Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2015 ✝ Sigurbjörg Lár-usdóttir (Stella) fæddist á bænum Vindhæli á Skaga- strönd 12. júní 1926. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Hrafnistu í Boða- þingi, Kópavogi, 23. febrúar 2015. Foreldrar hennar voru Lára Kristjáns- dóttir, f. 6. apríl 1901, d. 6. september 1993, og Lárus Guðmundur Guðmunds- son, f. 6. október 1896, d. 21. september 1981. Hún var önnur í röð fjögurra systkina sem nú eru öll látin. Þau voru Soffía Sigurlaug, f. 23. júní 1925, d. 31. mars 2010, Guðmundur, f. 5. júní 1929, d. 15. október 2002, og Guðrún Ingibjörg, f. 12. júlí 1930, d. 20. september 2010. Eiginmaður Sigurbjargar var Jörgen F. Berndsen (Junni), f. 4. desember 1922, d. 25. nóvember 2012, sonur hjónanna Fritz Hendriks fluttu árið 2010 á Hrafnistu í Kópavogi. Sigurbjörg var húsmóðir en auk þess starfaði hún við ýmis störf utan heimilis. Börn þeirra hjóna eru: Bára Berndsen, f. 1943, giftist Helga Þór Jónssyni (skilin), börn þeirra eru Jón Þór, Friðrik og Lárus Helgi. Fritz H. Berndsen, f. 1947, kvæntur Indíönu Frið- riksdóttur, börn þeirra eru Sig- rún, Friðrik Gunnar og Grétar Ingi. Lára Berndsen, f. 1948, gift Jóni Karli Scheving, börn þeirra eru Kristjana Sig- urbjörg, Lilja Guðrún og Hanna Lára. Bjarki Berndsen, f. 1949, kvæntist Sólveigu Sig- urgeirsdóttur (skilin), barn þeirra er Brynja. Bjarki á barn, Brynjar, með Guðrúnu Jóns- dóttur. Bjarki kvæntist Ingi- björgu Þorvaldsdóttur (skilin), börn þeirra eru Andri og Dav- íð. Regína Berndsen, f. 1965, á barn, Vigdísi Björk, með Sveini Segatta. Regína er gift Braga Þór Jósefssyni, börn þeirra eru Elísabet Ósk og Ingvi Freyr. Sigurbjörg (Stella) eignaðist 16 barnabörn, 28 barna- barnabörn og tvö barnabarna- barnabörn. Útför Sigurbjargar fer fram frá Lindakirkju í dag, 6. mars 2015, og hefst athöfnin kl. 15. Berndsen og Regine Henriette Hansen. Sigurbjörg ólst upp fyrstu árin á Vindhæli en síð- ar flutti fjölskyldan á Skagaströnd. Þar lauk Sigurbjörg skyldunámi í barnaskólanum á Skagaströnd og fór síðan á Reykjaskóla í Hrútafirði í einn vetur þegar hún var 18 ára gömul. Hún sótti síðan ýmis námskeið í prjóna- og saumaskap sem áttu eftir að nýtast henni vel í fram- tíðinni. Sigurbjörg og Jörgen stofn- uðu snemma heimili, fyrst á Siglufirði þar sem Jörgen lærði húsasmíði og síðar á Skaga- strönd. Fjölskyldan flutti svo næst suður og bjó í Hafnarfirði fyrstu árin og að lokum í Kópa- vogi þar sem þau byggðu hús að Hlaðbrekku 17. Þar bjuggu þau í 50 ár eða þar til þau Í dag kveð ég elsku mömmu mína. Hún var ung þegar hún átti mig, ekki nema sautján ára, ung- lingur myndi nú víst einhver segja. En hún lét það ekki stoppa sig í að sækja þá menntun sem hún óskaði sér. Hún fór í Reykjaskóla og á meðan var ég hjá ömmu og afa á Skagaströnd. Dugleg var hún mamma alla tíð, hvort sem var í vinnu eða að sjá um eigið heimili. Alltaf var slegið upp veislu þegar gesti bar að garði, margs konar kræsingar í boði, en líklega var hjónabands- sælan hennar best af öllu. Þegar ég byrjaði sjálf að búa var hún til taks hvenær sem var, að hjálpa og leiðbeina. Alltaf tilbú- in við saumavélina, hvort sem sauma þurfti gluggatjöld eða fatn- að, gera við eða breyta og bæta. Hún var prjónakona mikil og nutu afkomendurnir góðs af því. Ég minnist jólaboðanna, þegar stórfjölskyldan kom saman á að- fangadagskvöld