Morgunblaðið - 14.03.2015, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 14.03.2015, Qupperneq 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015 Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N Gólfþvottavélar Háþrýstidælur fyrir heimilið Ryksugur Vatnsdælur Þegar gerðar eru hámarkskröfur Sópar Háþrýstidælur Gufudælur Af hverju er það „tabú“ þegar karl- maður bendir á að í kvenréttindabaráttunni kunni að felast alvarleg mismunun og brot á réttindum karla? Ég er mikill jafnréttissinni og tel ólíðandi að mis- munun sé viðhöfð á hvaða sviði sem er og gegn hverjum sem er! En það breytir ekki því að ég vil tjá mig um femínísk viðhorf eins og þau birtast mér. Mér finnst „aðfinnsluvert“ hvað fjölmiðlar taka ítrekað málstað kvenna, oft að illa grunduðu máli. Þá er það með ólíkindum að sjá og heyra hvernig kvenlögreglustjórinn í Reykjavík setur hlutina fram. Er barátta kvenna fyrir jöfnum rétti orðin að einhverri allsherjarbaráttu kvenna gegn öllu sem snertir karla!? Svo virðist sem konur vinni leynt og ljóst að sérhagsmunum kvenna hvar sem þær starfa, og komist upp með það óáreittar. Og það þó í þeirri hátt- semi kunni að felast lögbrot. Hæstiréttur hefur nýlega fellt úr gildi þrjú nálgunarbönn lögreglu- stjórans á höfuðborgarsvæðinu. Samt telur aðstoðarlögreglustjórinn að Alþingi þurfi að aðlaga lög nr. 85/ 2011 betur að „huglægu“ mati lögreglustjóra svo hann geti betur fjarlægt feður af heimilum þeirra, ef honum/henni sýnist svo. Úthýst manneskju sem er „grunuð“ um of- beldi á heimili sínu. Á að sniðganga réttarstöðu sakborn- inga og neita þeim um að geta borið ágreining sinn undir dómstóla? Er það ekki varasamt fordæmi? Hinn 25. febrúar sl. vógu Femínistafélag Ís- lands, Kvenna- athvarfið, Kvennaráð- gjöfin, Kvenfélagasamband Ís- lands, Kvenréttinda- félag Íslands, Stígamót og W.O.M.E.N. öll sem eitt að niðurstöðum Hæstaréttar Ís- lands í framangreindum málum. Samtökin ganga svo langt að segja „loksins þegar lögreglan sýnir vilja til þess að beita lögum um nálg- unarbann og láta á þau reyna“, þe. eins og lögreglan hafi viðhaft óeðlileg vinnubrögð undir stjórn karlmanns- ins Stefáns Eiríkssonar? Hvað með sönnunina? Hvar er meginreglan um að allir séu saklausir uns sekt er sönnuð? Hvað með hagsmuni barnanna á heimilinu? Og hvað með það ef konan segir ósatt og veitir sér til dæmis áverkana sjálf? Konur hafa veitt sér áverka oftar en fólk grunar og kennt karlinum um. Karlar hafa misst umgengnisrétt fyrir bragðið þar sem á Íslandi er ríkjandi „kerf- islæg mæðrahyggja“ þar sem konan nýtur langoftast „vafans“, hvar er réttlætið í því fyrir börnin? Þessi þrýstingur á að „körlum“ verði einum refsað með nálgunarbanni, þegar og ef „grunur“ leikur á einhvers konar heimilisofbeldi er sérstaklega áber- andi nú eftir að kvenmaður varð lög- reglustjóri á höfuðborgarsvæð- inu.Við skulum hafa í huga að konur eiga ekki börnin einar, heldur feð- urnir líka. Og í „jafnréttisþjóðfélagi“ á harðvítug deila milli konu og karls ekki að þýða að kona hafi á grundvelli kyns síns „kerfislægan rétt“ umfram karlinn til að halda börnunum eða heimilinu! Hvar er jafnréttið í því? Karlkyns lögreglumaður tjáði sig í fjölmiðlum 1. febrúar um gildi nálg- unarbanns og sagði það ekki íþyngj- andi! Það er ekki hlutverk lögreglu að skera úr um „upphaf“ ósættis og hvort það stafi af háttsemi konunnar eða karlsins, slíkt er dómstóla að fjalla um enda beinlínis gert ráð fyrir því í lögunum. Manni sem er beittur nálgunarbanni er verulega íþyngt þar sem oftar en ekki er um leið