Morgunblaðið - 14.03.2015, Side 1

Morgunblaðið - 14.03.2015, Side 1
L A U G A R D A G U R 1 4. M A R S 2 0 1 5 Stofnað 1913  62. tölublað  103. árgangur  SKEGG ATVINNU- LÍFSINS MASSAR MOTTUMARS KÖLSKI MISSTI KYNIÐ ÓPERAN SÆMUNDUR FRÓÐI 47SKEGGJAÐAR KONUR 10 AFP Verðlaunaður Jóhann með Golden Globe- verðlaunin fyrir The Theory of Everything.  Tónskáldið Jóhann Jóhannsson er að vinna að nýju verkefni tengdu IBM 1401, tölvu frá sjöunda áratug- inum. „Við komumst í samband við menn sem hafa verið að endur- byggja og gera upp tvær IBM 1401- tölvur í Kísildalnum í Computer Hi- story Museum í Mountain View í Kaliforníu. Ég ætla að semja nýja tónlist fyrir þessar uppgerðu tölvur og við erum líka að vinna að kvik- mynd, sem við ætlum að gera, byggðri á forsögu tölvunnar og tölvunarfræðinnar. Það þarf að hlúa að þessari arfleifð. Tækið sem við erum öll með í vasanum er millj- ón sinnum öflugra en þessi tölva, en það er einhver ljóðræna í þessu sem mér finnst heillandi,“ segir Jóhann. Í vor hefst síðan vinna við þriðju myndina sem hann gerir með kan- adíska leikstjóranum Denis Ville- neuve. Vísindatryllirinn Story of Your Life er með Amy Adams og Jeremy Renner í aðalhlutverki. Jóhann er í ítarlegu viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Jóhann semur nýtt tónverk á gamla IBM 1401-tölvu Breyti engu um stöðuna » Forystumenn stjórnarand- stöðunnar hafa ritað helstu fulltrúum ESB bréf í tilefni af yfirlýsingu Gunnars Braga. » Yfirlýsingin breyti engu um stöðu Íslands hjá ESB. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stækkunardeild ESB segir bréf Gunnars Braga Sveinssonar utan- ríkisráðherra til forystu sambands- ins ekki munu leiða til þess að Ísland verði tekið af lista yfir umsóknarríki. Sé það vilji ríkisstjórnarinnar að umsóknin verði dregin til baka þurfi hún að senda ráðherraráði ESB bréf. Ráðið muni svo í framhaldinu taka afstöðu til slíkrar beiðni. Anca Paduraru, upplýsingafulltrúi hjá stækkunardeild ESB, segir að ef ríkisstjórnin vilji draga umsóknina til baka þurfi hún að fylgja reglum. „Svona bréf dugar ekki til að orðið verði við þeirri ósk.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að óheiðar- legt væri að viðhalda stöðu umsókn- arríkis. Íslendingar vilji ekki aðild. Hann undrist úlfaþyt vegna bréfsins. Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, telur ríkis- stjórnina hafa viljað forðast átök í þinginu með því að leggja fram nýja ályktun um afturköllun ESB-um- sóknarinnar. Í staðinn hafi hún valið að „skýra og skerpa á stöðunni“. MBréf Gunnars Braga »14 Ísland áfram umsóknarríki  Stækkunardeild ESB segir bréf utanríkisráðherra ekki breyta stöðu Íslands  Formaður utanríkismálanefndar telur stjórnvöld vilja forðast átök um málið Ljósmynd/Valgeir Bergmann Tafir Heita vatnið hefur tafið framkvæmdirnar í göngunum. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Verklok við gerð Vaðlaheiðarganga verða að öllum lík- indum ekki fyrr en vorið 2017, samkvæmt heildar- kostnaðaráætlun Vaðlaheiðarganga, sem nýverið var tekin saman fyrir fjárlaganefnd Alþingis. Fram kemur í svari fjármála- og efnahagsráðuneyt- isins við fyrirspurn Morgunblaðsins um gangagerðina og fjárhagsstöðu að 3,9 milljarðar af láni ríkisins til Vaðlaheiðarganga hf. sem upphaflega var ákveðið 8,7 milljarðar króna, höfðu verið lánaðir í árslok í fyrra. Þar kemur jafnframt fram að heildarkostnaður sé, samkvæmt upplýsingum frá félaginu, ekki kominn yfir ófyrirséðan kostnað í kostnaðaráætlunum, „en á þessu stigi er þó auðvitað ekki hægt að útiloka að það kunni þó að gerast á verktímanum,“ segir þar orðrétt. Í lok síðustu viku voru göngin orðin 3.912 metra löng og var 54,3% þá lokið af gangagreftri. »12 Verklok ekki fyrr en 2017  Heita vatnið helsta töfin við gerð Vaðlaheiðarganga Mikið vatnsveður var í gær en enn meiri úrkoma verður í dag þegar stormur mun geisa um allt land. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu, segir að ekki verði stætt úti þegar veðrið er verst, vindhviður geti farið yfir 50 metra á sekúndu en meðalvindur verið 20-30 m/s. Þá er flóðahætta mikil suðaustanlands og á Suðurlandi undan jöklum og fólk er hvatt til að hreinsa niðurföll og ganga frá kjöllurum. »2 Algjöru aftakaveðri spáð um allt land í dag Morgunblaðið/Kristinn  Bandalag há- skólamanna vinnur nú að undirbúningi at- kvæðagreiðslu um verkfalls- aðgerðir fjölda aðildarfélaga og er gert ráð fyrir því að kosning- arnar hefjist á mánudaginn. For- maður bandalagsins segir að ef af verkfallinu verði muni það skella á upp úr páskum. Þá er hafin at- kvæðagreiðsla meðal félagsmanna í Rafiðnaðarsambandi Íslands sem starfa hjá Ríkisútvarpinu um vinnustöðvun sem á að hefjast í lok þessa mánaðar ef samningar nást ekki. Segir kröfur óskynsamlegar Mikil gjá er einnig í viðræðum á almenna vinnumarkaðinum. Þor- steinn Víglundsson, framkvæmda- stjóri SA, segir ekki mikla skyn- semi í kröfum iðnaðarmanna sem lagðar voru fram í gær. Iðnaðar- menn fara m.a. fram á að byrj- unarlaun iðnaðarmanna með sveinspróf hækki um hundrað þús- und kr. og almenn hækkun verði 20%. »2 og 6 Verkföll BHM og hjá RÚV gætu skollið á innan fárra vikna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.