í Hlaðbrekkunni. Heitt súkkulaði og allt heimabak- að, þetta eru þær jólaminningar sem strákarnir mínir muna best. Mamma hafði alltaf sterkar taugar til Skagastrandar, þar var hennar „heima“. Svo lengi sem heilsan leyfði fóru þau hjónin norður hvert sumar til að hitta ættingja og vini, það var þeim mikils virði. Síðasta ferðin hennar til Skaga- strandar var yndisleg. Á leiðinni rifjaði hún upp og sagði sögur af flestu því sem fyrir augu bar. Það var komið við á Hvammstanga hjá Ingu systur hennar. Þar áttu þær systur góða stund saman og ekki var að spyrja að myndarskapnum á því heimili. Síðan var haldið áfram til Skagastrandar, í „Skeifuna“, þar sem Soffía og Mundi tóku á móti okkur opnum örmun. Mamma naut sín þessa daga og hafði mikla ánægju af að hitta ættingja og gamla vini. Hún bjó á Hjúkrunarheimili Hrafnistu í Boðaþingi síðustu ár og heilsan var orðin léleg. En hún fór á fætur flesta daga og var á ferðinni um húsið svo lengi sem hún gat. Dugnaðurinn var samur og fyrr, ekkert gefið eftir til hinsta dags. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Hvíldu nú í friði, elsku mamma mín, og Guð blessi þig. Þín dóttir, Bára Berndsen og fjölskylda. Elsku mamma mín, nú ertu bú- in að fá hvíldina. Þær eru margar góðu stundirnar sem við höfum átt saman í gegnum tíðina og því eng- an veginn hægt að gera því skil í fáum orðum. Þú byrjaðir ung að eiga börnin þín, aðeins 17 ára, og varst orðin fjögurra barna móðir 23 ára. Það var ekki auðvelt að eiga öll þessi börn, í þröngu húsnæði með engin þægindi, en þú gerðir það besta úr stöðunni sem hægt var á þeim tíma. Eldri systkini mín fæddust öll á Skagaströnd nema Lára, sem fæddist á sjúkrahúsinu á Siglu- firði en þar bjugguð þið pabbi meðan hann var að læra húsa- smíði. Mig áttirðu síðan þegar þú varst 38 ára á fæðingardeildinni í Kópavogi. Ég ólst því að mestu upp ein með ykkur pabba þegar líf ykkar var orðið auðveldara og þið búin að koma ykkur fyrir í Hlað- brekku 17, þar sem þið bjugguð í 50 ár. Við fórum í margar ferðir hér innanlands saman. Það voru fastir áfangastaðir á hverju sumri sem við heimsóttum. Fyrst var farið í Búðardal, en þar var dvalið yfir- leitt í nokkrar nætur hjá systrum pabba (Junna), síðan var haldið til Skagastrandar og þar tók við lengri dvöl meðal skyldmenna þinna, mömmu þinnar Láru og systkina, enda var það þinn uppá- haldsstaður, og síðan var farið til Sauðárkróks til systur pabba. Síðasta ferðin sem þú fórst til Skagastrandar var árið sem þú varðst áttræð. Þá fórum við sam- an í bíl ásamt Báru systur og El- ísabetu dóttur minni. Þú varst bókstaflega með bros á vör alla leiðina af spenningi að komast norður. Á leiðinni var komið við hjá Ingu systur þinni sem bjó á Hvammstanga. Við skemmtum okkur allar vel í þessari ferð og minnist dóttir mín reglulega á hvað þessi ferð var frábær, enda var sungið og grínast á leiðinni. Við vorum mjög nánar alla tíð, þú varst mín stoð og stytta og besta vinkona. Ég gat alltaf leitað til þín með stórt og smátt. Það sem einkenndi þig var jákvæðni og því var aldrei um að ræða að gefast upp eða gera mikið úr hlut- unum eða kvarta ef eitthvað bját- aði á. Þú varst hörkudugleg og vannst utan heimilis við margvís- leg störf í gegnum tíðina og varst vel liðin alls staðar. Ég bjó síðan í nágrenni við þig eftir að ég stofnaði mína eigin fjöl- skyldu og því vorum við í