Morgunblaðið - 14.03.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.03.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Það er Mottumarskeppni ámilli hæða hér í húsinu ogvið ætlum auðvitað að rúllaþessu upp hér á fimmtu hæðinni með því að leggja karlkyns samstarfsmönnum okkar lið og nú tilheyrum við Skeggi atvinnulífsins, en svo heitir lið vinnustaðarins okk- ar,“ segir Kristín Þóra Harðardóttir, lögfræðingur hjá Samtökum at- vinnulífsins, en hún og samstarfs- konur hennar mættu allar til vinnu í gær með myndarlegar mottur á efri- vör. „Ég verð að játa að skeggið fer okkur ekkert sérstaklega vel og fyrst þegar þetta var rætt leist sum- um kvennanna ekkert meira en svo á hugmyndina. En auðvitað er bara gaman að taka þátt í sprellinu og þar sem strákarnir hér í húsinu eru hvattir til að taka þátt í Mottumars með því að safna skeggi og áheitum, þá vildum við ekki vera neinir eftir- bátar þeirra. Svo við ákváðum að taka þetta alla leið og mættum allar galvaskar með mottu í vinnuna í gærmorgun.“ Þeir voru alveg gapandi af hrifningu og aðdáun „Við vorum aðeins búnar að vera að pukrast með þetta til að koma körlunum á óvart og við vorum skeggjaðar fram að hádegi. Við lét- um það duga, engin okkar fór með mottu út úr húsi.“ Kristín segir að fullt af fólki hafi séð þær skeggjuðu konurnar í gær, meðal annars verkalýðsleiðtogar í röðum. „Þeir voru alveg gapandi af hrifningu og aðdáun. Og það var að- ili hér í húsinu sem lýsti því yfir að nú fyrst værum við sexí. En við- brögð fólks voru þó mjög mismun- andi og blendin, til dæmis fengum við skilaboð frá einum sem lét eitt orð duga til lýsa því sem fyrir augu hans bar og það var orðið hryll- ingur,“ segir hún og hlær. Allir þekkja einhvern Kristín Þóra segir að þær hafi ekki aðeins verið skeggjaðar í hálfan Skegg atvinnulífsins massar Mottumars Marga rak í rogastans í gær þegar skeggjaðar konur tóku á móti þeim hjá Sam- tökum atvinnulífsins. Allir kvenkyns starfsmenn þar á bæ mættu til vinnu í gær- morgun með mottu á efrivör, til að gleðja en fyrst og fremst til að leggja góðu mál- efni lið. Skegg atvinnulífsins heitir lið vinnustaðarins og allar konurnar í því eru skráðar í Mottumarskeppnina og safna þar áheitum fyrir karla sem þurfa að tak- ast á við krabbamein. Ár hvert greinast um 750 íslenskir karlar með krabbamein. Þorgerður Katrín Með fagurlega upprúllað skegg. Hér með Hrafnhildi. Álfheiður Virðist eitthvað efins en hún tók sig vel út með mottuna sína. PEN á Íslandi stendur fyrir viðburða- röð á vormisseri í Grófarhúsi Borgar- bókasafns í Tryggvagötu þar sem málfrelsi og bókmenntir verða skoð- uð frá ýmsum hliðum. Yfirskrift fyrsta fundar sem verður í dag kl. 15- 16 er þátttaka Íslendinga í alþjóða- samtökum rithöfunda, PEN og fer hann fram á Reykjavíkurtorgi. Nokkrir valinkunnir og skemmti- legir menn ætla að segja frá skemmtilegum hlutum. Halldór Guðmundsson fjallar um tengsl íslenskra rithöfunda við PEN á millistríðsárunum og segir frá Arg- entínuferð Halldórs Laxness, en hann sótti heimsþing samtakanna þar í landi. Tómas R. Einarsson segir söguna af Pablo Neruda á þessu sama þingi í Argentínu. Einar Kárason segir frá ferð sinni á heimsþing PEN árið 2014 til Kirg- isistan. Sjón segir frá PEN International, alþjóðasamtökum rithöfunda, Ís- landsdeildinni og starfsemi samtak- anna. Ókeypis og öllum opið. Á morgun, sunnudag, kl. 15-17 eru barnadagar í Grófinni eins