Morgunblaðið - 14.03.2015, Page 14
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Bréf Gunnars Braga Sveinssonar
utanríkisráðherra til fulltrúa Evr-
ópusambandsins mun ekki leiða til
þess að Ísland hætti að hafa stöðu
umsóknarríkis. Skilja mátti af frétt á
vef utanríkisráðuneytisins að mark-
mið bréfsins hefði annars vegar ver-
ið að árétta að ríkisstjórnin hefði
ekki í hyggju að sækjast eftir aðild
og hins vegar að fara þess á leit að
Ísland hætti að hafa stöðu umsókn-
arríkis.
Anca Paduraru, upplýsinga-
fulltrúi hjá stækkunardeild ESB,
segir aðspurð það ekki leiða af bréfi
Gunnars Braga að Ísland verði tekið
af lista yfir umsóknarríki.
Sé það vilji ríkisstjórnarinnar að
umsóknin verði dregin til baka þurfi
ríkisstjórnin að senda ráðherraráði
ESB bréf. Ráðið muni svo taka af-
stöðu til slíkrar beiðni.
Rifja má upp að 23. júlí 2009 af-
henti Össur Skarphéðinsson, þáver-
andi utanríkisráðherra, Carl Bildt,
sem þá var utanríkisráðherra Sví-
þjóðar og formaður ráðherraráðs
ESB, aðildarumsóknina. Ráðherra-
ráðið vísaði umsókninni svo til fram-
kvæmdastjórnar ESB og samþykkti
leiðtogaráð ESB loks að hefja skyldi
aðildarviðræður við Ísland.
Bréfið dugar ekki til
Paduraru segir reglurnar skýrar.
„Það eru í gildi reglur sem verður
að fylgja. Þegar Ísland sótti um að-
ild að Evrópusambandinu var viss-
um reglum fylgt. Ísland sótti um að-
ild til ráðherraráðsins. Ef ríkis-
stjórnin vill draga umsóknina til
baka þarf hún að fylgja vissum
reglum. Svona bréf dugar ekki til að
orðið verði við þeirri ósk. Það verður
að fylgja reglunum. Íslensk stjórn-
völd verða að snúa sér til ráðsins og
óska formlega eftir því að umsóknin
sé dregin til baka. Svo einfalt er það.
Hlutirnir ganga ekki þannig fyrir sig
að íslensk stjórnvöld geti farið þess
á leit að ekki verði lengur litið á Ís-
land sem umsóknarríki. Það verður
að fylgja reglunum og leita til ráð-
herraráðsins. Það myndi svo leita
umsagnar framkvæmdastjórnar
ESB og á grundvelli þess álits taka
ákvörðun í framhaldinu. Það er ekki
undir ráðinu komið að taka ákvörð-
un út frá bréfi þar sem segir að ekki
skuli lengur litið á Ísland sem um-
sóknarríki.“
Spurður út í það mat fulltrúa ESB
að Ísland hefði ekki formlega dregið
umsóknina um inngöngu í Evrópu-
sambandið til baka og að stjórnin
hefði aðeins frestað viðræðum í tvö
ár sagði Gunnar Bragi í samtali við
mbl.is að viðkomandi talsmaður
sambandsins „væri úti á túni“.
Það sem fram kæmi í bréfinu færi
ekki á milli mála. Þar væri óskað eft-
ir því að Ísland yrði ekki skilgreint
sem umsóknarríki enda ljóst að um-
sóknin hefði runnið sitt skeið á enda
og ríkisstjórnin andvíg ESB-aðild.
Reynt að flækja einfalt mál
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra var erlendis í gær.
Hann átti þess ekki kost að fara í
símaviðtal en sagði álit sitt á málinu í
gegnum tölvupóst síðdegis í gær.
,,Það er furðulegt hvað menn æsa
sig sumir og reyna að flækja mál
sem er í raun sáraeinfalt. Í fyrsta
lagi var það ekki Alþingi, og þaðan
af síður þjóðin, sem sótti um aðild að
Evrópusambandinu. Það var síðasta
ríkisstjórn sem gerði það og það
gerði hún með ýmsum fyrirvörum,
m.a. áskildu þau sér rétt til að slíta
viðræðunum á hvaða stigi sem væri.
Í öðru lagi studdi þvingaður meiri-
hluti síðasta þings umsóknina en nú-
verandi þing gerir það ekki. Verk-
beiðni síðasta þings til síðustu
ríkisstjórnar hefur augljóslega ekk-
ert gildi fyrir nýja ríkisstjórn. Ef sú
væri raunin gæti núverandi meiri-
hluti skuldbundið öll þing framtíðar.
Það væri augljóslega ekki lýðræðis-
legt,“ skrifar Sig-
mundur Davíð.
