Morgunblaðið - 14.03.2015, Blaðsíða 24
AFP
Stærsta tunglið Teikning af segul-
ljósum á tunglinu Ganýmedesi.
Vísindamenn hafa fundið merki um
að allt að hundrað kílómetra djúpt
haf sé að finna undir ísskorpu Ga-
nýmedesar, stærsta tunglsins í sól-
kerfinu. Ganýmedes er eina tunglið í
sólkerfinu sem er með segulsvið en
það eru meðal annars mælingar á
því sem hafa gert mönnum kleift að
rannsaka hafið.
Hópur vísindamanna undir for-
ystu Joachim Saur við Kölnarhá-
skóla í Þýskalandi beindi Hubble-
geimsjónaukanum að Ganýmedesi,
sem er eitt tungla Júpíters, til að
fylgjast með segulsviðinu. Segulsvið
Ganýmedesar myndar segulljós á
báðum pólum tunglsins (norður- og
suðurljós) sem hægt er að mæla og
ljósmynda með geimsjónaukum eins
og Hubble. Þar sem Ganýmedes er
innan segulsviðs Júpíters geta
segulljósin á Ganýmedesi breyst
samhliða breytingum á segulsviði
Júpíters og riðað eða vaggað fram
og aftur, að því er segir í frétt á
Stjörnufræðivefnum.
Ef salt haf væri að finna innan í
Ganýmedesi myndi segulsvið Júpí-
ters mynda aukasegulsvið í hafinu
sem vægi á móti segulsviði Júpíters.
Þessi „segulsviðsnúningur“ drægi
úr riði segulljósanna á Ganýmedesi.
Mælingar vísindamannanna
leiddu það einmitt í ljós. Fyrir vikið
drógu þeir þá ályktun að innan í Ga-
nýmedesi væri að finna haf sem
verkar svo sterkt á móti segulsviði
Júpíters að segulljósin á tunglinu
riða eða vagga um aðeins 2 gráður í
stað 6 gráða ef ekkert segulsvið væri
til staðar.
Útreikningar vísindamannanna
benda til þess að hafið sé um 100 km
djúpt – 10 sinnum dýpra en dýpstu
höf jarðar – undir 150 km þykkri
hnattrænni íshellu, að því er fram
kemur á stjörnufræðivefnum,
stjornufraedi.is.
Saltur sjór á
Ganýmedesi
Haf á stærsta tungli í sólkerfinu
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015
Heildarlosun koltvísýrings hélst óbreytt í heiminum á síðasta
ári frá árinu áður, samkvæmt nýjum gögnum frá Alþjóðaorku-
málastofnuninni (IEA). Þetta er í fyrsta skipti í 40 ár sem árleg
losun koltvísýrings eykst ekki þótt hagvöxtur aukist.
Losunin nam 32 gígatonnum árið 2014 og var sú sama og ár-
ið áður. „Þetta eru bæði gleðileg tíðindi og mikilvæg,“ hefur
fréttavefur breska ríkisútvarpsins eftir aðalhagfræðingi Al-
þjóðaorkumálastofnunarinnar, Fatih Birot. Hann kvaðst vona
að þetta yrði til þess að skriður kæmist á samningaviðræður
um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum í
heiminum. „Það ætti alls ekki að nota þessar góðu fréttir sem
afsökun til að hindra frekari aðgerðir,“ sagði Maria van der
Hoeven, framkvæmdastjóri IEA.
Rakið til breytinga í Kína
Að sögn BBC rekja sérfræðingar þetta einkum til breytinga
á orkunotkun í Kína og aðildarríkjum Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar, OECD. Þeir benda meðal annars á að dregið
hefur úr notkun kola í Kína, auk þess sem Kínverjar hafa gert
ráðstafanir til að minnka loftmengun, bæta orkunýtinguna og
nýta endurnýjanlega orkugjafa.
Heildarlosun koltvísýrings
hélst óbreytt á síðasta ári
EPA
Losunin jókst ekki Mengun frá verksmiðju í kín-
versku borginni Qian’an í norðurhluta Kína.
