Morgunblaðið - 14.03.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.03.2015, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrirkomu-lagumönn- unar aldraðra stefnir í óefni. Langir biðlistar eru eftir vist á hjúkrunarheim- ilum og aldraðir, sem eiga við fleiri en eitt vandamál að stríða, velkjast um í kerfinu. Í Morgunblaðinu í gær var rætt við Pálma V. Jónsson, yfirlækni öldrunarlækninga á Landspítala – Háskóla- sjúkrahúsi, um stefnumótun í þessum málum hér á landi. Pálmi vitnaði í viðtalinu í Samir Sinha, yfirmann öldr- unarlækninga og prófessor við læknadeildir Torontohá- skóla og John Hopkins- háskóla, sem hélt erindi á Landspítalanum í liðinni viku og lýsti umbyltingu á þjón- ustu við eldra fólk á Mt. Sinai-sjúkrahúsinu í Toronto. Pálmi segir í viðtalinu að í öldrunarmálum eigi að leggja höfuðáherslu á að styðja fólk til sjálfstæðrar búsetu. „Við megum ekki láta hug- myndina um að byggja fleiri hjúkrunarrými yfirtaka allt annað,“ segir hann. „Sú hugsun er orðin útbreidd að það sé eitthvert línulegt samband á milli fjölda aldr- aðra og þarfarinnar fyrir hjúkrunarrými. Auðvitað þurfa margir á þeim að halda, en þau eru aftur á móti ekki það sem allir vilja og við megum ekki líta á nú- verandi ástand sem náttúru- lögmál. Hvern dreymir um dvöl á hjúkrunarheimili?“ Þetta er vitaskuld rétt hjá Pálma og margt er gert til þess að auðvelda öldruðum að dvelja heima hjá sér og veita þeim aðstoð. Það er mikilvægt að fólk geti verið heima eins lengi og það er fært um það, en um leið er jafn brýnt að þeirra bíði úr- ræði sem ekki eru lengur færir um að búa heima hjá sér. Sinha benti hins vegar á lykilatriði í áðurnefndu er- indi, sem skoða þyrfti ræki- lega hér á landi. Hann sagði að fyrir hvern dag sem aldr- aður einstaklingur lægi á bráðasjúkrahúsi þyrfti tvo daga í endurhæfingu og því útskrifaðist þriðjungur aldr- aðs fólks með sömu eða lak- ari færni en þegar það lagð- ist inn. Hann bætti við að af þessu leiddi langar sjúkra- húslegur, tíðar endur- innlagnir og auknar líkur á dvöl á hjúkrunarheimili. Þetta hefði einnig snarauk- inn kostnað í för með sér. Það blasir við að Sinha hefur rétt fyrir sér. Sagt er að fólk í fullu fjöri þurfi að stunda æfingar af einhverjum toga þrisvar í viku ætli það að halda sér við og oftar vilji það bæta sig. Það sama hlýtur að eiga við um aldraða og mætti jafnvel ætla að aldrað fólk þurfi að leggja meira á sig en hinir yngri til að ná fyrri styrk eftir sjúkrahúslegu. Áherslur í heilbrigðiskerfinu bera því þó ekki vitni að svo sé. Vissulega vinna læknar, hjúkrunarfræðingar og ann- að heilbrigðisstarfsfólk af fagmennsku og metnaði, en álagið er mikið og alltaf bíð- ur einhver, sem er í meiri þörf fyrir umönnun en ein- hverjir þeirra sem fyrir eru. Þannig skapast þrýstingur á að senda fólk heim um leið og þess er nokkur kostur, oft án þess að vandi sjúklingsins hafi verið leystur og í raun sé aðeins spurning um tíma hvenær hann snúi aftur á bráðamóttökuna. Vandanum hefur bara verið ýtt til hliðar í bili. Ummæli Pálma og þær hugmyndir, sem Sinha kynnti í erindi sínu, eiga því fullt erindi. Pálmi bendir í viðtalinu á að sjúkrahús séu fyrst og fremst skipulögð með tilliti til einstakra sjúk- dóma og viðfangsefna. „Þau eru ekki skipulögð í sam- ræmi við raunveruleika eldra fólks með flókin veikindi,“ segir hann og bætir við: „Þessu þarf að breyta.