Morgunblaðið - 14.03.2015, Blaðsíða 43
vann hjá Guiness Brewery Internal
Audit-deildinni. Fór síðan til Calg-
ary í Albertafylki í Kanada, fyrir 35
árum og vann í eitt ár í fjármáladeild
olíufyrirtækis. Vann síðan hjá
endurskoðunarfyrirtæki í Reykjavík
samhliða náminu og eitt sumar við
hótelrekstur á Hótel Ísafirði. Árið
1981 fluttist hún til Kanada og starf-
aði sem fjármála- og skrifstofustjóri í
Calgary hjá auglýsingafyrirtæki til
1990. Hún vann við tölvustjórn, við
ERP implementation, í fimm ár og
var yfirfjármálastjóri hjá fyrirtæki
sem hannaði og smíðaði olíu-
hreinsunartæki fyrir alþjóðlega
markaði í 15 ár. Þar sá hún um samn-
inga og alþjóðleg viðskipti við Líbíu,
Rússland, Kína, Súdan og Írak svo
nokkur séu nefnd. Hún sat í stjórn
alþjóðlegu samtakanna CAMUS
(Computer Application for Manu-
facturing User Society) í sjö ár. Hún
vann við hönnun tölvukerfa, sá um
beta-hönnun fyrir Y2K testing fyrir
ERP-tölvukerfið. Vann í sjö ár hjá ol-
íuverkfræðifyrirtæki þar til hún hætti
störfum 2013. Hún hefur setið í fé-
lags- og viðskipastjórnum í Calgary.
Anna er gift Kirk Hancherow, f.
15.10. 1954. Hann er kominn á eftir-
laun en vinnur enn sem verktaki við
að semja við landeigendur um gas- og
olíupípulagnir. Synir þeirra eru: Stef-
án Orri, f. 12.11. 1984, listfræðingur
og listrýnir í Toronto, Kanada, og Jó-
el Reynir, f. 26.2. 1990, sölumaður hjá
olíuþjónustufyrirtæki í Edmonton,
Kanada. Helstu áhugamál Önnu eru
fótbolti, en hún keppir enn í klassísku
deildinni bæði innanhúss og utan,
gönguskíði og golf.
Frumkvöðull í ferðamálum
Auður Anna fór sem skiptinemi á
vegum þjóðkirkjunnar til Bretlands
og gekk í Kingsway College en lauk
ekki prófi þaðan. Hún vann í Bret-
landi í tvö ár og eftir heimkomu lagði
hún fyrir sig blómaskreytingar hjá
Bjarna Finnssyni í Blómavali. Frá
árinu 1979 tók Auður að sér hótel-
stjórn á landsbyggðinni í tíu ár en
hóf svo störf við skipulagningu ráð-
stefna hjá Ferðaskrifstofu Íslands.
Frá 1998 hefur Auður starfað sem
hótelstjóri á Icelandair hótelum á
Héraði á Egilsstöðum og er þar enn.
Hún hefur tekið að sér stjórnarsetu
fyrir austan, m.a. hjá Markaðsstofu
Austurlands, Ferðamálasamtökum
Austurlands, Austurbrú og Þróun-
arfélagi Austurlands sem stjórnar-
formaður í tvö ár. Hún var í vinnu-
markaðsráði, sat í skólanefnd
Hússtjórnarskólans á Hallormsstað,
sóknarnefnd Egilsstaða, Tengsla-
neti austfirskra kvenna og gisti-
staðanefnd SAF. Hún hefur fengið
„Klettinn“, viðurkenningu Ferða-
málasamtaka Austurlands, fyrir
störf að ferðamálum og viðurkenn-
ingu frá Tengslaneti austfirskra
kvenna fyrir frumkvæði og áræði í
atvinnulífi, menningu og samfélagi.
Helstu áhugamál Auðar eru ferða-
lög, sund og skíði.
Auður var gift Trevor Alan Ford,
f. 15.7. 1952. Þau slitu samvistir.
Dóttir þeirra er Bryndís Fiona
Ford, f. 25.12. 1978, skólastjóri Hús-
stjórnarskólans á Hallormsstað,
sjúkraþjálfari og menntaskólakenn-
ari. Maki hennar er Friðrik Þór
Brynjarsson, húsasmiður, f. 27.9.
1977.
Fjölskylda
Foreldrar Önnu og Auðar eru
Ingólfur Péturson, f. 6.8. 1924, d.
16.7. 2001, hótelstjóri og for-
stöðumaður Eddu-hótelanna, og
Arnfríður Jóhanna Guðmundsdóttir,
f. 29.4. 1927. Seinni kona Ingólfs er
Stefanía Gísladóttir, f. 14.8. 1940. Al-
systkini eru Guðmundur Örn, f. 3.1.
1948, fv. framkvæmdastjóri, maki
Hulda Óskarsdóttir, og Sóley, f. 21.7.
