Morgunblaðið - 14.03.2015, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Jón Gerald Sullenberger, kaupmað-
ur í Kosti, segir mikla styrkingu
bandaríkjadals gagnvart krónu mik-
ið áhyggjuefni. Styrkingin muni að
lokum skila sér út
í verðlag á Ís-
landi.
„Vöruverð mun
hækka. Það er
augljóst. Sam-
hliða styrkingu
dalsins hefur olíu-
verðið hins vegar
lækkað. Það kem-
ur sér vel fyrir
neytendur sem
hafa þá meira fé í
önnur innkaup. Hluti af ástæðunni
fyrir styrkingu dollarans er að evran
er veik og vextir nánast komnir nið-
ur í núll. Framundan eru vaxta-
hækkanir í Bandaríkjunum og þar af
leiðandi leita evrópskir fjárfestar yf-
ir hafið. Það styrkir dollarann gagn-
vart evrunni. Undir eðlilegum kring-
umstæðum hefðu vextir á Íslandi átt
að lækka líka,“ segir Jón Gerald.
Bandaríkjadalur kostar nú 139,2
kr. en kostaði 126,9 kr. á gamlárs-
dag. Hefur krónan því veikst um
9,7% gagnvart dalnum á árinu.
Vilja afslátt út af styrkingu
Spurður hvort styrking krónu
gagnvart evru geti vegið upp veik-
ingu gagnvart dalnum í innflutningi
á matvælum segir Jón Gerald að
hafa þurfi í huga að bandarískar
matvörur og hráefni séu yfirleitt
ódýrari en í Evrópu. Það sé meiri
þrýstingur á smásöluvöruverð og
samkeppni í Bandaríkjunum.
Jón Gerald segir tolla og vöru-
gjöld á innfluttar bandarískar mat-
vörur ekki hafa breyst þótt vöru-
gjöldin hafi verið afnumin um
áramótin. Eina breytingin hafi verið
sú að sykurskattur féll niður.
„Breytingin hafði engin áhrif á
vörur utan ESB. Það þarf þannig að
borga toll og vörugjald af vörunni og
flutningnum frá Bandaríkjunum
sem fyrr. Virðisaukaskattur kemur
svo ofan á allt saman. Hækkun lægra
þreps virðisaukaskatts úr 7% í 11%
um áramótin hækkaði vöruverðið.
Mismunurinn, 4%, leggst ofan á allt
saman og er margföldunarstuðullinn
því miklu hærri. Virðisaukaskattur-
inn sem við innheimtum í lægra
þrepi hækkaði fyrir vikið um 30%
eftir áramótin,“ segir Jón Gerald.
Hann spyr hver sé tilgangurinn
með því að hafa 30% toll af frosnu
grænmeti frá Bandaríkjunum þegar
það sé enginn tollur á slíkar vörur
frá Evrópu. „Það er ekki eins og við
Íslendingar framleiðum mikið af
brokkólíi. Hér er um að ræða
verndartolla frá Evrópu á kostnað
íslenskra neytenda. Kostur getur
keypt ódýrara grænmeti frá Banda-
ríkjunum, en eftir að búið er að
leggja á þessa tolla er varan orðin
óhagstæðari fyrir íslenska neytend-
ur. Er sanngjarnt að við íslenskir
neytendur eigum að niðurgreiða
framleiðslu í Evrópu?“
Sterkur dalur
ýtir upp verði
Kaupmaður er uggandi yfir þróun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ávextir Verð á nauðsynjavöru gæti
hækkað vegna styrkingar dalsins.
Jón Gerald
Sullenberger
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri
hagdeildar hjá ASÍ, segir nýja
skýrslu Samkeppniseftirlitsins um
dagvörumarkaðinn sýna að hægt sé
að „lækka verð til neytanda umtals-
vert á dagvörumarkaði“.
Morgunblaðið hefur fjallað um
skýrsluna en meginniðurstaðan er
sú að dagvöruverslanir hafi ekki skil-
að gengisstyrkingu til neytenda.
