega þakklát fyrir að börnin mín skyldu fá tækifæri til að kynnast langafa sínum sem þau dáðu. Stúlkurnar mínar báðar, Carolin Freyja og Sophie Sól, eiga Árna afa það að þakka að hafa fengið tækifæri til að kynnast ævintýraheimi hesta- mennskunnar. Í huga okkar allra lifir afi minn með sína hljómmiklu rödd, hlýlegt fas og einlægan áhuga á lífi og velfarn- aði afkomenda sinna. Kæra Læla, hugur okkar, litlu fjöl- skyldunnar í Noregi, er hjá þér og við sendum þér okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Elísabet Ólöf Ágústsdóttir. „Elsku Mogginn, ég veit ekki hvernig ég færi að ef ég hefði ekki Moggann,“ sagði Árni Jó stundum þegar ég talaði óvirðu- lega um þetta ágæta blað, og víst var það fyrsta verk Árna á hverjum degi að lesa blaðið spjaldanna á milli, en sérstak- lega þó minningargreinarnar. Árni Jó var áhugamaður um flesta hluti. Það var ekki komið að tómum kofanum þegar Árni var spurður um einhvern mann. Ef hann þekkti ekki manninn sjálfan, var næsta víst að hann þekkti forfeður hans. Árni fylgd- ist líka afar vel með þjóðmálum og fór ekki í felur með skoðanir sínar og þannig var Mogginn miðpunktur í orðræðu dagsins, þó hann væri að sjálfsögðu ekki sammála öllu því sem þar stóð. Ég kynntist Árna Jó fyrir rúmlega 20 árum, þegar við Nína Þóra hófum búskap. Þau voru mörg kvöldin sem við sát- um frameftir og röbbuðum um allt milli himins og jarðar. Það var alltaf gott að koma til þeirra Árna og Eyglóar. Það voru höfð- ingjar heim að sækja. Árni hafði góða nærveru. Hann var Vest- firðingur, Djúpmaður og Strandamaður og fór ekki í graf- götur um að honum þótti heldur betra ef hægt væri að rekja ætt- ir manna þangað vestur. Þar voru hans rætur enda fór hann þangað ófáar ferðir og þar átti hann alltaf vinum að mæta. Við fjölskyldan fórum með Árna og Eygló í ferðir til Hólmavíkur og til Súðavíkur og ógleymanlega ferð fórum við Árni, Ágúst sonur Árna, Sigurjón mágur minn og ég í Reykjarfjörð nyrðri fyrir nokkrum árum. Á Vestfjörðum var Árni á heimavelli – hafsjór af fróðleik um byggð og búalið. Árni og Eygló eyddu sumrum síðustu árin á Kvistum í Rang- árþingi. Þar höfðu þau byggt upp fallegan bústað og Eygló búin að rækta sannkallaða gróð- urvin umhverfis hann. Þar leið Árna best þar sem hann gat ver- ið úti í náttúrunni með hrossin nærri. Hann hugsaði með hryll- ingi til þess að þurfa að fara inn á stofnun þar sem hann gæti ekki notið þeirra lífsgæða að vera virkur þátttakandi í sam- félaginu. Árni var sannarlega virkur þátttakandi í samfélaginu til dauðadags, sótti fundi og mannfagnaði, hélt sambandi við mikinn fjölda fólks og var af- burða ræktarsamur við vini sína og kunningja. Þó líkamleg heilsa væri ekki alltaf góð var minnið óskert og röddin sterk. Hans verður minnst af mörgum fyrir söngröddina og lífsgleðina. Hann litaði hverja stund með sterkri nærveru, var miðpunktur í hverju samkvæmi. Árni vissi að allt ætti sinn tíma. Eftir góða kvöldstund tók hann oft lagið eins og til að ljúka stundinni á hápunkti. Þá varð oft annað tveggja uppáhaldslaga fyrir val- inu, Vor eftir Pétur Sigurðsson og Friðrik Hansen