„Þá stendur
bara eftir spurn-
ingin: dettur ein-
hverjum í hug að
það sé sanngjarnt
að ætlast til þess
að núverandi rík-
isstjórn, sem er
alfarið andvíg að-
ild að Evrópu-
sambandinu, lýsi því yfir að hún vilji
sækjast eftir aðild og taki að sér að
klára það sem síðasta ríkisstjórn
sigldi í strand? Semsagt, finnst ein-
hverjum raunhæft að ætlast til þess
að ný ríkisstjórn láti stjórnast af
þvingaðri ályktun síðasta þings og
það meira að segja án þess að njóta
þeirra fyrirvara sem síðasta rík-
isstjórn þó tók sér þegar hún áskildi
sér rétt til að slíta hvenær sem væri.
Það er ekki heil brú í að halda því
fram að það hvíli enn meiri skylda á
nýrri ríkisstjórn sem er á móti aðild
en ríkisstjórninni sem sótti um og
sagðist geta slitið hvenær sem væri.
Gleymum því ekki að það að vera
umsóknarríki er yfirlýsing um vilja
til að ganga í ESB. Það vilja Íslend-
Bréf Gunnars
Braga breytir
ekki stöðu Íslands
Bréf ráðherrans leiðir ekki til afturköllunar umsóknar
Forsætisráðherra undrast hörð viðbrögð við bréfinu
Anca
Paduraru
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Birgir
Ármannsson
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015
H
a
u
ku
r
1
0
.1
4
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
brynhildur@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Jens Ingólfsson
rekstrarhagfræðingur,
jens@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson hrl.
lögg. fasteignasali,
sigurdur@kontakt.is
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Fyrirtæki með um 50-100 mkr. veltu í flotbryggjum sem smíðaðar eru
hér á landi. Hentar vel sem viðbót við rekstur aðila sem á t.d. í
viðskiptum við hafnir og sveitarfélög.
• Einkarekinn skóli með langa sögu og gott orðspor. Algeng námslengd
1-2 annir. Árlegur fjöldi nemenda um 700 og velta yfir 130 mkr.
• Stórt og vinsælt hostel á góðum stað í miðbæ Reykjavíkur. Góð velta
og afkoma.
• Hótel fasteignir í góðum rekstri. Um er að ræða 4.000 fermetra
fasteignir á frábærum stöðum. Góður leigusamningur við núverandi
rekstraraðila og góð yfirtakanleg lán hvíla á eignunum.
• Stór og vaxandi heildverslun með vörur fyrir stórmarkaði. Ársvelta
370 mkr. EBITDA 50 mkr.
• 30 herbergja vel búið íbúðahótel á góðum stað í Reykjavík.
EBITDA 25 mkr.
• Einn vinsælasti veitingastaðurinn í miðbæ Reykjavíkur.
EBITDA 45 mkr. Góð kaup fyrir rétta aðila.
• Þekkt innflutningsfyrirtæki með eldhús- og baðherbergisinnréttingar.
Ársvelta 120 mkr. og ört vaxandi.
• Heildverslun með sælgæti og kex. Ársvelta 75 mkr. Góð afkoma og
miklir vaxtamöguleikar.
Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is
Kínversk
handgerð list
· Vasar
· Diskar
· Lampar
· Pottar
· Tesett
· Myndir
o.m.fl.
Komdumeð flipann til okkar
2.000 kr.
inneign ef keypt er fyrir
10.000 kr. eðameyra.
Gildir til 31. mars
Aukablað alla
þriðjudaga
Leiðtogar stjórnarandstöðuflokka,
Árni Páll Árnason, Samfylkingu,
Katrín Jakobsdóttir, VG, Guð-
mundur Steingrímsson, Bjartri
framtíð, og Birgitta Jónsdóttir, Pí-
rötum, hafa ritað forystumönnum
stofnana ESB bréf í tilefni af bréfi
utanríkisráðherra í fyrradag.
Segir þar meðal annars að bréf-
ið hafi ekki verið rætt í utanríkis-
málanefnd Alþingis, líkt og lög
gera ráð fyrir þegar um meirihátt-
ar ákvarðanir í utanríkismálum er
að ræða. „Bréfinu hefur verið hald-
ið leyndu fyrir almenningi og um
það hafa ekki orðið umræður á Al-
þingi. Því er ekki hægt að líta svo á
að það breyti núverandi stefnu Al-
þingis allt frá 16. júlí 2009, heldur
ber aðeins að álíta það lýsingu á
afstöðu núverandi ríkisstjórnar.“
Þá skrifa þau að bréf utanríkis-
ráðherra hafi ekki áhrif á stöðu Ís-
lands gagnvart ESB.
Gagnrýna leyndarhyggju
FORYSTA STJÓRNARANDSTÖÐUNNAR RITAR ESB BRÉF