tek- ist á um rétt mannsins til umgengni við börnin. Bannið getur staðið í vegi fyrir því að maðurinn fái forræði eða umgengni við börn sín. Þá eru það börnin sem bera skarðan hlut frá borði. En það vill enginn benda á það í umræðunni! Því er nálgunarbann augljóslega íþyngjandi úrræði! Bæði maðurinn og börnin geta liðið fyrir nálgunarbannið! Ófá dæmi hef ég séð um rangan framburð kvenna í um- gengnismálum. Ég hef séð konur fá skriflegar staðfestingar frá kvenkyns starfsmönnum Kvennaathvarfs, Landspítala og annarra um að við- komandi kona hafi leitað til þeirra með áverka af hendi karlmannsins þó alla sönnun á því skorti! Og svo hafa slík skjöl verið lögð fram hjá sýslu- mönnum af konum til að þær nái bet- ur fram sínum sjónarmiðum. Þetta er ekki eðlilegt. Þetta er „kerfislægt“ vandamál. Og við verðum að standa vörð um að fólk komist ekki upp með slíkt. Það er gríðarlega mikilvægt að femínísk aðferðafræði verði ekki ofan á við úrlausn ágreiningsmála, og alls ekki hjá opinberum aðilum eins og brögð virðast að. Sagan sýnir að öfgahópar hafa oft náð gríðarlegum tökum í samfélögum manna. Við skulum hafa í huga að „femínismi, rasismi, fasismi og nasismi“ eru allt „isma“-stefnur sem eru öfgastefnur, oftast minnihlutahópa sem gera sitt ýtrasta til að berja niður með „ákefð“ allt sem fellur ekki að málstað þeirra. Það er nú oftast svo að þessar „ómál- efnalegu“ raddir kveða niður hóg- værari raddir sem vekja með „mál- efnalegum rökum“ máls á „raunverulegri mismunun“, og þá með offorsi og ákefð sem einkennir öfgarnar sem að baki stefnum þess- um búa. Ég vil meina að „mannrétt- indabrot verði ekki bætt með mann- réttindabrotum“. Ég vil ekki búa í landi öfga og vitleysu heldur í landi jafnræðis og samlyndis þar sem karl- ar og konur eru ekki í keppni við hvort annað, heldur vinna saman hönd í hönd í sátt, ekki sundrung. Hvað vilt þú? Geta nálgunarbönn, kvenréttindi og mæðra- hyggja leitt til mismununar eða lögbrota? Eftir Jakob Inga Jakobsson » Þá er það með ólík- indum að sjá og heyra hvernig kven- lögreglustjórinn í Reykjavík setur hlutina fram. Jakob Ingi Jakobsson Höfundur er lögfræðingur. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Garðsapótek með forystu í aðalsveitakeppni BR Garðsapótek er forystu eftir fjórar umferðir af tólf í aðalsveitakeppni Bridsfélags Reykjavíkur. Staða efstu sveita: Garðsapótek 67,01 Lögfræðistofa íslands 60,09 Butlerkóngar kvöldsins eru Rún- ar Einarsson og Skúli Skúlason með 2,07. Gullsmárinn Spilað var á 13 borðum í Gull- smára mánudaginn 2. mars. Úrslit í N/S: Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonss. 322 Sigurður Gíslason - Reynir Bjarnas. 287 A/V Kristín G. Ísfeld - Óttar Guðmss. 322 Guðbjörg Gíslad. - Sigurður Sigurðss. 314 Spilað var á 12 borðum fimmtu- daginn 5. mars. Úrslit í N/S: Viðar Valdimarsson - Óskar Ólason 216 Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonss. 198 A/V Jón Ingi Ragnarss. - Sæmundur Árnas. 191 Sigurður Gíslason - Reynir Bjarnason 183 Bjarki og Garðar byrjuðu best Bjarki Dagsson og Garðar Garð- arsson eru efstir í fjögurra kvölda sveitarokki sem hófst sl. miðviku- dag. Þeir skoruðu 53 impa. Nýkrýndur Íslandsmeistari í tví- menningi, Gunnlaugur Sævarsson, er í öðru sæti ásamt Arnóri Ragn- arssyni með 28. Með sömu skor eru Hafsteinn Ögmundsson og Guðjón Óskarsson en aðrir með minna eins og sagt er stundum. Önnur umferð verður nk. miðviku- dagskvöld á Mánagrund en þar er spilað um Reykjanesmeistaratitilinn um helgina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.