„Ég fagna þessari skýrslu. Þetta
er góð samantekt þó þarna sé ekki
margt sem kemur á óvart. Það er
mikil samþjöppun á dagvörumarkaði
… Í skýrslunni kemur fram að minni
verslanir reyna frekar að keppa við
þær stærri í formi einstakra verð-
tilboða frekar en að minni aðilar
bjóði vöru á lægra verði til lengri
tíma. Þetta er í samræmi við það sem
við hjá ASÍ höfum séð í okkar verð-
könnunum. Það má segja að á þess-
um markaði ríki einhverskonar
vopnaður friður þar sem stærsti að-
ilinn ræður gólfi í
verðlagningu og
aðrir virða það.
Þetta er áhyggju-
efni og þýðir að
samkeppni er
mun minni hér á
landi en æskilegt
væri. Við sjáum
líka – og það er
kannski afleiðing
af takmarkaðri
samkeppni – að verð á innfluttum
vörum hefur ekki lækkað í takt við
styrkingu gengisins, ef horft er til
síðustu ára.“
Mun meiri arðsemi á Íslandi
Ólafur Darri bendir á mismunandi
verð birgja til smásöluaðila.
„Það kemur fram í skýrslunni að
afkoma þessara verslana er mjög
góð. Meðalarðsemi eigin fjár dag-
vöruverslana er 35%-40% hér á landi
en 11%-13% í Evrópu og Bandaríkj-
unum. Við sjáum líka að birgjar virð-
ast veita stórum aðilum betri verð en
þeim smærri, án þess að hægt sé að
skýra muninn með málefnalegum
ástæðum s.s. stærðarhagkvæmni.
Það er auðvitað samkeppnishaml-
andi. Þá er erfiðara fyrir minni aðila,
eða nýja aðila, að keppa við þá stóru
sem fyrir eru. Allt sýnir þetta veik-
leika á markaðnum.
Eitt sem verður líka að nefna er að
þarna er dregið fram að stjórnvöld
hafa lítið sinnt því að skapa sam-
keppnishvata, þrátt fyrir tilmæli
samkeppnisyfirvalda. Þar má taka
landbúnaðinn sem dæmi. Ítrekað er í
skýrslunni að í landbúnaðarkerfinu
er mikið um markaðstruflandi að-
gangshindranir og innflutnings-
vernd sem er mjög óæskileg frá
sjónarhorni neytenda.
Það er bent á það í skýrslunni að
heppilegra væri að styðja bændur
með beinum greiðslum en að vera
með aðgangshindranir. Mikilvægt er
að stjórnvöld taki tillit til þessara
ábendinga nú þegar boðuð er endur-
skoðun á búvörusamningum,“ segir
Ólafur Darri Andrason.
Hægt að lækka verð
á mat „umtalsvert“
Hagfræðingur hjá ASÍ fagnar úttekt á dagvörumarkaði
Ólafur Darri
Andrason
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Samkvæmt heildarkostnaðar-
áætlun Vaðlaheiðarganga hf., sem
nýverið var tekin saman að beiðni
fjárlaganefndar, lengist verktími
framkvæmdanna við Vaðlaheið-
argöng, og líklegt er að verklok
verði ekki fyrr en vorið 2017.
„Á sínum tíma var ákveðið að
ríkið lánaði Vaðlaheiðargöngum
8,7 milljarða króna miðað við
verðlag í lok árs 2011 til að standa
að framkvæmdum, sbr. lög nr. 48/
2012, um heimild til handa ráð-
herra f.h. ríkissjóðs til að fjár-
magna gerð jarðganga undir
Vaðlaheiði,“ segir m.a. í skriflegu
svari fjármála- og efnahagsráðu-
neytisins við fyrirspurn Morg-
unblaðsins um fjárhagsstöðu
Vaðlaheiðarganga.
