Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2015 Vistfugl alinn við kjör aðstæður aukið rými ogútisvæði. Hrein afurð íslensk framleiðsla óerfðabreytt fóður. T A K T IK /4 3 3 1 /f e b 1 5 Aðeins eru fáeinir dagar frá þvíað upplýst var um að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefði lagt fram frumvarp sem fæli í sér að félli ábyrgðarmaður vegna námsláns LÍN frá, félli skuldin niður.    Þetta óvenjulegaákvæði ber þess öll merki að hafa átt að þjóna hagsmunum eins til- tekins þingmanns sem berst nú fyrir því fyrir dómstólum að ábyrgð af náms- láni verði felld nið- ur. Sigríður hefur þó hafnað því að ákvæðið stafi af greiðasemi.    Í gær gerðist það svo að formaðurSamfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, notaði ræðustól Alþingis til að gagnrýna innheimtuaðgerðir LÍN og ræða bréfasendingar sjóðs- ins til ábyrgðarmanna.    Árni vændi sjóðinn um að fara „ásvig við lög“ með þessum bréfasendingum og nýrri stefnu sem hann sagði sjóðinn fylgja.    Óhætt er að segja að framgangaþingmanna Samfylkingar- innar í framhaldi af fyrrnefndu ábyrgðarmáli samþingsmanns þeirra er sérkennileg.    Það er ekki á hverjum degi semræðustóll Alþingis er notaður með þessum hætti.    Gott er til þess að vita að for-ystumenn Samfylkingar eru vinir vina sinna, en það er ekki al- veg víst að vinagreiðarnir verði endilega til að auka traust almenn- ings á störfum þings og þingmanna. Árni Páll Árnason Er þetta annar ekki-greiði? STAKSTEINAR Sigríður Ingi- björg Ingadóttir Veður víða um heim 5.3., kl. 18.00 Reykjavík 0 skýjað Bolungarvík 1 skýjað Akureyri 1 snjókoma Nuuk -17 léttskýjað Þórshöfn 6 léttskýjað Ósló 2 heiðskírt Kaupmannahöfn 6 heiðskírt Stokkhólmur 5 heiðskírt Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 7 léttskýjað Brussel 8 léttskýjað Dublin 11 skýjað Glasgow 8 alskýjað London 11 léttskýjað París 10 léttskýjað Amsterdam 7 heiðskírt Hamborg 7 skýjað Berlín 6 skýjað Vín 6 skýjað Moskva 2 skýjað Algarve 17 heiðskírt Madríd 15 heiðskírt Barcelona 16 heiðskírt Mallorca 13 léttskýjað Róm 7 léttskýjað Aþena 15 léttskýjað Winnipeg -22 heiðskírt Montreal -12 skýjað New York -3 snjókoma Chicago -8 léttskýjað Orlando 26 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:19 19:00 ÍSAFJÖRÐUR 8:27 19:02 SIGLUFJÖRÐUR 8:11 18:44 DJÚPIVOGUR 7:49 18:29 Stjórn Orkugerðarinnar ehf. sem rekur kjötmjölsverksmiðju í Flóa- hreppi hefur ákveðið að sækja um greiðslustöðvun og leita leiða til að endurskipuleggja fjárhag félagsins og grundvöll rekstrar. Orkugerðin rekur verksmiðju til framleiðslu á fitu og mjöli úr líf- rænum leifum, svo sem slátur- úrgangi og öðru lífrænu efni. Fitan hefur verið notuð til að knýja verk- smiðjuna og til framleiðslu á lífdísil en mjölið hefur að mestu verið nýtt til landgræðslu. Fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu að rekstur verk- smiðjunnar hafi verið í járnum und- anfarin ár. Tekjur af móttöku líf- rænna leifa og sölu vara hafi verið á mörkum þess að bera rekstrar- kostnað. Nú séu forsendur fyrir rekstri brostnar. Þær skýringar eru gefnar að minna hafi borist af hráefni en reiknað var með. Til dæmis hafi ekki verið bannað að urða ómeðhöndl- aðan sláturúrgang eins og stefnt hafi verið að í ársbyrjun 2009. Þá sé sí- fellt verið að herða reglur sem dragi úr möguleikum á að selja afurðir fyrirtækisins. Orkugerð- in stöðvar greiðslur  Fjárhagur verður endurskipulagður Verðmæti innfluttrar matvöru og drykkjarvöru á fyrstu tveimur mán- uðum ársins jókst um 30% frá fyrra ári. Fluttar voru inn vörur í þessum flokki fyrir 9,6 milljarða, borið sam- an við 7,4 milljarða í þessum tveimur mánuðum 2014. Verðmætið var 7,6 milljarðar 2013 og 7,2 ma. 2012. Þetta má lesa úr nýjum bráða- birgðatölum Hagstofu Íslands. Þar fengust þær upplýsingar að þar sem um bráðabirgðatölur sé að ræða sé varhuga- vert að draga miklar ályktanir. Þá bentu fulltrúar mat- vöruverslana sem rætt var við á af- nám sykurskatts um áramót sem skýringu á aukn- ingunni. Var talið rétt að skoða innflutning síðustu þrjá mánuði síðasta árs og bera hann saman við fyrri ár. Leiðir sá samanburður í ljós að á fjórða ársfjórðungi 2014 voru fluttar inn matvörur og drykkjarvörur fyrir 13,9 milljarða, 13,6 milljarða 2013 og 13,3 milljarða 2012. Fleira virðist því koma til en afnám sykurskatts. Spurður hvað hann telji skýra aukninguna segir Andrés Magnús- son, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, að vegna fjölgunar erlendra ferðamanna hafi eftirspurn eftir mat stóraukist. „Innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn eftir beikoni. Það er líka mikil eftirspurn eftir nautakjöti. Meðan það er svo mikil eftirspurn eftir mjólk sjá bændur sér meiri hag í því að framleiða mjólk. Þá hefur nautakjötsframleiðslan setið á hak- anum. Þetta tvennt hlýtur að vera stærsta skýringin,“ segir Andrés um þróunina. baldura@mbl.is Innflutningur matvara á uppleið  Um 30% aukning í janúar og febrúar  SVÞ benda á fjölgun ferðamanna Andrés Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.