Morgunblaðið - 14.03.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015
BÆJARLÍFIÐ
Gunnlaugur Árnason
Stykkishólmur
Stykkishólmsbær, Matís og
Marigot Ltd hafa skrifað undir sam-
starfssamning um að nýta betur
sjávargróður í Breiðafirði. Á því
sviði eru mörg tækifæri til verð-
mætasköpunar. Ætlunin er að reisa
þangvinnslu í Hólminum þar sem
gert er ráð fyrir að framleiða verð-
mæti úr sjávarfangi. Undirbúningur
er þegar farinn af stað hjá sam-
starfsaðilum, því að mörgu er að
hyggja. Eitt af þeim atriðum er að
skipuleggja hafnarsvæðið við Skipa-
vík þar sem reksturinn er fyrirhug-
aður.
Ef allt gengur upp tekur þör-
ungavinnslan til starfa seinni hluta
næsta árs og mun skapa 10-15 heil
störf í bæjarfélaginu.
Hólmarar hafa sýnt frumkvæði í
umhverfismálum. Árið 2008 hófst
flokkun á heimilissorpi og á síðasta
ári var farið af stað með átak að nota
ekki burðarplastpoka við verslun.
Árangurinn hefur verið mjög
góður. Árið 2007 voru urðuð 533
tonn af heimilissorpi sem var 63% af
sorpinu og 37% fór í endurvinnslu. Í
fyrra fóru 188 tonn í urðun sem er
34% og endurvinnsluhlutinn kominn
upp í 66%. Þannig hefur sorpurðun
frá Hólmurum minnkað um 300 tonn
á sex árum. Sveitarfélagið hyggst
gefa út nýjan bækling um sorphirðu
sem verður dreift í hvert hús þar
sem hvatt er til að gera enn betur.
Íslenskur æðardúnn ehf. er
að byggja myndarlegt hús í mið-
bænum fyrir starfsemi sína. Að sögn
Erlu Friðriksdóttur er stefnt á að
opna Æðarsetrið í vor eða sumar. Á
jarðhæð verður sýningarsalur þar
sem gestir fá fræðslu um æðarfugl-
inn og æðardúnstekju á Íslandi í
gegnum aldirnar. Félagið hefur ver-
ið í samstarfi við Náttúrustofu Vest-
urlands og Rannsóknarsetur Há-
skólans um öflun fræðsluefnis. Þá
verða til sölu vörur framleiddar úr
íslenskum æðardúni. Nú er verið að
innrétta húsnæðið. Innréttingar
verða að hluta til úr rekavið, en
hann er enn norður á Ströndum
undir snjó.
Katólska kirkjan er að hefja hót-
elrekstur í Stykkishólmi í vor.
Kirkjan keypti hluta af sjúkra-
húsbyggingunni er áður hýsti leik-
skólann.
Miklar endurbætur á húsnæð-
inu standa yfir og er fjöldi iðn-
aðarmanna að störfum. Hótelið er
20 herbergi með 50 rúmum. Auk
þess verða þrír salir til ráðstefnu-
halds. Hótelið er fyrst og fremst
ætlað katólsku fólki og almennum
gestum þegar laust er.
Katólska reglan hefur keypt
einbýlishús fyrir nunnurnar sem hér
starfa og annast kristilega fræðslu.
Stykkishólmur er vinsæll
ferðamannabær. Þess er farið að
gæta að vorið nálgast og ferðamönn-
um fjölgar sem gera sér ferð í Hólm-
inn. Veitingastaðir hafa verið opn-
aðir eftir vetrarlokun. Lokunin
hefur haft neikvæð áhrif á ferða-
þjónustuna í vetur. Bókun hjá gisti-
stöðum hefur verið mjög góð fyrir
næstu mánuði og greinilega mikill
vöxtur í ferðaþjónustunni.
Mikil þorskgengd hefur verið í
Breiðafirði síðustu vikur og hefur
verið góð veiði í öll veiðarfæri. Neta-
bátar hafa lagt netin að morgni og
vitjað um nokkrum tímum síðar og
árangurinn mjög góður. Á síðustu
árum hefur ekki fiskast eins vel á
línu á þessum tíma. Þannig hefur
bátur í krókakerfinu landað 85 tonn-
um í síðustu sex veiðiferðum. Önnur
breyting er sjáanleg. Mun minna af
ýsu er nú á grunnslóð og hefur hún
fært sig á aðrar slóðir.
Menningarhátíðin Júlíana var
haldin í lok febrúar. Þar var í boði
fjölbreytt dagskrá í þrjá daga. Á
bókmenntasviði voru tekin fyrir
verk er tengjast konum. Að þessu
sinni var viðfangsefni hátíðarinnar
minningar – sannar og ósannar. Hér
var um að ræða mjög gott framtak
sem vonandi verður árviss við-
burður í skammdeginu.
Þörungavinnsla mun skapa
10 -15 störf í Stykkishólmi
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Æðarsetur Íslands Nýbygging sem tekur sig vel út með gömlu húsunum í miðbæ Stykkishólms.
Tilkynning
um framboðsfrest
til stjórnarkjörs
Félag tæknifólks í rafiðnaði
Samkvæmt 32. gr. laga Félags tæknifólks í rafiðnaði
skal fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör
stjórnar og trúnaðarráðs.
32. gr.
Stjórn félagsins skal einum mánuði fyrir aðalfund ár hvert auglýsa
frest til framboðs í trúnaðarstöður samkvæmt 22. gr.