miklum samskiptum svo til daglega alla tíð. Aldrei bar skugga á vinskap okkar. Börnin mín, Vigdís, Elísa- bet og Ingvi, áttu góða ömmu sem reyndist þeim vel. Þrátt fyrir veik- indi þín síðustu árin náðum við alltaf sambandi vegna þess að við þekktum hvor aðra svo vel. Þú reyndir yfirleitt að koma því til skila að ég ætti ekki að vera með áhyggjur af hvernig þér liði held- ur ætti ég að passa upp á mig. Það var alveg lýsandi fyrir þig, þegar við tókum utan um hvor aðra, hvernig þú klappaðir mér á bakið og blikkaðir mig með öðru aug- anu, „hættu nú að stússa svona mikið“ voru þín orð þegar þú náðir að tjá þig. Ég sakna þín, elsku mamma mín, og mun reyna að hafa að leiðarljósi hvernig þú hugsaðir og komst fram við aðra í lífinu. Þín dóttir, Regína. Elsku amma mín. Mig langar að minnast þín í nokkrum orðum. Þegar ég var lítil var ég oft veik og gat ekki verið hjá dagmömmunni og oft gat ég ekki farið í leikskól- ann. Þá fór maður alltaf til afa og ömmu í Hlaðbrekkunni þar sem var alltaf vel tekið á móti manni. Þegar ég mætti var tilbúinn hafra- grautur með rúsínum í litlu haf- meyjuskálinni. Þú varst alltaf svo góð við mig eins og alla í kringum þig og ég tel þig ljúfustu mann- eskju sem ég mun nokkurn tíma kynnast. Þegar mamma og pabbi fóru til útlanda eða þurftu að skreppa stundum yfir nótt vildi maður alltaf gista hjá ykkur afa. Oft þegar ég gisti spiluðum við ólsen ólsen og það sem var svo skemmtilegt var að maður fékk alltaf að vaka svo lengi, stundum alveg til tólf og það þótti mjög mikið þegar maður var sjö ára. Þú varst alltaf svo jákvæð og vildir alltaf gera það besta úr öllu. Ég mun sakna þín mjög mikið, elsku amma mín, og mun aldrei gleyma öllum góðu minningunum. Það er ekki hægt að hugsa sér betri ömmu, takk fyrir allt. Elísabet Ósk Bragadóttir. Elsku amma mín, ég er viss um að það hefur ekki verið til betri og jákvæðari manneskja en þú. Það var ómetanlegt að fá að alast upp hjá ykkur afa í Hlaðbrekkunni, en þið voruð mín stoð og stytta og gat ég ávallt treyst því að þið væruð til staðar fyrir mig. Ég man þegar þú kenndir mér að prjóna og baka en við bökuðum oft saman, kanilsn- úða, pönnukökur eða lummur. Það var líka alveg sama hvað okkur afa datt í hug að bralla, þú hafðir alltaf þolinmæði fyrir því. Ferðalögin með ykkur afa á sumrin voru afar skemmtileg, hvort sem það var dagsferð út fyrir bæinn eða ferð á Eddu-hótel þar sem við gistum í nokkrar nætur. Það var alltaf svo gott að vera hjá ykkur og þegar ég gisti bjóst þú alltaf svo vel um mig fyrir svefninn, last með mér bæn- irnar á kvöldin og gafst mér kvöld- kaffi. Takk fyrir allar góðu stundirn- ar sem við höfum átt saman, betri ömmu hefði ekki verið hægt að eiga. Þú verður ávallt í hjarta mínu, elsku amma mín. Þín Vigdís Sigurbjörg Lárusdóttir  Fleiri minningargreinar um Sigurbjörgu Lár- usdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Unnar IngiHeiðarsson fæddist á Sjúkra- húsinu á Akureyri 15. júní 1990. Hann lést 19. febr- úar 2015. Foreldrar hans eru Sigríður Jó- hannesdóttir grunnskólakenn- ari, f. 29. maí 1958, og Heiðar Rögnvaldsson húsasmíðameist- ari, f. 30. apríl 1956. Sambýlis- maður Sigríðar er Magnús Guðjónsson húsasmíðameistari, f. 28. mars 1954. Sonur Unnars Inga og Steinunnar Óskar Ey- þórsdóttur, f. 7. ágúst 1991, er Benoný Ingi, f. 28. ágúst 2012. Alsystir Unnars Inga er Guð- rún Helga, f. 