“ Brotalamir er víða að finna í íslensku heilbrigðiskerfi. Biðlistar lengjast að óþörfu vegna þess að aðgerðum er slegið á frest þótt bolmagn sé til að gera þær. Fátt hef- ur verið meira rætt en heil- brigðismálin. Í þeirri umræðu má heil- brigðisþjónusta aldraðra ekki verða afgangsstærð. Pálmi greinir frá því í við- talinu að nú sé unnið að stofnun sérstaks öldrunar- teymis á LSH í anda hug- myndanna, sem Sinha kynnti um aldursvæna bráða- móttöku. Hann talar um að Sinha hafi borið með sér ferska vinda. Það er kannski komið nóg af roki í vetur, en vonandi lægir þessa vinda ekki strax því að ekki er van- þörf á umbótum í heilbrigð- isþjónustu við aldraða hér á landi. Starfsemi sjúkra- húsa þarf að miða við þarfir aldraðs fólks með flókna sjúkdóma} Heilsa aldraðra Þ egar MacArthur Wheeler fór fram úr rúminu einn sólríkan morgun árið 1995 hafði hann ekki hugmynd um að heimska hans myndi hafa mikil áhrif á rannsóknir á sviði sál- fræði. Eðlilega, því Wheeler þessi er með ein- dæmum heimskur maður. Þennan dag ætlaði Wheeler nefnilega að ræna banka. Til að koma í veg fyrir að örygg- ismyndavélar næðu mynd af andliti sínu þakti hann andlitið í sítrónusafa. Wheeler hafði nefnilega heyrt að hægt væri að nota sí- trónusafa sem ósýnilegt blek, og dró því, rang- lega, þá ályktun að sítrónusafi hefði þau áhrif að hlutir yrðu ósýnilegir eða ógreinilegir. Þegar lögregla hafði hendur í hári hans inn- an klukkustundar, eftir að hafa birt upptökur úr örygg- ismyndavélum bankanna í öllum fréttatímum, varð Whee- ler mjög hissa. „En … en ég notaði safann,“ muldraði hann þegar hann var færður í járn. Þessi ótrúlega heimska var öllum ljós, nema aumingja Wheeler, því hann var of heimskur til að átta sig á eigin heimsku. Þetta fékk sálfræðingana David Dunning og Justin Kruger við Cornell-háskóla til að velta því fyrir sér hvort heimskt fólk væri svo heimskt að það gerði sér hreinlega ekki grein fyrir eigin heimsku. „Getur verið,“ hugsuðu þeir, „að til þess að fólk átti sig á hvar fólk raunverulega stendur, þá þurfi það lágmarks- færni á því sviði, með þeim afleiðingum að þeir sem eru fullkomlega ómeðvitaðir um eigin vanhæfni hafa ekki for- sendur til að átta sig á eigin vanhæfni?“ Niðurstöður þeirra bentu svo sannarlega til þessa, og hafa áhrifin verið kölluð „Dunning- Kruger effect“. Heimskt fólk er svo heimskt að það veit í mörgum tilvikum ekki hvað það er heimskt og er þess vegna svona heimskulegt. Það sama, nema með öfugum formerkjum, kom hins vegar í ljós þegar þeir könnuðu klárt fólk. Hæfileikaríkt og klárt fólk lifir nefnilega við svipaða bjögun á mati á eigin hæfileikum, getu og greind. Þannig kom í ljós að þeir sem standa betur að vígi eiga það til að hvort tveggja vanmeta eigin getu og ofmeta getu allra annarra. „Það sem mér finnst auðvelt, það hlýtur öllum öðrum í kringum mig líka að finnast auðvelt, er það ekki?“ Þetta veldur því að þeir sem á annað borð vita eitthvað um hlutina efast stanslaust um eigin þekkingu, á meðan flónin gaspra fram og til baka um allt og ekkert, haldandi sig klárasta flónið í herberginu. Blessunarlega kom þó í ljós að þeir allra- heimskustu áttuðu sig fljótt á eigin heimsku þegar þeim var bent á hana og fengu lágmarksþjálfun á því sviði. Þetta gerir það að verkum að þeir vitlausustu eru líkleg- astir til að hafa sig í frammi um atriði sem eru ofar þeirra skilningi, á meðan þau sem þó hafa þokkalega þekkingu á tilteknum sviðum efast um eigin vitneskju og halda sig til hlés, og standa jafnvel í þeirri trú að vitleysan sem vellur upp úr heimskingjanum eigi erindi við viðfangsefnið, þeg- ar raunin er sú að breimandi köttur væri marktækari. gunnardofri@mbl.is Gunnar Dofri Pistill Heimska veldur blindu á heimsku STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Einkunnir í samræmdu próf-unum síðasta haust voruoftast hæstar í Kópavogiþegar niðurstöður próf- anna í fjölmennustu sveitarfélög- unum eru skoðaðar. Árborg er það af fjölmennustu sveitarfélögunum þar sem einkunnir eru oftast lægstar. Námsmatsstofnun flokkar ein- kunnir í samræmdu prófunum í háar, miðlungs- og lágar einkunnir. Þetta kemur fram í skýrslu stofnunarinnar um samræmd próf í 4., 7. og 10. bekk haustið 2014. Einkunnirnar eru normaldreifð- ar á bilinu 0 - 60, þar sem heildarmeð- altalið er 30. Samkvæmt flokkun Námsmatsstofnunar teljast 25% hæstu einkunna sem eru á bilinu 38- 60 vera góð frammistaða eða háar einkunnir og u.