Morgunblaðið - 14.03.2015, Page 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015
Sími 511 8090 • www.yndisauki.is
Partýbakkinn frá Yndisauka
hentar við öll tækifæri
Partýbakkinn inniheldur 4 tegundir af spjótum,
kjúklingur satay, naut teriyaki, hörpuskel og
baconvafinn daðla, tígrisrækja með peppadew.
Bakkanum fylgja 2 tegundir af sósum.
Veitingar fyrir öll tækifæri, stór og smá,
fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Markmið okkar er alltaf það sama,
glæsilegar veitingar og ómótstæðilegt bragð.
Persónuleg og góð þjónusta.
Til sölu er húseignin Skúlagata 4, Stykkishólmi ásamt búnaði og rekstri heima-
gistingar. Húsið er steinsteypt á þremur hæðum og er gólflötur þess samtals
um 390 fm auk 28,8 fm bílskúrs og 21,1 fm geymslu. Í húsinu er rekin heima-
gisting í 7 herbergjum en góður möguleiki er á að fjölga herbergjum og auka
tekjur en í húsinu er nú 10 svefnherbergi (sjá heimasíðu: holmur-inn.com).
Einnig er möguleiki á að hafa þrjár íbúðir í húsinu. Húsinu er vel við haldið
og hefur verið töluvert endurnýjað. Sjá má myndir og nánari upplýsingar um
eignina á heimasíðu fasteignasölunnar: www.fasteignsnae.is. Óskað er eftir
tilboðum í eignina.
Fasteigna- og skipasala Snæfellsness
Pétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.
Sími 438 1199, netfang pk@simnet.is
Tækifæri í ferðaþjónustu
í Stykkishólmi
Þær fordæmalausu
loftslagsbreytingar og
hlýnun jarðar sem nú
eru að eiga sér stað
rata æ oftar inn í um-
ræðu fjöl- og sam-
félagsmiðla. Í nýjustu
skýrslum milliríkja-
nefndar Sameinuðu
þjóðanna (Int-
ergovernmental Panel
on Climate Change,
IPCC) kemur fram að
hlýnun jarðar er óumdeilanleg. Það
hve alvarlegar afleiðingar hún hefur
ræðst að miklu leyti af þróun í út-
streymi gróðurhúsalofttegunda.
Nefndin, sem hefur á að skipa mikl-
um fjölda vísindamanna, stundar
ekki rannsóknir en hlutverk hennar
er að gefa út skýrslur á nokkurra
ára fresti þar sem lagt er mat á
stöðu þekkingar á sviði loftslags-
mála. Orsök loftslagsbreytinganna
er að finna í auknum gróðurhús-
áhrifum vegna síaukinnar losunar
gróðurhúsalofttegunda. Helsti or-
sakavaldurinn er bruni á jarð-
efnaeldsneyti og þar af leiðandi los-
un koldíoxíðs (CO2) út í
andrúmsloftið. Losunin hófst með
umtalsverðum hætti í kjölfar iðn-
byltingarinnar og hef-
ur styrkur kolefnis í
andrúmslofti aldrei
mælst hærri en í dag.
Á alþjóðavettvangi
hafa verið undirritaðar
samþykktir, og settar
fram aðgerðaráætl-
anir, allt til þess að
ríki heims geti brugð-
ist við og snúið þróun-
inni til betri vegar. Að
undanförnu hafa mörg
fyrirtæki, bæði hér á
landi og erlendis, tekið
áskoruninni og leita nú
leiða til að stunda samfélagslega
ábyrga starfshætti. Í því felst að
fyrirtæki geri það sem í þeirra valdi
stendur til að stuðla að sjálfbærni.
Með sjálfbærni er átt við að samspil
efnahags, umhverfis og samfélags
sé í jafnvægi þannig að hægt sé að
mæta þörfum samtímans án þess að
skerða möguleika komandi kyn-
slóða. Hugtakið sjálfbær þróun var
fyrst skilgreint í skýrslunni Sam-
eiginleg framtíð okkar (e. Our Com-
mon Future) sem kom út árið 1987
og var unnin af nefnd undir forystu
Gro Harlem Brundtland.