Framboðsfrestur skal vera minnst 14 sólarhringar fyrir aðalfund
og skal tillögum skilað til kjörstjórnar RSÍ innan þess tíma.
Með hliðsjón að framansögðu tilkynnist hér með að
framboðsfrestur hefur verið ákveðinn til kl. 12.00
miðvikudaginn 8. apríl 2015 og ber að skila
tillögum ásamt meðmælendum fyrir þann tíma á
skrifstofu félagsins.
Reykjavík 13. mars 2014.
Stjórn Félags tæknifólks í rafiðnaði
Veiðisafnið á Stokkseyri heldur ár-
lega byssusýningu sína um helgina,
14.-15. mars, í samvinnu við versl-
unina Vesturröst.
Jóhann Vilhjálmsson byssu- og
hnífasmiður verður á staðnum með
úrval af smíðisgripum sínum, bæði
hnífum og byssum, til sýnis. Einnig
mun Stefán Haukur Erlingsson út-
skurðarmeistari sýna útskorin riff-
ilskefti og fleira sem hann hefur
skreytt.
Þá verður einnig opnuð sýning á
skotvopnum og öðrum munum úr
eigu tveggja látinna veiðimanna,
þeirra Sveins Einarssonar (1917-
1984) veiðistjóra og Sigmars B.
Haukssonar (1950-2012), fyrrver-
andi formanns Skotveiðifélags Ís-
lands.
Sveinn var fyrsti veiðistjóri
landsins og gegndi því embætti í 26
ár. Hann var veiðimaður og frum-
kvöðull í ýmsu er laut að minka- og
refaveiðum. Sigmar var veiðimaður
og baráttumaður fyrir hag skot-
veiðimanna og efldi mjög opinbera
umræðu um skotveiðar með áhuga
sínum á málefninu.
Veiðisafnið verður opið frá
klukkan 11.00 til 18.00 báða dag-
ana.
gudni@mbl.is
Baráttumaður Sigmar B. Hauksson
var ötull formaður Skotvís.
Fyrsti veiðistjórinn Sveinn Ein-
arsson frá Miðdal.
Fjölbreytt skotveiðisýning
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Fulltrúar fjölmargra fyrirtækja og
atvinnugreina kynna ungu fólki
möguleika til náms og vinnu á
Starfamessu Suðurlands 2015 sem
verður í Fjöl-
brautaskóla Suð-
urlands á Selfossi
næstkomandi
fimmtudag, 19.
mars. Þar verða
meðal annars
kynnt tækifæri
sem bjóðast í
iðn-, starfs- og
tæknigreinum en
samkvæmt könn-
un vantar at-
vinnurekendur á Suðurlandi fólk
með slíka menntun, enda þykir ungt
fólk ekki gefa þeim þann gaum sem
vert er.
„Starfamessan er samfélagslegt
verkefni sem vonandi skilar Sunn-
lendingum sterkari inn í framtíð-
ina,“ segir Sigurður Þór Sigurðsson,
formaður Atorku - samtaka atvinnu-
rekenda á Suðurlandi. Þau samtök
standa að þessum viðburði ásamt
Samtökum sunnlenskra sveitarfé-
lagameð þátttöku grunnskóla á
svæðinu frá Þorlákshöfn að Horna-
firði. Einnig koma Háskólafélag
Suðurland, Fjölbrautaskóli Suður-
lands og Menntaskólinn að Laug-
arvatni að málinu.
Ná traustu jarðsambandi
Reiknað er með að allt að 1.200
nemendur úr 9. og 10. bekk grunn-
skóla og af 1. og 2. ári í framhalds-
skólum á Suðurlandi mæti á sam-
komuna sem hefur verið lengi í
undirbúningi. Starfskynningar sam-
bærilegar þeirri sem nú stendur fyr-
ir dyrum hafa lengi tíðkast, hver
með sínum brag. Á Suðurlandi verð-
ur sá háttur hafður á að fyrirtækin
koma beint að málum og leggja til
leiðsögn og kynningarefni. „Með
þessu fyrirkomulagi vonumst við til
að ná traustu jarðsambandi við
krakkana og beinum tengingum
milli atvinnulífsins og skóla,“ segir
Sigurður Þór.
Þegar liggur fyrir að fulltrúar um
30 starfsgreina og fyrirtækja mæta
til starfamessu og kynna þar sig og
sitt. Hægt verður að fræðast um
nám í járniðnum, bakaraiðn, sjávar-
útvegi, landbúnaði, fjölmiðlun, smíð-
um, rafmagnsgreinum, upplýs-
ingatækni, prentverki,
matvælaiðnaði og fleira.
Reyna að snúa þróun við
„Jú, vissulega hefur það snert at-
vinnulífið hér á Suðurlandi að ungt
fólk með starfs- og tæknimenntun
hefur flutt af svæðinu og aðrir hafa
takmarkaða framhaldsmenntun að
baki. Núna reynum við að snúa
þeirri þróun við. Erum að treysta
undirstöður að öflugra sunnlensku
samfélagi til framtíðar litið,“ segir
Sigurður Þór sem lengi fram-
kvæmdastjóri í stóru byggingafyr-
irtæki, seinna bankamaður og er nú
starfandi stjórnarformaður Tölvu-
og rafeindaþjónustu Suðurlands.
Vilja tengingu milli
atvinnulífs og skóla
Starfamessa á Suðurlandi Ungt
fólk og fyrirtækin Iðnir og tækni
Atvinnulíf Iðnaðurinn þarf fagfólk.
Í röraverksmiðju Sets á Selfossi.
Sigurður Þór
Sigurðsson