Morgunblaðið - 14.03.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.03.2015, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015 ✝ Bára Sæ-mundsdóttir fæddist á Ólafsfirði 18. júní 1924. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Hornbrekku 7. mars 2015. Foreldrar henn- ar voru Sæmundur Jónsson bóndi og smiður, f. 5.10. 1895, d. 23.6. 1992, og Salbjörg Helga Þorleifsdóttir, f. 15.9. 1897, d. 20.9. 1976. Systkini Báru voru Björg, f. 24.7. 1920, d. 7.6. 1992, Rósleifur, f. 29.6. 1922, d. 10.1. 1928, og Guðmundur, f. 11.12. 1934, d. 14.4. 2007. Eiginmaður Báru var Bjarni Ingólfsson, f. 1.12. 1932, d. 11.2. 2007. Foreldrar hans voru Ingólfur Bjarnason, f. 25.8. 1912, d. 17.2. 1974, og Jóhanna Jens- dóttir, f. 6.1. 1913, d. 13.3. 1995. Dóttir Báru og Bjarna er Sæbjörg Anna, f. 28.1. 1969, hennar sambýlis- maður er Hilmar, f. 3.4. 1966. Útför Báru verður gerð frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 14. mars 2015, og hefst athöfnin kl. 14. Látin er uppeldissystir mín Bára Sæmundsdóttir frá Vatns- enda í Ólafsfirði. Hún lést á elli- og hjúkrunar- heimilinu Hornbrekku í Ólafs- firði eftir stutta sjúkdómslegu. Bára kom á öðru ári að Vatns- enda og ólst þar upp hjá Stefaníu ömmu minni og fjölskyldu henn- ar til fullorðinsára. Það kom snemma fram hjá henni rögg- semi og áreiðanleiki. Hún var ekki nema tæplega tíu ára 1934 þegar hún tók að sér að sjá um ærnar yfir sauðburðinn en þá var verið að byggja húsið á Vatnsenda og þá fáir til að sinna ánum. Hún tók starfið svo alvar- lega að hún unni sér tæplega svefns eða matar. Tíð var góð og allar ærnar báru úti og um- hyggja hennar við þetta starf svo frábær að hún missti ekki eitt einasta lamb. Hún hafði ánægju af að stússast í kringum kindur og hesta, þekkti allar kindur með nöfnum og vorum við oft saman uppi í fjalli í þeim erindagjörð- um. Ég var ekki nema krakki og hafði ekki roð við henni því oft tók hún stefnuna beint af augum yfir holt og hæðir, en þegar við vorum bæði á hestbaki gat ég fylgt henni eftir. Hún var mjög metnaðarfull og sá til þess að við krakkarnir á Vatnsenda sinntum vel bústörfunum. Hún stundaði barnaskólann að mestu heiman frá Vatnsenda, var að vísu fyrstu árin í fæði hjá Sóleyju frænku okkar og gisti hjá Steinunni Sveinbjarnardótt- ur og móður hennar en fór oftast heim um helgar en var síðar hjá Vilborgu og Páli Sigurðssyni kennara. Þau Jón Ólafsson, Nonni á Tjörn, og Bára voru á svipuðum aldri og var hann oft á Vatns- enda og brölluðu þau margt sam- an. Árin liðu við sveitastörfin, en þegar Bára var rúmlega 20 fór hún í Húsmæðraskólann á Laugalandi. Þar stundaði hún námið vel því þangað var hún komin til þess að læra. Hannyrð- ir lágu vel fyrir henni og marga fallega gripi kom hún með heim frá skólanum og handbragðið var vandað. Í lok skólaverunnar hafði Halldóra Friðriksdóttir, skóla- stýra við heimavistarskólann á Snartarstöðum í Núpasveit, samband við systur sína Svan- hvíti Friðriksdóttur sem var skólastjóri húsmæðraskólans og bað hana að útvega sér góða stúlku til heimilisstarfa. Þannig æxlaðist það að Bára fór til Hall- dóru frá Efri-Hólum og var hjá henni næstu þrjú árin. Þar kunni hún vel við sig og mat Halldóru og Sigurð Björnsson mann henn- ar mikils. Bára og Björg systir hennar fóru til Akraness 1956 og unnu þar í einn vetur við fiskverkun og eftir það fóru þær að Álafossi og unnu þar í eitt ár. Bára keypti hús að Brekku- götu 14 í Ólafsfirði 1965 og var hún þá alfarin frá Vatnsenda. Síðar keyptu hún og Bjarni mað- ur hennar Aðalgötu 7 en foreldr- ar hennar bjuggu í næsta húsi og hugsaði hún um þau af alúð með- an bæði lifðu. Eftir að hún flutti í bæinn vann hún mest við fisk- verkun. Fyrir nokkrum árum flutti Sæbjörg dóttir hennar með Hilmari sambýlismanni sínum til Ólafsfjarðar og var hún þá komin nær móður sinni sem dvaldi þá á Hornbrekku. Ég vil þakka Báru fyrir þann þátt sem hún átti í uppeldi mínu og allar þær ánægjustundir sem við áttum saman á seinni árum. Ég votta Sæbjörgu og Hilmari mína innilegustu samúð. Sveinbjörn Sigurðsson frá Vatnsenda. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Það eru góðar minningar sem koma upp í hugann þegar ég minnist Báru föðursystur minn- ar. Hugurinn leitar til baka til æskuáranna þegar það var ár- viss atburður að skreppa norður á Ólafsfjörð með fjölskyldunni að heimsækja afa, Báru, Bjarna og Sæbjörgu. Það fylgdi því mikil tilhlökkun og spenningur og í minningunni var alltaf sólskin í þessum sum- arfríum okkar. Bára tók vel á móti okkur, hún var einstaklega örlát og gjafmild og vildi allt fyr- ir okkur gera. Hún hafði skemmtilega frásagnargáfu og naut þess að rifja upp og segja sögur frá uppvaxtarárum sínum. Ég er þakklát Báru fyrir þessar góðu minningar. Elsku Sæbjörg og Hilmar, við fjölskyldan sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur. Edda Herdís Guðmundsdóttir. Í dag kveðjum við frænku okkar frá Ólafsfirði, Báru Sæ- mundsdóttur, en hennar minn- umst við með mikilli hlýju og þakklæti þar sem hún lék stórt hlutverk í lífi móður okkar, Guð- laugar Stefánsdóttur. Bára kom á öðru ári til Vatns- enda og var um tvítugt þegar mamma fæddist og gekk Bára henni nánast í móðurstað vegna þeirra veikinda sem lögðust á ömmu okkar. Eftir að mamma fluttist til Akureyrar og hóf þar búskap hélt hún góðu sambandi við Báru. Við systur hlustuðum iðu- lega með mikilli andakt þegar hún lýsti fyrir okkur lífinu á Vatnsenda. Þaðan átti hún góðar og fallegar minningar um Báru frænku sem hún hafði sótt mik- inn styrk og kjark til. Margar ferðir voru farnar til Ólafsfjarðar til þess að heim- sækja Báru og var þá stundum gist í nokkrar nætur. Það var gaman að koma á heimili þeirra hjóna, Báru og Bjarna, í Aðalgötunni og njóta gestrisninnar. Bára var ekki lengi að galdra fram miklar hnallþóruveislur og vildi allt fyr- ir okkur gera þegar fjölskyldan kom í heimsókn. Á milli heimsókna voru þær mamma í miklu símasambandi og iðulega þegar hún var spurð um veðrið var samkvæmt Báru alltaf gott veður í Ólafsfirði, alla- vega betra en á Akureyri – þess- ari staðreynd var aldrei hægt að hagga, hvernig sem veðrið var. Þessi símtöl voru mömmu afar mikilvæg og þegar veikindi móð- ur okkar voru farin að ágerast hringdi Bára daglega til að heyra í henni Laugu sinni – símtölin voru eitt af því fáa sem kom mömmu á fætur á morgnana. Dagsverki Báru er nú lokið og við kveðjum hana með mikilli virðingu, þakklæti og góðum minningum. Við vottum Sæbjörgu og Hilmari okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Hörpu þinnar ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (Á.K.) Anna Soffía og Jóhanna Kristín Gunnlaugsdætur. Bára Sæmundsdóttir ✝ Vilborg Eiríks-dóttir fæddist í Fíflholts-Vestur- hjáleigu í Vestur-- Landeyjum 18. september 1923. Hún lést 26. febr- úar 2015 á Hjúkr- unarheimilinu Sól- túni Reykjavík. Foreldrar Vil- borgar voru Eirík- ur Björnsson, bóndi í Fíflholts-Vesturhjáleigu, f. 1887, d. 1943, og Þórunn Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1888, d. 1972. Albróðir Vilborgar er Sig- urður, f. 1928. Hálfbræður eru: sammæðra Markús Hjálm- arsson, f. 1918, d. 2010, og sam- feðra Ársæll Eiríksson, f. 1915, d. 2007. Hinn 18. september 1942 giftist Vilborg Sigurjóni Kristni Jóhannessyni, f. 1908, d. 1969. Börn þeirra eru: 1) Eiríkur Þór, f. 1942, kvæntur Hrefnu Krist- insdóttur, f. 1942. Börn þeirra eru Vilborg, f. 1965, og Krist- inn, f. 1967. 