19. september 1985, sambýlismaður hennar er Sara María, f. 2006, Sonja El- ísabet, f. 2007, og Silja Karen, f. 2012, sambýlismaður Hildar er Árni Valur Vilhjálmsson, f. 26. ágúst 1981. Guðjón Magn- ússon, f. 18. febrúar 1986, sam- býliskona hans er Kristín Sveina Bjarnadóttir, f. 24. mars 1988, og Silja Hlín Magn- úsdóttir, f. 22. desember 1988, sambýlismaður hennar er Ei- ríkur Helgason, f. 5. september 1987. Móðuramma Unnars Inga er Guðrún Helga Kjartansdótt- ir, f. 15. júní 1925. Unnar Ingi ólst upp á Ak- ureyri og gekk í Síðuskóla, hann stundaði nám við Verk- menntaskólann á Akureyri, fyrst á matvælabraut en síðar á listnámsbraut. Unnar Ingi flutti til Grenivíkur 2012 og vann þar við fiskvinnslu og í Laufási en flutti aftur til Ak- ureyrar haustið 2014 og starf- aði síðustu mánuðina með föð- ur sínum við smíðar. Útför Unnars Inga fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 6. mars 2015, og hefst athöfnin kl. 13.30. Valur Oddgeir Bjarnason, f. 28. júlí 1986, dóttir þeirra er Bergdís Freyja, f. 2014. Hálfbróðir Unnars Inga er Þorsteinn Björnsson, f. 11. mars 1980, sam- býliskona hans er Sigríður Ólafs- dóttir, f. 2. apríl 1981, börn þeirra eru Hafsteinn Már, f. 2000, Ólafur Atli, f. 2005, og Bryn- hildur Kristín, f. 2010. Hálf- systir Unnars Inga er Íris Huld Heiðarsdóttir, f. 4. janúar 1979, börn hennar eru Heiðdís Lilja, f. 2002, Heiðar Máni, f. 2004, og Krumma Dís, f. 2014. Stjúp- systkini Unnars Inga eru Hild- ur María Magnúsdóttir, f. 24. mars 1981, börn hennar eru Minn elskulegi Unnsi, ég elska þig óendanlega. Hver minning er mér dýrmæt perla. Mikil sorg í hjarta mínu nú býr en á morgun kemur þó dagur nýr Það er sá harmur sem ég ber inni í mér að finna það á morgun að þú ert ei hér. Aldrei get ég skilið hví hann tók þig svo fljótt. Hvernig getur mér hér eftir verið rótt. Í þeirri götu sem ég þig fyrst sá. Mikinn söknuð og harm ég finn fyrir þá. Því komið er stórt gat í mínu hjarta. Ég sé bara fyrir mér framtíð svarta. Hvernig á ég að geta fyllt upp í það. Enginn mun geta komið í þinn stað. Komdu aftur, komdu til mín. Ég ætíð vildi vera þín. Um aldur og alla ævi mína. Við áttum að fá lengri tíma. Hví þurfti þetta að gerast? Af hverju nú? Hví ekki þegar við yrðum gömul? Af hverju þú? Þín að eilífu, Steinunn. Elsku pabbi minn nú ertu orð- inn engill á himnum. Minn elsku besti pabbi: Guð gaf mér engil sem ég hef hér á jörð. Hann stendur mér hjá og heldur um mig vörð. Hann stýrir mér í gegnum lífið með ljósi sínu. Ég er svo þakklát að hafa hann í lífi mínu. Ég vona að hann viti að hann er mér kær. Allar mínar bestu hugsanir hann fær. Hans gleði og viska við alla kemur. Við flestalla honum vel semur. Hann stendur mér hjá þegar illa liggur við. Hann víkur ekki frá minni hlið nema sé þess viss að allt sé í lagi. Fer þá að vesenast í málarastússi af ýmsu tagi. Hann er vandvirkur og iðinn hann sinnir alltaf sínu vel hann segir það aðalatriðin sem er rétt, það ég tel. Hann hefur kennt mér að vera þolinmóð og sterk, hvetur mig áfram að stunda mín dagsverk, „þú skalt alltaf standa á þínu“, hann ávallt hefur sagt, mikla áherslu á það lagt. Þótt svo hann segi ekki við mann oft mikið þá meinar hann alltaf margt. Hann getur aldrei neinn svikið það getur hann ekki á neinn lagt. Hann er bara þannig maður. Hann er bara þannig sál. Hann er aldrei með neitt þvaður. Hann