Palestínsk börn í bænum Beit Hanun á Gaza-svæðinu
leika sér í rústum húsa sem eyðilögðust í lofthernaði
Ísraela í 50 daga stríði Ísraelshers og Hamas-
samtakanna í sumar sem leið. Um það bil 2.200 Gaza-
búar, þeirra á meðal 513 börn, biðu bana í loftárásum
Ísraelshers. 66 hermenn og sex óbreyttir borgarar,
þeirra á meðal barn, létu lífið í flugskeytaárásum
Hamas-manna.
AFP
Börn að leik í húsarústunum
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Sænskur saksóknari í máli Julians
Assange, stofnanda WikiLeaks,
bauðst í gær til að yfirheyra hann í
Lundúnum um ásakanir tveggja
kvenna sem saka hann um nauðgun
og kynferðisofbeldi.
Einn lögmanna Assange, Per
Samuelsson, fagnaði tilboðinu. „Hann
samþykkir þetta,“ sagði lögmaðurinn
og bætti við að Assange væri ánægð-
ur með þessi tíðindi.
Saksóknarinn, Marianne Ly, hafði
áður hafnað þeim möguleika að yfir-
heyra sakborninginn í Lundúnum.
Assange neitar sakargiftunum.
Hann leitaði hælis í sendiráði Ekva-
dors í Lundúnum í júní 2012, þegar
hann hafði leitað allra lagalegra leiða
til að koma í veg fyrir framsal til Sví-
þjóðar, og hefur dvalið í sendiráðinu
síðan. Hann telur að handtökuskipun-
in sé yfirskin, að Svíar ætli að fram-
selja hann til Bandaríkjanna þar sem
WikiLeaks hefur valdið usla með birt-
ingu fjölda leyniskjala bandarískra
yfirvalda. Fyrrverandi hermaður,
Chelsea Manning, afplánar nú 35 ára
fangelsisdóm í Bandaríkjunum fyrir
að hafa lekið leyniskjölum til Wiki-
Leaks.
Vill taka DNA-sýni
Marianne Ny kvaðst í gær vilja
yfirheyra Assange í sendiráði Ekva-
dors í Lundúnum vegna þess að sam-
kvæmt sænskum lögum rennur fyrn-
ingarfresturinn í öðru kynferðis-
brotamálanna út í ágúst næst-
komandi. Hún kvaðst einnig vilja taka
DNA-sýni af Assange í sendiráðinu.
Önnur kvennanna sakar Assange
um kynferðisofbeldi og samkvæmt
lögunum hafa sænsk yfirvöld frest til
ágúst til að hefja saksókn í því máli.
Hin konan sakar Assange um nauðg-
un og í því máli rennur fresturinn út
árið 2020.
Marianne Ny sagði að hún hefði
alltaf verið þeirrar skoðunar að það
drægi úr gildi yfirheyrslunnar ef rætt
yrði við Assange í sendiráðinu. Ef
hann yrði ákærður þyrfti hann að
vera viðstaddur réttarhöldin í Sví-
þjóð. „Ég er enn þessarar skoðunar,“
sagði Ny en bætti við að hún teldi
nauðsynlegt að fallast á yfirheyrslu í
Lundúnum vegna fyrningarfrestsins.
Lögmaður annarrar kvennanna
hvatti sænska saksóknara til að yfir-
heyra Assange eins fljótt og mögulegt
væri til að tryggja að hægt yrði að
hefja saksóknina áður en fyrningar-
fresturinn rennur út.
Vill yfirheyra
Assange í
Lundúnum
Fyrningarfrestur í öðru kynferðis-
brotamálanna rennur út í ágústmánuði
„Það er svívirðilegt að það skuli
hafa tekið sænsk yfirvöld fjögur
og hálft ár að komast að þessari
niðurstöðu,“ hefur fréttaveitan
AFP eftir Kristni Hrafnssyni,
talsmanni WikiLeaks. „Öll þessi
saga er svartur blettur á orð-
spori Svíþjóðar í mannréttinda-
málum. Það er kominn tími til
að yfirvöldin horfist í augu við
þetta og falli algerlega frá mál-
inu.“
„Svívirðilegt“
Sakborningur Assange neitar sök.
YFIRVÖLDIN GAGNRÝND