Hafa fengið 3,9 milljarða
Þar kemur fram að í lok árs
2014 hafði ríkið lánað 3,9 milljarða
króna af heildarláninu. Samkvæmt
upplýsingum frá Vaðlaheiðar-
göngum hf. séu aukaverk komin í
u.þ.b. 168 milljónir króna og verð-
bætur um 250 milljónir króna (allt
með virðisaukaskatti). Magnaukn-
ing í bergþéttingu vegna vatnsæða
sé komin í u.þ.b. 130 milljónir
króna, sem sé mesti óvissuþátt-
urinn að mati félagsins.
„Heildarkostnaður er skv. upp-
lýsingum frá félaginu ekki kominn
yfir ófyrirséðan kostnað í kostn-
aðaráætlunum, en á þessu stigi er
þó auðvitað ekki er hægt að úti-
loka að það kunni að gerast á
verktímanum,“ segir orðrétt í
svari ráðuneytisins.
Ríkið á nú minnihluta
Í stjórn Vaðlaheiðarganga hf.
sitja Pétur Þór Jónasson stjórn-
arformaður, Jón Birgir Guð-
mundsson meðstjórnandi og Unn-
ar Jónsson meðstjórnandi. Jón
Birgir er fulltrúi ríkisins í stjórn,
en ríkið á nú 46,36% í Vaðlaheið-
argöngum hf. og Greið leið á
53,64%.
Í heildarkostnaðaráætlun Vaðla-
heiðarganga, sem Valgeir Berg-
mann, framkvæmdastjóri Vaðla-
heiðarganga, tók saman að beiðni
fjárlaganefndar, segir í inngangi:
„Eins og staðan er í dag er ekki
nákvæmlega vitað hvað verktími
lengist en líklegt að hann muni
lengjast fram á vorið 2017. Ófyr-
irséður kostnaður er í dag ekki
kominn yfir ófyrirséðan kostnað
skv. áætlun.“
Búið að grafa 54,3%
Þar kemur jafnframt fram að
verksamningurinn sé verðbættur
miðað við byggingavísitölu í des-
ember 2011 og lánasamningurinn
sé miðaður við byggingavísitölu í
ágúst 2011.
Samkvæmt heimasiðu Vaðla-
heiðarganga var staðan sú í síð-
ustu viku að lengd ganganna var
orðin 3.912 metrar, 54,3% var lok-
ið lokið af gangagreftri. Frá Eyja-
firði var alls lokið 2.695 metrum
en 1.217 metrum frá Fnjóskadal.
Að undanförnu hefur
einungis verið unnið að ganga-
gerðinni Fnjóskadalsmegin, því
enn hefur ekki tekist að loka heitu
vatnsæðinni Eyjafjarðarmegin í
göngunum.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Seinkun Nú eru verklok Vaðlaheiðarganga ekki áætluð fyrr en vorið 2017,
en bergþétting vegna heitra vatnsæða Eyjafjarðarmegin hefur tafið verkið.
Heita vatnið tefur verkið
Mesti óvissu-
þátturinn er
bergþéttingin
Heildarkostnaðaráætlun Vaðlaheiðarganga
Heimild: Vaðlaheiðargöng
2012
2013
2014
2015
2016
2017
2018
Alls
skv. upphaflegum
lánssamningi
nóv.12
1.700
1.900
1.950
1.950
1.200
8.700
Kostnaðaráætlun
skv. Vegagerð
jan.13
2.209
2.464
2.130
1.836
108
8.747
Núv. staða
jan.15
2.100
1.800
1.600
1.600
1.600
8.700
áætl.
áætl.
áætl.
Óháð ráðgjöf
til fyrirtækja
Firma Consulting gerir fyrirtækjum
tilboð í eftirfarandi þjónustu:
• Kaup, sala og sameining.
• Verðmat fyrirtækja.
• Samningaviðræður, samningagerð
• Áætlanagerð.
• Fjárhagsleg endurskipulagning.
• Samningar við banka.
• Rekstrarráðgjöf.
Firma Consulting, Þingasel 10, 109 Reykjavík.
Símar: 820-8800 og 896-6665. Fax 557-7766
info@firmaconsulting.is, www.firmaconsulting.is