1949, leikskólasérkennari, maki Pét-
ur Maack, fv. flugmálastjóri. Hálf-
systur eru Helga Arnfríður Haralds-
dóttir, sálfræðingur, f. 7.11. 1967, og
Hrefna Berglind Ingólfsdóttir, nátt-
úrufræðingur, f. 12.6. 1969.
Sameiginlegt afmæli
Þær systur segjast reyna að hitt-
ast sem oftast, bæði hérlendis og er-
lendis. Þær ætla að halda sameig-
inlegt afmæli í hópi fjölskyldu-
meðlima og vina í Paradise Valley í
Arizona
Úr frændgarði Önnu og Auðar Ingólfsdætra
Anna Ingólfsdóttir
Auður Ingólfsdóttir
Björg Jónsdóttir
húsfreyja á Róðuhóli í Sléttuhlíð,
síðar bústýra á Borgarlæk
Benedikt Björnsson
á Skeggjastöðum og
Borgarlæk á Skaga
Margrét Benediktsdóttir
húsfreyja á Saurum
Guðmundur Einarsson
bóndi á Saurum á Skaga
Arnfríður Jóhanna
Guðmundsdóttir
húsfreyja, bús. í Reykjavík
Arnfríður Einarsdóttir
húsfreyja á Kálfshamri
Einar Jóhannesson
bóndi á Kálfshamri á Skagaströnd
Jónína Gunnlaugsdóttir
húsfreyja á Reyðarfirði
Sölvi Jónsson
múrari á Reyðarfirði, síðar
bóksali í Rvík
Sóley Sölvadóttir
húsfreyja í Áreyjum
Pétur Jóhannsson
farandverkamaður, síðast bús. í Keflavík
Ingólfur Pétursson
hótelstjóri í Kópavogi
Jóhanna Indriðadóttir
húsfreyja í Áreyjum
Jóhann Eðvarð Pétursson
bóndi í Áreyjum, Hólmasókn, N-Múl.
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015
Eysteinn Ásgrímsson var ís-lenskur munkur og skáld á14. öld. Hann tilheyrði
Ágústínusarreglu og var fyrst í
Þykkvabæjarklaustri. Um ætt hans
og uppruna er ekki vitað. Hann virð-
ist hafa verið breyskur og uppi-
vöðslusamur framan af og er talið að
hann hafi verið einn þeirra þriggja
munka sem Jón Sigurðsson Skál-
holtsbiskup lét handtaka og setja í
járn í klaustrinu haustið 1343. Þeir
höfðu barið Þorlák til ábóta og hrak-
ið hann burt, orðið berir að saurlífi
og jafnvel barneignum.
Nokkru síðar virðist Eysteinn
hafa gert yfirbót og sátt við biskup
því hann var gerður að officialis í
Helgafellsklaustri á Snæfellsnesi ár-
ið 1349. Hann var seinna handgeng-
inn Gyrði biskupi Ívarssyni og ferð-
aðist með honum í vísitasíuferðum
1353-1354. Árið 1355 fóru þeir sam-
an til Noregs og kom biskup heim
árið eftir en Eysteinn var tekinn í
klaustrið í Helgisetri við Niðarós.
Hann kom þó heim 1357 og þá í fylgd
Eyjólfs Brandssonar kórbróður.
Þeir voru eins konar eftirlits-
fulltrúar erkibiskupsins í Niðarósi.
Þeir létu ýmis mál til sín taka og
kom fljótt til árekstra á milli þeirra
og Gyrðis biskups. Sagt er að Ey-
steinn hafi ort níð um biskup, sem
bannfærði hann 1359.
Gyrðir ætlaði til Noregs sama ár
að kæra þá fyrir erkibiskupi en áður
en af því yrði sættust þeir. Virðist
hafa farið vel á með þeim eftir það
en báðir áttu skammt eftir. Þeir
sigldu til Noregs hvor með sínu
skipi; skipið sem biskup var á fórst í
hafi en skipið sem Eysteinn var á
kom að landi á Hálogalandi mjög
seint um haustið eftir mikla hrakn-
inga og voru allir um borð að þrotum
komnir. Eysteinn komst loks í
klaustrið í Helgisetri snemma árs
1361 og dó þar skömmu síðar.
Eysteinn er talinn hafa ort helgi-
kvæðið Lilju og hefur þess verið get-
ið til að það hafi annaðhvort verið ort
þegar hann sat í járnum í Þykkva-
bæjarklaustri eða eftir að hann
sættist við Gyrði biskup en ekkert er
vitað um það með vissu.
Eysteinn lést 14. mars 1361.
