Morgunblaðið - 14.03.2015, Síða 8

Morgunblaðið - 14.03.2015, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015 Andríki fjallar um umræður umgamla þingsályktunartillögu og segir: „Sumir virðast halda að þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi sumarið 2009 sé „enn í gildi“. Það er mis- skilningur. Þings- ályktun er ekki ann- að en yfirlýsing um skoðun þess Alþing- is sem situr hverju sinni. Það er ekki þannig að allar þingsályktunartillögur sem sam- þykktar hafa verið síðustu áratug- ina séu enn „í gildi“.    Þeir sem halda þetta, rugla sam-an lögum og þingsályktun- artillögum.    Þeir sem segja að ríkisstjórninfari „fram hjá þinginu“ virðast halda að ríkisstjórnin hafi tekið ákvörðun sem fari gegn vilja meiri- hluta þingmanna. Svo er alls ekki. Meirihluti þingmanna vildi aft- urkalla umsóknina.    Ef stjórnarandstaðan heldur aðmeirihluti þingmanna vilji að Ísland verði áfram umsóknarríki, þá getur hún einfaldlega lagt fram tillögu um að yfirlýsing ríkisstjórn- arinnar verði afturkölluð. Greiða mætti atkvæði um slíka tillögu þeg- ar í stað, því enginn myndi halda uppi málþófi gegn henni.    Ef stjórnarandstaðan trúir því í alvöru að ríkisstjórnin hafi gengið gegn vilja meirihluta þings- ins, þá leggur hún auðvitað slíka til- lögu fram.“    Stjórnarandstaðan kýs að faraaðra leið. Sú leið er að senda bænaskjal til Brussel um að ekki verði tekið mark á ríkisstjórn Ís- lands. Það er auðvitað hin þinglega og lýðræðislega leið stjórnarand- stöðunnar. „Lýðræðislegt“ bænaskjal STAKSTEINAR Veður víða um heim 13.3., kl. 18.00 Reykjavík 7 rigning Bolungarvík 2 rigning Akureyri 7 rigning Nuuk -13 skýjað Þórshöfn 7 léttskýjað Ósló 7 heiðskírt Kaupmannahöfn 6 heiðskírt Stokkhólmur 5 heiðskírt Helsinki 3 heiðskírt Lúxemborg 7 skýjað Brussel 7 heiðskírt Dublin 8 léttskýjað Glasgow 10 léttskýjað London 11 heiðskírt París 10 heiðskírt Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 6 skýjað Berlín 7 skýjað Vín 5 alskýjað Moskva 4 léttskýjað Algarve 21 léttskýjað Madríd 17 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 13 léttskýjað Aþena 7 skúrir Winnipeg 1 alskýjað Montreal -2 skýjað New York 5 heiðskírt Chicago 12 léttskýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:51 19:25 ÍSAFJÖRÐUR 7:57 19:28 SIGLUFJÖRÐUR 7:40 19:11 DJÚPIVOGUR 7:20 18:54 Bjarnfríður Leósdóttir á Akranesi, félagsmála- frömuður og fyrrver- andi varaþingmaður, lést sl. þriðjudag, níræð að aldri. Bjarnfríður var fædd 6. ágúst 1924 að Más- stöðum í Innri- Akraneshreppi. For- eldrar hennar voru Leó Eyjólfsson, bifreið- arstjóri á Akranesi, og kona hans Málfríður Bjarnadóttir húsmóðir. Bjarnfríður lauk verslunarprófi frá Samvinnuskólanum 1943 og var einn vetur í Húsmæðraskóla Reykjavík- ur. Hún starfaði við síldarsöltun og vann verkamannastörf og síðar verslunar- og skrifstofustörf um árabil. Hún var kennari og skólarit- ari við Fjölbrautaskóla Vesturlands frá 1974 til starfsloka. Bjarnfríður var áhugaleikkona á yngri árum og starfaði í Leikfélagi Akraness. Tók þátt í stofnun Bók- menntaklúbbsins og starfaði þar alla tíð. Hún var mikil útivistarkona og náttúruunnandi og tók próf sem svæðisleiðsögumaður þegar hún var komin á efri ár og skipulagði ferðir. Bjarnfríður starfaði mikið í verka- lýðshreyfingunni. Hún var í stjórn og trún- aðarráði Verkalýðs- félags Akraness, vara- formaður um árabil. Átti sæti í miðstjórn Alþýðusambands Ís- lands. Hún var vara- fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í bæjarstjórn Akraness í nokkur kjörtímabil. Hún var varaþingmað- ur Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi og tók nokkrum sinn- um sæti á Alþingi á áttunda áratugnum. Þá átti hún sæti í miðstjórn og framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins. Hún var for- maður Félags eldri borgara á Akra- nesi í átta ár. Bjarnfríður var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálka- orðu fyrir félagsstörf á nýársdag ár- ið 2002. Í sannleika sagt, lífssaga hennar sem Elísabet Þorgeirsdóttir skráði, kom út 1986. Eiginmaður Bjarnfríðar var Jó- hannes Finnsson, sjómaður og skrif- stofumaður. Hann lést á árinu 1974. Þau eignuðust saman fjögur börn, Steinunni, Eyjólf sem aðeins varð sólarhrings gamall, Leó og Hallberu Fríði. Andlát Bjarnfríður Leósdóttir á Akranesi Reykjavíkurborg hóf nýlega tilraun með söfnun glers á grenndar- stöðvum. Markmiðið tilraunarinnar er að skoða forsendur þess að end- urvinna gler en í dag er gleri safnað með steinefnum og notað sem burð- arlag og þannig endurnýtt, segir í frétt frá borginni. Tilraunin er jafn- framt liður í að auka gæði moltu sem unnin verður í gas- og jarðgerð- arstöð Sorpu bs. sem ætlunin er að reisa í Álfsnesi. Í byrjun verður söfnunargámum undir glerumbúðir komið fyrir á þremur grenndarstöðvum við Skóg- arsel, Laugardalslaug og Kjarvals- staði. Í gámana má skila hvers konar gleri sem fellur til á heimilum, s.s. sultukrukkum, glerflöskum án skila- gjalds og öðrum ílátum úr gleri. Glerið má hvort sem er vera glært eða litað en þarf að vera hreint og ílát tóm. Fram kemur í fréttinni að talið sé að árið 2014 hafi rúmlega eitt þús- und tonn af gleri og steinefnum fallið til í Reykjavík og verið urðuð með blönduðum úrgangi í Álfsnesi. Gler er um 5% alls blandaðs úrgangs sem endar í gráum tunnum borgarbúa samkvæmt nýlegri greiningu Sorpu á samsetningu úrgangs. Grenndarstöðvar í Reykjavík eru 57 talsins. Árið 2014 söfnuðust í þær 993 tonn af pappír og 70 tonn af plasti. Gera tilraun með söfnun á gleri  Rúmlega eitt þúsund tonn af gleri og steinefnum féllu til í Reykjavík í fyrra Morgunblaðið/Júlíus Vor 3 21. apríl - 3.maí Sardinía & Korsíka Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Glæsileg eyjaferð til Sardiníu og Korsíku, þar sem við ferðumst um stórbrotna náttúru með mikilli gróðursæld milli lítilla krúttlegra þorpa. Gullinn sandur, sægrænt haf og ilmur frá Macchia gróðri rammar inn ótrúlega upplifun um þessar fögru eyjar. Verð: 298.100 kr. á mann í tvíbýli. Örfá sæti laus Mjög mikið innifalið! Sp ör eh f. Fararstjóri: Þóra Valsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.