2) Sigríður Erna, f. 1944, gift Karli Bergssyni, f. 1939. Börn þeirra eru Inga Þórunn, f. 1962, Ragnhildur Björk, f. 1963, Kristinn Loftur, f. 1972, og Anton Örn, f. 1981. Sambýlismaður Gunnar Árnason, f. 1917, d. 1998. Vilborg ólst upp í Fíflholts- Vesturhjáleigu, Vestur-Land- eyjum í Rangárvallasýslu, og gekk þar í barnaskóla sveit- arinnar og lauk fullnaðarprófi árið 1937. Á uppvaxtarárunum hjálpaði hún til við heimilisstörf og bústörf heima við. Síðan fluttist hún til Reykjavíkur, þaðan á Selfoss og loks til Eyrarbakka. Á þessum árum voru húsmóðurstörf hennar að- alstarfsvettvangur. Á Eyr- arbakka hóf Vilborg að starfa við fiskvinnslu samhliða hús- móðurstörfum og tók í frí- stundum þátt í félagsstörfum bæði á sviði kvenfélags og verkalýðsfélags. Seinna varð umönnun sjúkra og aldraðra á Selfossi, í Mosfellssveit og í Reykjavík hennar aðalstarf. Um nokkurt skeið var Vilborg búsett í Skeiðahreppi og stund- aði lítillega búskap þar. Vilborg lauk starfsferli sínum við umönnunarstörf í Reykjavík. Vilborgu var mjög annt um velferð fjölskyldunnar og naut ríkulega hverrar samveru- stundar með henni. Hannyrðir voru hennar helsta áhugamál og eftir hana liggja mörg handavinnuverkin á ýmsu formi. Bóka- og ljóðalesturs naut hún og einnig hafði hún mikið yndi af því að hlýða á tónlist. Útför Vilborgar fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, 14. mars 2015, kl. 15. 3) Vilberg Sig- urjón, f. 1946, d. 1949. 4) Kolbrún Jenný, f. 1947, gift Karli Grétari Ol- geirssyni, f. 1949. Börn Kolbrúnar eru Sigurjón Krist- inn, f. 1970, dreng- ur, f. 1971, d. 1971, Guðný Jóna, f. 1972, og Ólafur Hlynur, f. 1978. 5) Sigurhanna Vilbergs, f. 1950, gift Alberto Borges Moreno, f. 1957. 6) Einar Sigurberg, f. 1952, kvæntur Vigdísi Bjarna- dóttur, f. 1947. Börn Einars eru Magnús, f. 1975, Guttormur Ingi, f. 1983, og Jóhann Agnar, f. 1988. 7) Óli Sverrir, f. 1953, kvæntur Sigríði Þórarins- dóttur, f. 1953. Börn þeirra eru Ólöf Inga, f. 1980, og Þórarinn, f. 1984. 8) Sigmundur Guðmar, f. 1958, kvæntur Ragnheiði Elvu Sverrisdóttur, f. 1965. Börn þeirra eru Sverrir Rafn, f. 1987, Runólfur Sveinn, f. 1989, og Sara, f. 1997. Fyrir átti Sig- mundur Ingunni Ástu, f. 1979. Afkomendur Vilborgar eru samtals 60. Hinn 1. maí 1971 giftist Vil- borg Magnúsi Péturssyni, f. 1914, d. 1984. Þegar ég kveð mömmu koma fram margar ljúfar minningar. Hún var ein af þessum fallegu hvunndagshetjum. Mamma var sveitastelpa, fædd og uppalin í Vestur-Land- eyjum, en bjó mestan hluta ævi sinnar í Reykjavík, þó með nokkurra ára búskap á Selfossi, Eyrarbakka og á Skeiðum. Ung að árum giftist hún pabba og eignaðist átta börn með honum. Af þeim komust sjö til fullorðinsára en eitt barnið, drengur, lést úr berkl- um aðeins þriggja ára gamall. Sú erfiða lífsreynsla markaði líf hennar alla tíð, sem og veikindi maka og missir seinna á æv- inni. Létt lund og góð aðlögunar- hæfni hjálpuðu mömmu í lífs- baráttu sem oft var erfið. Um- hyggjusemi hennar nýttist vel í daglega lífinu og í umönnunar- störfum þeim sem hún sinnti um miðbik ævi sinnar. Eitt barnabarn hennar segir að ef amma hennar hefði verið ung í dag hefði hún örugglega lært hjúkrun. Hún var gestrisin og tók vel á móti öllum sem komu og gerði sér ekki mannamun, naut sín einnig vel á mannamótum, mikill dýravinur og áttu hundar í henni sérstakan vin. Hún var trúuð, las mikið, hafði yndi af kveðskap