En þurfum við Íslendingar að
herða okkur? Þar sem áhrif af losun
og uppsöfnun gróðurhúsaloftteg-
unda í andrúmsloftinu eru hnattræn
er þetta mál sem kemur okkur öll-
um við. Öll getum við með til-
tölulega einföldum breytingum á
daglegum venjum dregið úr nei-
kvæðum áhrifum okkar á umhverf-
ið. Fyrir utan samgöngur eru inn-
kaup á vörum og neysla líklega sá
hluti heimilishaldsins sem veldur
hvað mestri losun gróðurhúsa-
lofttegunda. Mjög stór hluti þeirra
vara sem við Íslendingar neytum er
innfluttur. Auk þeirrar losunar sem
verður við flutninginn er einnig
viðbúið að við framleiðslu vörunnar
erlendis hafi verið nýtt orka unnin
úr jarðefnaeldsneyti. Með því að
endurnýta hluti forðum við þeim frá
urðun og minnkum úrgang. Við það
minnkar losun gróðurhúsaloftteg-
unda og einnig frekari framleiðsla
með óþarfa auðlindavinnslu. Það er
ekkert sem segir að við þurfum að
hætta að kaupa eða neyta þess sem
við teljum okkur hafa ánægju af.
En það er orðið tímabært að við
tökum ábyrgð á þeirri neyslu. Með
því að taka lítil skref í þá átt að
kaupa skynsamlega inn, endurnýta
og endurvinna minnkum við ágang
á auðlindir jarðar. Það er jú bara
ein jörð og hún er takmörkuð auð-
lind.
Í dag, laugardag, halda nemar í
sjálfbærni við tækni- og verk-
fræðideild Háskólans í Reykjavík
flóamarkað frá klukkan 11 til 15.
Með markaðnum er fyrst og fremst
verið að skapa vettvang til að gefa
notuðum hlutum framhaldslíf.
Ágóðinn rennur til styrktar sjálf-
bæru samfélagi á Sólheimum í
Grímsnesi.
Að gefa notuðum
hlutum framhaldslíf
Eftir Jóhönnu
Hörpu Árnadóttur »Með því að taka lítil
skref í þá átt að
kaupa skynsamlega inn,
endurnýta og end-
urvinna minnkum við
ágang á auðlindir jarð-
ar.
Jóhanna Harpa
Árnadóttir
Höfundur er verkfræðingur og kennir
við tækni- og verkfræðideild HR.
Aldrei fór það svo
fyrir mér, nærri átt-
ræðum gamlingjanum,
að ég ætti það ekki
eftir að lenda á
sakamannabekk hjá
því opinbera. Forsaga
þess máls er tengd
blessaðri fiskveiði-
löggjöfinni og varðar
umsókn mína um grá-
sleppuleyfi fyrir árið
2014. Héðan frá Gesthúsum hefur
útgerð verið stunduð frá ómunatíð,
lengst af útgerð á vetrarvertíð og
svo ég undanfarna áratugi á hrogn-
kelsavertíðum. Nú sl. ár sæki ég um
og fæ grásleppuleyfi á bát okkar
feðga, Óskar HF-9, sem er svo-
nefndur Sómabátur, allstórt fley.
Fyrir veiðileyfið á fyrrnefndan bát
greiddi ég nokkra tugi þúsunda.
Ætlunin var nú að stunda þennan
veiðiskap en til þess þurfti ég aðstoð
einhvers sona minna vegna stærðar
bátsins. Af ýmsum ónefndum ástæð-
um hafði enginn þeirra tök á því að
standa í þessum veiðiskap með mér
þetta árið. Hvað átti ég nú að gera?
Hafði greitt öll leyfi og vitandi það
að þau fengjust ekki endurgreidd.
Nú hafa alltaf verið til bátar í Gest-
húsum, hafði ég ráð á tveimur minni
bátum auk Sómabátsins? Ég hef nú
yfirleitt haft nokkra sjálfskap-
arviðleitni. Því virtist mér það aug-
ljóst mál, þótt á gráu svæði væri, að
róa nú bara einn á öðrum hvorum
litlu bátanna og bjarga þessum
krónum sem ég greiddi fyrir veiði-
leyfin. Nú var bara ýtt úr vör og far-
ið að róa. Þannig vildi til þessa ver-
tíð að tíðarfar var gott og nokkur
afli umfram það sem heimilisfólk
gat torgað – leyfilegt mun vera að
veiða sér til matar. Umframafli fór
því á uppboðsmarkað og ekki farið á
bak við neinn. En Adam gamli var
nú ekki lengi í Paradís, sem ég auð-
vitað vissi. Nú fóru að birtast bif-
reiðir frá því opinbera, nefnilega
Fiskistofu. Þóttist ég vita hvert er-
indið væri en það var að standa
þann gamla að verki og trúlega
grípa hann helst í lendingunni með
hálffullan bát af „ólöglegum afla“.
