Morgunblaðið - 14.03.2015, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015
VIÐTAL
Malín Brand
malin@mbl.is
Norrænir menn báru með beinum
hætti ábyrgð á falli Rómaveldis árið
476 eftir Krist og loks er ráðgátan
um fall þess ráðin eftir því sem fram
kemur í nýútkominni bók fræði-
mannsins William B. Williams um
uppruna norrænna manna. Þar er
ekki eingöngu
varpað ljósi á fall
heimsveldisins
sem lengi hefur
verið sveipað
nokkurs konar
dulúð heldur sýn-
ir Williams líka
fram á hver Óð-
inn sjálfur var og
hvernig ætt-
bálkur hans
dreifðist frá Norðurlöndum til ann-
arra heimsálfa. Bókin The Origin of
the Scandinavians er talin líkleg til
að breyta mannkynssögunni í
grundvallaratriðum og veitti höf-
undur hennr Morgunblaðinu viðtal í
vikunni þegar hann var staddur á Ís-
landi, landi Snorra Sturlusonar.
Óbilandi áhugi á upprunanum
Þrjátíu og níu ára gamall ákvað
hinn bandaríski Williams að snúa
sér alfarið að hugðarefnum sínum og
sökkva sér ofan í rannsóknir á
mannkynssögunni. Það sem hann
hefur komist að og útlistar skil-
merkilega í bók sinni er afrakstur
tuttugu ára rannsóknarvinnu. Bóka-
útgáfan Sögur gefa út og liggur
beint við að spyrja hvers vegna lítil
útgáfa uppi á Íslandi hafi orðið fyrir
valinu þegar kom að útgáfu bókar
sem mögulega kann að breyta
heimsmyndinni?
„Jú, sjáðu til. Ég kom fyrst til Ís-
lands árið 1970 og hef á árunum sem
síðan eru liðin verið svo lánsamur að
hafa heimsótt 167 lönd. Ég hef mik-
inn áhuga á uppruna þjóða og sögu
mannsins. Því er ekki að undra að
mannfræðin hafi höfðað sterkt til
mín,“ segir Williams. Blaðamaður
óttast að hann hafi misskilið spurn-
inguna um útgáfuna hér á Íslandi en
það er ástæða fyrir því að Williams
fer þessa leið að kjarna málsins.
Hann er góður sögumaður og kann
eins og margir fræðimenn að vekja
forvitni áheyrenda. „Á þessum
ferðalögum hef ég til dæmis búið á
meðal hausaveiðara í Borneó. Ætli
það séu ekki hin ýmsu skilyrði sem
mennirnir búa og forsendur lífsins
sjálfs sem heilla mig og mig langar
til þess að skilja hvers vegna skil-
yrðin geta verið svona marg-
breytileg.“
Ástæða þess að bókin kom út hér
á landi er einfaldlega sú að Williams
vildi heiðra Snorra Sturluson en eins
og vikið verður að innan skamms
kom Snorri Williams á sporið í leit-
inni að upprunanum.
Tenging við Rússland og Róm
Árið 1995 skrifaði Williams bók-
ina Future Perfect Present Empo-
werment: A Road Map for Survival
into the 21st Century og fjallar hún
að hluta til um uppgang samfélaga
og hnignun þeirra og þær ástæður
sem kunna að liggja að baki. „Ég
þurfti auðvitað að hafa greinargóða
mynd af Rómaveldi, uppgangi þess
og hnignun og ástæður þess að sum-
ir germanskir ættflokkar hreinlega
liðu undir lok og hverjir gerðu at-
lögu að þeim,“ segir Williams og nú
er hann kominn að tengingunni við
Ísland. „Fyrir tuttugu árum síðan
rölti ég inn í verslun Eymundsson
og rakst þar á Heimskringlu Snorra.
Aldrei fyrr hafði ég heyrt minnst á
Snorra Sturluson og vissi ekkert um
Heimskringlu en sá að þessi bók frá
þrettándu öld átti beint erindi við
mig. Á fyrstu átta síðunum í Yng-
lingasögu er fjallað um Óðin, Þór og
fólksflutninga frá ársvæðinu Don í
Rússlandi. Þar er sagt frá uppruna
konunga og höfðingja og því hvernig
ættirnar þeirra kvísluðust í hinar
ýmsu áttir. Ég áttaði mig á að í þess-
ari sögu Snorra væru undirliggjandi
sannindi,“ segir Williams og bætir
við að hann hafi velt þessu töluvert
fyrir sér í fyrstu því sjaldnast er
uppruna ættkvísla lýst í smáatriðum
í fornum ritum. „Þarna er söguleg
nákvæmni sem Snorri leitaðist við
að gera skil. Þess vegna hóf ég ná-
kvæmar rannsóknir,“ segir Williams
og um skeið var Bodleian bókasafnið
í Oxford annað heimili hans. „Þar
hafði ég aðgang að úrvali handrita
og tuttugu árum síðar er ég kominn
með niðurstöður rannsóknanna.“
Mannkynssagan endurskoðuð?