og fal- legri tónlist. Stundum efaðist ég um að fæðingarár hennar væri rétt skráð í kirkjubækur því hvorki útlit né hugsun voru í samræmi við þá skráningu, hún virtist svo miklu yngri. Síðustu árin voru henni erfið eftir nokkur heilsufarsáföll, hún átti þó góða tíma á milli. Ég átti góða æsku í skjóli hennar og pabba sem ég þakka innilega, einnig er ég þakklát fyrir það hvað ég fékk að hafa hana lengi og að hafa alltaf átt stuðning hennar vísan. Afkom- endur mömmu eru orðnir 60 talsins og þeir ásamt tengda- börnum voru henni kærir og fylgdist hún vel með lífsgöngu þeirra og var stolt af þeim. Síðustu árin bjó mamma í Norðurbrún 1 og síðasta árið í Sóltúni 2. Hjartans þakkir til starfs- fólksins þar fyrir góða umönn- un og elskusemi í hennar garð, einnig fyrir afar fallega kveðju- stund í Sóltúni 2. Ég þakka fyrir mömmu og góðu stundirnar með henni, ég veit að hún var tilbúin til að fara. Gleði hennar og ástúð lifir áfram með okkur og mildar söknuðinn. Guð blessi elsku mömmu mína. Erna. Þegar ég hugsa til baka í fyrstu minninguna um ömmu þá kemur upp í huga mér að hún var töffari, sá fyrsti sem ég man eftir og mér fannst hún geggjað flottur töffari. Af hverju fannst mér hún töff? Jú hún vann úti og hún reykti. (Reykingar eru reyndar ekki flottar.) Og með þessu tvennu var hún í huga litlu stelpunnar að skáka körlunum, hún vogaði sér að stíga út úr hefðbundinni kvennastöðu og inn á þeirra „svið“ og mér fannst það svaka- lega flott. Mér fannst reyndar líka mjög gaman að koma til hennar og afa á Hlemmiskeið. Fyrir utan húsið þeirra óx nefnilega graslaukur sem við krakkarnir borðuðum alltaf, amma var ekkert voða glöð en fyrirgaf okkur auðvitað eins og ömmum er lagið. Amma var töffari, svo einfalt var þetta. Og ekki versnaði staða hennar hjá mér þegar við tvær eignuðumst „ömmu Dreka“-brandarann í framhaldi af sögunum um Jón Odd og Jón Bjarna. Ég geymdi og á enn í dag afmælis- og jólakortin sem hún sendi mér, undirskriftin auðvitað „Amma Dreki“ allt fram í síðasta kortið. Ég mun ávallt elska ömmu mína og dá, það eru forréttindi að hafa átt svona flotta ömmu. Ég ann henni þess að hafa fengið hvíldina og ég veit að hún mun líta til með mér, ég mun ávallt líta upp til hennar og mun þegar barnabörnin koma reyna eftir fremsta megni að verða jafnflott amma og hún var. Er meira að segja komin með graslauk í garðinn minn. Takk amma mín fyrir að hafa verið svona töff. Guðný Jóna Guðmarsdóttir. Vilborg Eiríksdóttir Útfararþjónusta í 20 ár Hinrik Valsson Svanhildur Eiríksdóttir Gísli G.Guðmundsson Vistvænar íslenskar kistur, krossar og duftker Hinrik: Sími 892 0748 / Gísli: Sími 482 4300 www.fylgd.is • fylgd@fylgd.is Þjónusta allan sólarhringinn Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, SIGRÍÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR frá Norðfirði. . Inga Rún Sæmundsdóttir, Kolbrún Sæmundsdóttir, Auður Stefanía Sæmundsdóttir, Sigurður Rúnar Sæmundsson. Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og systur, GUNNHILDAR BJARNASON, Reykjavík. . Einar Knútsson, Hope Knútsson, Tryggvi Einarsson, Katla Einarsdóttir, Sigríður Bjarnason. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, INDRIÐA INDRIÐASONAR, hjúkrunarheimilinu Skjóli, skógarvarðar á Tumastöðum, Fljótshlíð. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á 4. hæð á Skjóli fyrir alúð og góða umönnun. . Guðrún Indriðadóttir, Jón Ágúst Sigurjónsson, Sólveig Indriðadóttir, Stefán K. Guðnason, Indriði Ingi, Bjarki Rafn, Heiður, Vala Sif, Arnþór, Sindri Freyr, Vera Björk og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.