Ég hefði nú fremur kosið að þessir
annars ágætu eftirlitsmenn gengju
hreint til verks, kæmu hér heim í
Gesthús, rækju sitt erindi þar og
spöruðu sér þar með þessar auka-
ferðir með tilheyrandi kostnaði og
um leið veitt mér þá ánægju að
bjóða upp á veitingar að gömlum og
góðum húsbændasið. Þar kom þó, að
sökudólgur og útsendarar réttvís-
inar mættust augliti til
auglitis 6. maí, en nú
bara við bát sökudólgs
uppi á þurru landi.
Sögulegra hefði nú ver-
ið að ná þeim gamla í
fjörunni. Strax eftir að
liðsmenn Fiskistofu
höfðu komið á framfæri
sínum athugasemdum
setti ég mig í samband
við Fiskistofu. Engin
athugasemd var þá
gerð af hálfu fulltrúa
stofnunarinnar sem ég hitti að máli
„þar sem öll gjöld væru greidd og
afli settur á markað“ eins og þessi
ágæti fulltrúi komst að orði. Nú leið
og beið allt til 15.12. 2014, þá barst
mér bréf sem dagsett var 9.5. 2014
frá Fiskistofu þar sem mér er tjáð
að mál mitt sé til meðferðar og mér
gefinn frestur til þess að gefa skýr-
ingar á þessu alvarlega athæfi mínu
og frestur veittur til 31.12. 2014.
Bréfi þessu svaraði ég um hæl eða
15.12. 2014. Nú leið nokkur tími en
24.2. 2015 fæ ég bréf þar sem hegn-
ing lá nú fyrir, sem sagt ákvörðun
um skriflega áminningu. Jafnframt
var tekið fram í bréfinu að sökum
anna hefði dregist svona lengi að
kveða upp úrskurð og svara. Í þetta
„stórmál“ fóru sex vel útfylltar A4-
síður, hvorki meira né minna, auk
bílkostnaðar og annars umstangs.
Margur kannast nú trúlega við
pappírsvinnu kerfisins. Það er aug-
ljóst að ég vissi að athæfi mitt væri
umdeilt og ótrúlegt annað en ég
fengi einhver viðurlög. Ekki verður
á nokkurn hátt sakast við starfs-
menn Fiskistofu, sem komu fram af
fyllstu kurteisi, þeir eru bara að
sinna sínum verkum sem fulltrúar
hins opinbera, þ.e. hins háa Alþing-
is. Ekkert rými er hér til þess að
fara mörgum orðum um störf full-
trúa okkar á Alþingi en ég held að
betur hefði mátt fara yfir hin ýmsu
mál fiskveiðilöggjafarinnar á sínum
tíma. En til dagsins í dag, þá væri
nú gaman að heyra frekar frá
fulltrúum þess flokks Alþingis sem
kennir sig við „einstaklingsfrelsi, at-
vinnufrelsi“ o.fl. í þeim dúr er ein-
staklinginn varðar. Ég á t.d. ekki
von á því að stórt skarð yrði höggvið
í fiskstofnana ef nokkrir gamlingjar
fengju nú aðeins rýmri umsvif til
sóknar í þessa auðlind þjóðarinnar
og held að þetta annars ágæta
stjórnmálaafl mitt næði sér ofurlítið
betur á strik í vinsældum í dag ef
það sinnti sínum gömlu gildum ögn
betur. Eldri menn, þó einkanlega
eldri sjómenn sem þurft hafa að
kveðja sitt ævistarf, ættu að hafa
fulla heimild til sóknar í auðlindina.
það ætti ekki að hafa nein áhrif á
þessa miklu gullkistu. Hvað varðar
undirritaðan þá skiptir það litlu
máli, halda einungis í gamlar hefðir
og hafa af því nokkra dægrastytt-
ingu. Enda líður ört á ævikvöldið og
því lítið spáð í hagnaðarvon. Á eng-
an hátt er hér verið að setja sig upp
á móti stórútgerðum, þær eiga full-
an rétt á tilveru sinni enda staðið
undir hagsæld þjóðarinnar frá
ómunatíð, aðeins bent á tilvist
þeirra sjómanna sem staðið hafa
undir rekstri útgerðanna og hafa
ekki að nokkru að hverfa að starfi
loknu. Gætu sumir átt ánægjulegri
lokaár væri ofanritað haft í huga,
hrint í framkvæmd og stýrt af skyn-
semi.
Aldrei fór það
svo …
Eftir Einar
Ólafsson
Einar Ólafsson
»Eldri menn, þó eink-
anlega eldri sjó-
menn sem þurft hafa að
kveðja sitt ævistarf,
ættu að hafa fulla heim-
ild til sóknar í auð-
lindina.
Höfundur er ellilífeyrisþegi
- með morgunkaffinu