Morgunblaðið - 14.03.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.03.2015, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Eggert Skeggjaðar konur Engan skal undra að þessi glæsilegi hópur hafi vakið aðdáun. F.v. Hrafnhildur Stefánsdóttir, Álfheiður M. Sívertsen, Kristín Þóra Harðardóttir, Halldóra Bjarkadóttir, Berglind Guðjónsdóttir, Valborg Guð- jónsdóttir, Auður Guðmundsdóttir, María Hallbjörnsdóttir, Arndís Arnardóttir, Sigríður Ásmundsdóttir og Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir. Fyrir framan krjúpa Ásdís Kristjánsdóttir og Hrafnhildur Stefánsdóttir. dag til að gleðja karlkyns vinnu- félagana, heldur ekki síst til að sýna samstöðu. „Við þekkjum margar einhvern sem hefur þurft að glíma við krabba- mein og við viljum við láta gott af okkur leiða í þessari baráttu. Við höfum allar sett inn myndir og skráð okkur í Mottumarskeppnina og ein okkar kvennanna, hún Ásdís, hefur reyndar safnað langflestum áheitum af okkur öllum starfsmönnunum í Skeggi atvinnulífsins. Við stefnum að því að safna dágóðri summu öll saman og Samtök atvinnulífsins munu leggja til mótframlag jafnhátt því sem við söfnum. Ekki veitir af að leggja verðugu verkefni lið, það er aldrei nægt fé til í baráttunni við krabbameinið.“ Stelpurnar í móttökunni Þær létu ekki sitt eftir liggja, Arndís og Valborg skemmtu sér vel í gær og svöruðu í símann með sín fögru yfirvaraskegg. Gleði Sigga og Þorgerður í hláturskasti, María og Arndís glotta að baki. Markmiðið hjá Skeggi atvinnu- lífsins er að safna 100.000 krón- um fyrir átakið í Mottumars og seinnipartinn í gær voru þau kom- in í 98.000 kr. svo það vantar ekki mikið upp á. Nú er lag að fara inn á slóðina Mottumars.is og slá inn Skegg atvinnulífsins í leitarhólfið þar og styrkja gott málefni. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015 Verð frá kr. 7.990.000,- 2.0 TDI quattro, sjálfskiptur Snjór. Frost. Ís. Skiptir engu! Audi Q5. Fullkominn fyrir íslenskar aðstæður. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · www.audi.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.