Williams fer ekki í grafgötur með
það að hann hafi ekki verið lengi að
átta sig á því að niðurstöður rann-
sókna sinna á uppruna norrænna
manna myndu kollvarpa hug-
myndum manna um uppruna þjóða
og sjálfri sögunni. „Margir hafa
haldið því fram að skýringar Snorra
Sturlusonar á uppruna ættflokka
séu hreinn uppspuni. Þegar annað í
Heimskringlu er vel unnið, vandað
og sett fram á fræðilegan hátt, af
hverju í ósköpunum ætti hann þá að
hafa skáldað fyrstu átta síðurnar og
teflt þar með mannorði sínu í
hættu?“ Það er áhugaverð spurning
sem á sannarlega rétt á sér. Willi-
ams bendir á að á þessum tíma hafi
Íslendingum enn verið eigin uppruni
í fersku minni og vitneskjan um
hann verið almenn. „Ég kemst að
þeirri niðurstöðu sem ég greini frá í
bókinni að Snorri hafi skrifað niður
söguna um uppruna ættflokkanna
skömmu áður en þekkingin hvarf,
meðal annars vegna innreiðar
kristninnar,“ segir hann. Hann segir
að þjóðsögur hverfi þó ekki svo
skyndilega þrátt fyrir að stofnanir á
borð við kristnu kirkjuna hefðu vilj-
að útrýma þeim. „Hann hefði hrein-
lega ekki getað spunnið upp þessa
sögu því lesendur verka hans hefðu
brugðist ókvæða við og umsvifalaust
stimplað hann sem lygara.“
Skýringar Williams á uppruna
norrænna manna ganga þvert á það
sem fjölmargir fræðimenn hafa sýnt
fram á með fjölmörgum rann-
sóknum en Williams er viss í sinni
sök. „Ég er í sambandi við fjölmarga
fræðimenn og er nú þegar byrjaður
að senda þeim eintök af bókinni
þannig að það mun ekki líða á löngu
þar til bókin mun hrista upp í fræða-
heiminum. Ég ætla rétt að vona að
umræðan verði til þess að breyta
sögu mannkyns því það er virkilega
þörf á því og Snorri var með ein-
dæmum nákvæmur,“ segir Willi-
ams.
Æsir og Asía
Williams hefur kortlagt ferðir
germanska ættflokksins og segir að
Germanir hafi ekki farið til Norð-
urlanda fyrr en á fyrstu öld f. Kr.
Hann hefur rakið sögu þeirra allt
aftur til ársins 4.200 f.Kr þegar
fyrstu indóevrópumennirnir fluttust
til Suðaustur-Evrópu þar sem Búlg-
aría og Rúmenía eru í dag og bland-
ast smám saman semísku bænd-
unum sem komu löngu fyrr úr
austri. Þaðan rekur Williams hvern-
ig þeir blönduðust enn frekar og
fóru til Anatólíu í Tyrklandi. Þar
Norrænir menn felldu Rómaveldi
Lausnir á ráðgátum sögunnar gerðar opinberar í nýrri bók um uppruna norrænna manna
Höfundur segir að niðurstöðurnar geti breytt sjálfri sögunni og hrist verulega upp í fræðimönnum
Morgunblaðið/Eggert
Höfundurinn William B. Williams fræðimaður hefur síðustu tuttugu árin kortlagt sögu norrænna manna æði langt aftur og komist að sláandi niðurstöðu.
Það sem Williams
leggur til
» DNA-sýni verði fengin úr
grafreitum ættbálks Óðins í
Ust-Labinskaya í Rússlandi.
» Ný fornleifarannsókn verði
gerð í Fornsigtuna og DNA-sýni
fengin þaðan.
» Gerður verði samanburður á
DNA auk þess sem súrefn-
issamsætur í glerungi tanna
sem þar kunna að finnast verði
greindar.
Tökum að okkur trjáklippingar,
trjáfellingar og stubbatætingu.
Vandvirk og snögg þjónusta.
Sími 571 2000
www.hreinirgardar.is