meinar allt sitt mál. Hann sýnir mér svo mikla ást. Hann vill aldrei sjá neinn þjást. Hann er minn klettur og hann er mín trú. Hann er minn besti pabbi, staðreyndin er sú! Þinn elskulegi sonur, Benoný Ingi Unnarsson. Hví var þessi beður búinn barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum (Björn Halldórsson í Laufási.) Elsku, hjartans vinur. Megi friður og ró umlykja þig. Sofðu rótt. Mamma og Magnús. Elsku bróðir. Þegar þú fæddist var ég 5 ára og fyrsta minning mín um þig var þegar við pabbi fórum að heim- sækja þig og mömmu á fæðing- ardeildina 17. júní. Ég vildi endi- lega fá að taka gasblöðru með inn á deild og skildi ekkert af hverju pabbi bannaði það. Þú varst alltaf svo þolinmóður við mig þegar ég var að stjórnast með þig, kenna þér að lesa í staðinn fyrir að lesa fyrir þig á kvöldin, rífa hjálpar- dekkin af hjólinu þínu og láta þig læra að hjóla, þegar við sátum tímunum saman í tölvunni og þú varst svo þolinmóður að sitja og horfa á og leyfa mér að spila. Þetta eru góðar minningar að eiga. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna og ég er viss um að afi í Einilundi er að passa upp á þig. Saknaðarkveðja, þín systir, Guðrún Helga. Það er engan veginn réttlátt að vera í þeim sporum að þurfa að finna réttu orðin til þess að kveðja litla bróður sinn. Það eru engin rétt orð og ég ætla ekki að kveðja þig í hinsta sinn … ekki núna. Ég mun halda áfram að spjalla við þig og faðma þig að mér í draumalandinu. Við höfum alltaf náð vel saman og ræddum það oft hversu lík við værum – bæði að innan sem utan – við treystum hvort öðru fyrir ýmsu og mér þótti vænt um að eiga þetta traust hjá þér. Stundum voru orð óþörf. Mér þykir einstaklega vænt um að vera nýbúin að faðma þig að mér og segja þér hversu mikið ég elskaði þig og vildi allt fyrir þig gera. Mig langar ekkert meir núna en faðma þig að mér og segja þér að allt verði í lagi … svo innilega mikið. Ég var svo stolt þegar þú baðst mig að verða guðmóðir Benonýs Inga. Þetta litla gull á rosa stóran part í hjarta mínu. Ég mun gæta hans fyrir þig þar til við hittumst öll aftur – segja honum hversu hjartahlýr dýra- vinur og listamaður pabbi hans var. Einstaklega skapgóður og ljúfur drengur sem vildi öllum vel. Við Benoný munum bralla ýmislegt saman sem ég veit að þú hefðir gert með honum, hluti sem þú gerðir með Heiðari Mána og Heiðdísi Lilju og hefðir einnig gert með litlu Krummu Dís. Ég hugsa svo sárt til stund- anna sem ekki urðu og ég hlakk- aði svo til að eiga með þér; enda- lausu matarboðanna með pabba, sundferða með litla manninn sem ég ætlaði að eiga með ykkur í sumar, bíltúra, ferðalaga og spjalls um okkur systkinin sem við áttum svo oft. Á þessum stundum veit ég þó að þú munt verða nálægt. Ég veit að allir fallegu engl- arnir mínir tóku vel á móti þér og að þú og pabbi Krummulummu, eins og þú kallaðir hana, munuð vaka yfir litlu gersemismolunum ykkar sem og okkur öllum. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér, og ég veit að þú munt elska mig geyma mig og gæta hjá þér. Og þegar tími minn á jörðu hér, liðinn er þá er ég burtu fer, þá ég veit að þú munt vísa veg og taka á móti mér. Ég geymi þig ávallt í hjartanu mínu elsku hjartans Unnsi minn. Þín systir, Íris Huld. Unnar Ingi Heiðarsson  Fleiri minningargreinar um Unnar Inga Heið- arsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.