og verið hefur og verður áfram fram í maí, frá- bært tækifæri til að eiga gæðastund- ir fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Á morgun ætlar enginn annar en töframaðurinn Jón Víðis að vera með smiðju í origami, en origami er jap- önsk pappírslist sem hefur notið mikilla vinsælda á Vesturlöndum. Ori- gami gengur út á miserfið pappírs- brot sem eru svo endurtekin á ýmsan hátt eftir því hversu viðamikið verk- efnið er. Ekkert þarf til nema pappír og skæri og hæfilegan skammt af þolinmæði. Það er stórskemmtilegt að reyna sig við að búa til þrívíðar fí- gúrur úr pappír. Vefsíðan www.borgarbokasafn.is Origami Japönsk pappírslist sem gaman er að reyna sig við. Málfrelsi og origami í bókasafni Hinar sérlega hressu konur sem skipa kvennakórinn Heklurnar hafa komið sér í stríðsárastemningu fyrir vortónleika sína í Laugarneskirkju í dag kl. 16. Á efnisskránni er bæði inn- lend og erlend tónlist og þemað er stríðsáratónlist með blöndu af göml- um og nýjum dægurflugum, tónlist úr óperum og óperettum og nokkrum þjóðlögum. Lilja Eggertsdóttir er stjórnandi og píanóleikari, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir leikur á fiðlu og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa. Forsala miða: heklurnar@gmail.com Frítt fyrir börn yngri en 16 ára. Ekki tekið við greiðslukortum. Endilega … … hlustið á Heklurnar Heklurnar Fjallhressar söngkonur. tölvum og ýmiskonar snjalltækjum. Í dag notar fjöldi fólks snjallsíma til að lesa og skrifa og oftar en ekki er höfuðið fyrir framan bolinn í hangandi stöðu við þá iðju. Árið 2012 var gerð rannsókn Í tilefni Hönnunarmars verða í boði 25 blá epli sem Bjargey Ingólfs, iðjuþjálfi og hönnuður Bara, hefur hannað og er hvert eintak númerað. Bjargey segir að eplapúðarnir séu heilsu- og lífs- stílsvara, sérstaklega hönnuð til að styðja undir framhandleggina og henti því mjög vel þegar unnið er á APPLE-tölvur og snjalltæki ýmiskonar sem Macland hefur að bjóða. Hægt er að nota eplapúðann á mismunandi vegu til að hækka undir framhand- leggi og olnboga svo þægilegra sé að halda á snjallsíma í axlarhæð og ekki sé þörf á því að lúta höfði til að sjá skjáinn. Á undanförnum árum hafa birst greinar í íslenskum og erlendum fjöl- miðlum um alvarlegan stoðkerfis- vanda hjá fólki sem situr tímunum saman með bogið bak og háls yfir í HÍ á áhrifum af notkun eplapúðans frá Bara á vöðvavirkni í herðum við tölvuvinnu. Niðurstöður rannsókn- arinnar sýndi marktækt minni með- altalsvöðvavirkni í miðhluta axl- arvöðva þegar eplapúðinn var notaður sem framhandleggsstuðningur en án hans, fyrir bæði hægri og vinstri hendi. Góður stuðningur undir framhandleggina fyrir framan bolinn getur því haft mikið að segja þegar unnið er með höndunum. Auðvelt er að hagræða og laga ep- lapúðann að sér eins og hverjum og einum finnst best, til að létta þunga handleggjanna og minnka þannig tog á axlarliðina. Hönnunarmars kynnir 25 blá Bara-epli í APPLE-veröld Maclands á Laugavegi 23 Stuðningur undir framhandleggi getur haft mikið að segja þegar unnið er með höndunum Púði veitir stuðning. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Maturogmannlíf Verð frá á mann í tvíbýli – flug, hótel og mikill matur *Verð án Vildarpunkta 173.900 kr. Fararstjóri er Sigurlaug M. Jónasdóttir Flogið með Icelandair 163.900 kr.* Róm30.apríl –4.maí og 12.500 Vildarpunktar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.