eða Vinar- kveðja með texta Theódórs Ein- arssonar: Besti vinur bak við fjöllin háu, blærinn flytur mín kveðjuorð til þín, hvíslar í eyru ljúfu ljóði smáu, löng er biðin uns kemur þú til mín. Manstu ekki sumarkvöldin sælu, við sátum tvö ein við dalsins tæru lind og hlýddum undurhljóð á hörpu minnar óð og ortum fögur ástarljóð. Nú ég vaki um nætur og vænti þín. Það vorar, allt grætur þig, ástin mín. Ég heyri vorfugla kvaka, komdu vinur til baka, þá við vökum og syngjum meðan vornóttin dvín. Unnar Ingvarsson Fallinn er frá Árni Jóhanns- son, góður félagi og söngvinur. Fráfall Árna var óvænt því fyrir aðeins nokkrum dögum höfðum við félagar hans hitt Árna glaðan á skemmtikvöldi Karlakórs Kjal- nesinga. En fráfall hans var í takt við líf hans og upplag og nú hefur hann hafið upp raust sína í nýrri og betri veröld. Það var alltaf bjart yfir Árna og hann bjó yfir sérstakri reisn, handtakið var traust og ákveðið. Hann ein- kenndi glettni í augum, góðlegt bros og hlýja. Það var aldrei lognmolla í kringum Árna, hann lá ekki á skoðunum sínum og var hispurslaus og hvetjandi. Árni bar yfirbragð konunga og tók oft af skarið á meðan aðrir hikuðu. Árni var afbragðs tenór og einn af bestu söngmönnum þessa lands, björt tenórrödd með fylltum og kraftmiklum hljóm gaf Karlakór Kjalnesinga annan og bjartari lit á meðan hans naut við. Það var því heiður að fá að standa við hlið hans í Karlakór Kjalnesinga. Árni sló gegn í Kanadaferð kórsins er hann söng einsöng með kórnum og flutti Rósina með glæsibrag á Íslendingadeginum. Árni var heiðursfélagi í Karla- kór Kjalnesinga og vel að því kominn þar sem hvatningarorð hans urðu til þess að kórinn leysti ýmis verkefni og áskoranir af hendi með meira áræði, dug og myndugleika en ella hefði verið. Þar skipti reynsla Árna miklu en ekki síður upplag hans. Hann þoldi illa að menn kveink- uðu sér eða sýndu ekki dug í þeim verkefnum sem þeim voru falin. Þannig reyndist hann stjórn kórsins og stjórnanda öfl- ugur liðsmaður sem munaði um í starfi kórsins hvort sem var í leik eða starfi en síðast en ekki síst var hann burðarmaður í söng. Þannig gat kórinn ávallt treyst á Árna í söng við útfarir eða annan athafnasöng og var það ómetanlegt. Árni var hrókur alls fagnaðar þegar svo bar undir og spretti úr spori með félögunum á ógleym- anlegum gleðistundum á vegum kórsins hvort sem var í ferðum eða á skemmtikvöldum. Þá var gjarnan tekið lagið og hvergi dregið af sér og máttum við yngri menn hafa okkur alla við að halda í við aldna höfðingjann. Árni var góður félagi og vinur sem var umhugað um samferða- menn sína. Þannig kom hann gjarnan í kaffi ef hann átti leið framhjá vinnustað mínum. Þá var létt yfir mönnum og margt skrafað um hesta, söng og póli- tík. Það verður því tómlegt hjá okkur á næstu tónleikum að sjá ekki andlit okkar góða heiðurs- félaga á fremsta bekk. Það er með miklum söknuði og eftirsjá sem ég kveð minn kæra söngvin og félaga Árna Jó- hannsson og þakka honum fyrir allt það sem hann gaf okkur fé- lögum sínum. Hugur okkar er hjá fjölskyldu Árna og þá sér- staklega Unnbjörgu Eygló Sig- urjónsdóttur, „Lælu“ eiginkonu hans, en missir hennar er mikill, við sendum fjölskyldunni inni- legar samúðarkveðjur. En við huggum okkar við að nú ríður Árni á viljugum gæðingi inn í eilíft sumar og þar mun söngurinn hljóma bjartari og meiri en áður. Hafðu þökk fyrir allt og allt, hvíldu í Guðs friði. Ólafur M. Magnússon og fjölskylda. Þegar við komum inn í eld- húsið á Skörðugili heyrðist slík rödd syngja að fínu glösin skulfu í skápunum og maður nam ósjálfrátt staðar, hálfsmeykur við þennan ógnarkraft sem skeiðaði fram húsið. „Það er al- heimstenórinn,“ sagði pabbi. Þegar við gengum inn í stofu varð ljósara hvað í þeirri lýsingu fólst. Þar stóð þá maður á miðju gólfi sem virtist hafa verið fóstr- aður af bjarndýrum; hvítur á hár með óvenju ræktarlegar auga- brýr í sama lit, baðaði út hrömmunum, hallaði höfðinu aft- ur og lygndi aftur augum um leið og hann hóf upp lokatón í einu af þessum angurværu ís- lensku sönglögum um eilífar vor- nætur, óslökkvandi þrá, tár, glerbrot og dauðadjúpar sprung- ur. Riddararnir og prinsess- urnar sem sátu að tafli í út- saumsmyndum ömmu minnar bylgjuðust þegar risinn lyfti sér upp um eina hæð enn, enn lengra með þessa ógnarlegu ten- órrödd. En hann var ekki hættur, svo sannarlega ekki. Það voru einar tvær, þrjár rimar enn í þessum raddstiga sem hann fikraði sig eftir svo allt gamla íbúðarhúsið þeirra afa Dúdda og ömmu Sig- rúnar nötraði á sínum veikburða undirstöðum. Síðan kvaddi hann lokatóninn með óperuhnykk og í stofunni á Skörðugili braust út ákaft fagnaðarhróp; afi minn spratt á fætur með fleyg á lofti til að verðlauna alheimstenórinn sem brosti innilegu fagnaðar- brosi, kankvísu og vinalegu eins og hann hefði dregið frá öll tjöld og stæði með sálina bera í and- litinu. „Komið blessaðir og sælir, feðgar,“ sagði hann og rétti okk- ur sína karlmannlegu hönd. Þetta var alheimstenórinn Árni Jóhannsson. Seinna varð hann samferðamaður Lælu frænku og það gerði ævi mína betri og ríkulegri að minningum að heyra ótal oft þessa miklu rödd, finna þetta hlýja handtak og sjá hans kankvísa svip þegar hann líkt og dró tjald frá sálinni sem virtist engu hafa að miðla nema gleði og kátínu. Við Gerður og drengirnir vottum frænku og öllu hans fólki samúð okkar í von um að hann syngi áfram á vegum alheimsins. Guð geymi þennan góða mann. Kristján Bjarki Jónasson. Árni Jóhannsson Útför systur minnar, GUÐNÝJAR GESTSDÓTTUR, Ásvallagötu 37, Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 6. mars, kl. 16. Fyrir hönd fjölskyldunnar, . Júlíus Gestsson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir okkar, ÞÓRA HARALDSDÓTTIR, Austurbergi 18, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 28. febrúar. Jarðarför fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 9. mars kl. 13. . Kaj Anton Larsen, Lilja Caroline Larsen, Sigurður Ingi Einarsson, Finnur Heimir Larsen, Anna María Björnsdóttir, Anna Kristíne Larsen, Valgeir Sveinsson, Tanja Aðalheiður Larsen, Leifur Sigmundsson, barnabörn og barnabarnabörn, Hörður Hólm Garðarsson, Guðrún Ólafsdóttir, Bjarni Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.