þ.b. 25% lægstu ein- kunnanna, sem eru á bilinu 0-22 telj- ast slök frammistaða eða lágar ein- kunnir. Á milli þessara flokka liggja svo um 50% einkunnanna sem eru taldar til miðlungsframmistöðu og eru á bilinu 23-37. Í skýrslunni er fjallað um öll sveitarfélög og skóla á landinu þar sem prófin voru tekin. Hér er ein- göngu skoðuð tíðni hárra og lágra einkunna í prófum í stærðfræði og ís- lensku í þeim sveitarfélögum á land- inu þar sem 100 nemendur eða fleiri tóku hvert próf. Undir þá skilgrein- ingu falla níu sveitarfélög; Akranes, Akureyri, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjanes- bær, Reykjavík og Árborg. Skiptist á milli sveitarfélaga Af þessum sveitarfélögum er Kópavogur það þar sem flestir voru með háa einkunn í íslenskuprófinu í 4. bekk eða 30,5% nemenda. Mosfells- bær var það sveitarfélag þar sem flestir voru með lága einkunn í próf- inu, 33,8%. Það sveitarfélag þar sem flestir voru með háa einkunn í stærðfræði- prófinu í 4. bekk var Reykjanesbær þar sem hlutfallið var 38,7%, en flest- ar lágu einkunnirnar voru í Árborg þar sem 38,7% einkunna féllu í þann flokk. Kópavogur er það af þessum níu sveitarfélögum þar sem meðal- einkunnir í íslenskuprófinu í 7. bekk voru hæstar, en 32,5% nemenda þar fengu háar einkunnir. Hæsta hlutfall lágra einkunna, 36,5%, var í Árborg. Í stærðfræðiprófinu í 7. bekk var hæsta hlutfall hárra einkunna á Akranesi, 40,5% og lágar einkunnir voru hlutfallslega flestar í Árborg, 40,2%. 33,3% 10. bekkinga í Kópavogi fengu háa einkunn á samræmda próf- inu í íslensku og er það hæsta hlut- fallið en lágar einkunnir voru hlut- fallslega flestar í Árborg, 41,7% Hlutfall hárra einkunna í sam- ræmda stærðfræðiprófinu í 10. bekk var hæst í Garðabæ, 37,3%. Árborg var það sveitarfélag af þessum níu þar sem hlutfall lágra einkunna í prófinu var hæst eða 41,2%. Kópavogur oftast hæstur af þeim stóru Meðaleinkunnir stúlkna á sam- ræmdu prófunum eru yfirleitt hærri en drengja nema í stærð- fræðiprófinu í 10. bekk. Meiri kynjamunur er í íslensku en í stærðfræði og saman dregur með kynjunum í stærðfræðinni þegar á líður skólagönguna. Þetta kemur fram í skýrslu Námsmatsstofn- unar. Þar kemur líka fram að piltar fá fremur stuðning í prófunum en stúlkur. Talsvert hefur verið rætt um mun á námsframmistöðu pilta og stúlkna og er umræðan oft á þann veg að talsvert halli á drengi og hefur verið gripið til ýmissa ráða til að rétta þennan halla. Þessi munur kemur einnig fram í nið- urstöðum samræmdu prófanna, en er þó ekki jafn mikill og umræð- an gefur stundum tilefni til. Í skýrslu Námsmatsstofnunar er skoðað hlutfall pilta og stúlkna með háar, miðlungs og lágar normaldreifðar einkunnir til að gefa hugmynd um þennan mun og eru einkunnirnar normaldreifðar á bilinu 0-60, þar sem 30 er heildar- meðaltalið. Mestur er munurinn á íslensku- prófinu í 4. bekk þar sem stúlkur eru með 14% hærri einkunn en piltar. Í stærðfræðiprófinu í 4. bekk eru einkunnir stúlkna að meðaltali 10% hærri en drengja. Munurinn í 7. bekk er 10% í ís- lensku og 2% í stærðfræði, í báð- um tilvikum eru stúlkurnar með hærri einkunn og í 10. bekk er 15% munur á frammistöðu stráka og stelpna í íslensku. Meðaltals- einkunn strákanna í stærðfræði 10. bekkjar er hærri en hjá stelp- unum og munar þar 2%. Fleiri strákar fá stuðning í sam- ræmdu prófunum en stelpur, en slíkur stuðningur getur m.a. verið lengri próftími eða aðstoð við próftöku. Í 4. bekk fengu um 24% stráka stuðning við próftöku og 16,5% af stelpunum. 25,2% stráka í 7. bekk fengu stuðning og 18% stelpna. Í 10. bekk fengu 24,5% stráka stuðning og 18,5% stelpna. Strákarnir ná stelpunum MEIRI KYNJAMUNUR Í ÍSLENSKU EN STÆRÐFRÆÐI Skóli Námsmatsstofnun flokkar einkunnir í samræmdu prófunum. Morgunblaðið/ÞÖK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.