Merkir Íslendingar
Eysteinn
Ásgrímsson
90 ára
Ingibjörg Guðlaugsdóttir
Ingimar G. Jónsson
Kristján Jakobsson
85 ára
Bjarni Haraldsson
Guðmundur Óskar Ívarsson
Ragnheiður Ásgeirsdóttir
80 ára
Árni Baldur Ólason
Árni Ólafsson
Kari Karólína Eiríksdóttir
Karl Ásgrímsson
Lára Guðnadóttir
75 ára
Ásthildur Kjartansdóttir
Guðbjörg Helgadóttir
Gunnar J. Felixson
Reynir Júlíusson
Rudolf Kristinsson
Veledin Protopapa
Þórður Harðarson
70 ára
Eyjólfur Hjörleifsson
Halldór Valdimar Pétursson
Ingimar Pálsson
Kjartan Björnsson
Pálína Ágústsdóttir
60 ára
Guðni Albert Guðnason
Jarþrúður Ólafsdóttir
Jóhannes Ólafsson
Jón Jónsson
Magnús Hreinsson
Soffía Aðalsteinsdóttir
Valgerður Karlsdóttir
50 ára
Björk Ragnarsdóttir
Jenný Sigfúsdóttir
Richard Már Jónsson
Sigurður Kristjánsson
40 ára
Atli Knútsson
Beata Makilla
Gerry Oliva Nastor
Ingþór Guðni Júlíusson
30 ára
Bára Baldursdóttir
Bryndís Magnúsdóttir
Hlynur Þór Ásgeirsson
Hrafn Ingvarsson
Jolanta Jachim
Jóhann Ingi Gunnarsson
Jónas Þór Leifsson
Kristrún Sigurjónsdóttir
Lára Ósk Pétursdóttir
Siobhan Diana White
Þorbjörg Kristjánsdóttir
Þóra Kolbrún
Þórarinsdóttir
Sunnudagur
95 ára
Aðalbjörg Guðmundsdóttir
90 ára
Erla Bjarnadóttir
Guðbjörg Ámundadóttir
Vilhelmína K. Magnúsdóttir
85 ára
Hörður Stefánsson
Stefán Kristinn Teitsson
80 ára
Davíð Gunnarsson
Sólveig Ástvaldsdóttir
Unnur María Figved
Þorsteinn Sæmundsson
75 ára
Einar Benediktsson
Friðrika Rósa
Sigurbjörnsdóttir
Gísli Gíslason
Haraldur Hansson
Helga S. Pétursdóttir
Jóhanna Óskarsdóttir
Þórir Roff
70 ára
Bertha Þórarinsdóttir
Dagný Sverrisdóttir
Guðmundur Breiðfjörð
Helga Ingvarsdóttir
Jadvyga Ravoit
Kristín Kristjánsdóttir
Sveinbjörg Steinþórsdóttir
Þorsteinn Sigtryggsson
60 ára
Andrés Ásmundsson
Auður Thorarensen
Ásmundur Jónsson
Danuté Venskiené
Guðný Þorbergsdóttir
Guðrún Gerður
Guðrúnardóttir
Jóhann Sveinsson
Jóna Birna Harðardóttir
Jóna Guðrún Ólafsdóttir
Maríanna Jónasdóttir
Pálfríður Björg Bjarnadóttir
Ragnar Már Knútsson
Rinda Rissakorn
Sigríður Birna
Guðjónsdóttir
Sverrir Ómar Guðnason
Sævar Ríkharðsson
50 ára
Áslaug Árnadóttir
Bragi Þór Marinósson
Guðni Sigmundsson
Gunnlaugur S. Ásgeirsson
Harpa Karlsdóttir
Jóhann Einarsson
Jón Gunnar Tynes Ólason
Konráð Guðmundsson
Lilibeth Alendajao Ortega
Sigrún Káradóttir
Stephen Patrick Bustos
Þóra Karen Þórólfsdóttir
40 ára
Anna Hrund Helgadóttir
Daði Júlíus Agnarsson
Guðbjörg Auðunsdóttir
Guðrún Sigríður Jónsdóttir
Halldóra Kristín
Pétursdóttir
Harpa Rannveig
Helgadóttir
Herdís Rut
Guðbrandsdóttir
Jóhann Þorvarðarson
Pálmi Vilhjálmsson
Sigurlaug María Jónsdóttir
Snorre Greil
Svanhildur Sæmundsdóttir
Wojciech Jozef Koziol
30 ára
Arndís Jóna Jónsdóttir
Árnný Sigurbjörg
Guðjónsdóttir
Berglind Amy Guðnadóttir
Bjarni Helgason
Damian Stanislaw
Olszewski
Drífa Guðnadóttir
Erla Brandsdóttir
Haraldur Sveinn Eyjólfsson
Logi Ásbjörnsson
Michal Waclaw Zawalski
Otti Rafn Sigmarsson
Sanita Vajdic
Snæbjört Sandra
Gestsdóttir
Stefán Már Stefánsson
Svanhvít Yrsa Árnadóttir
Torfhildur Jónsdóttir
Van Thanh Bui
Þorgerður Ólafsdóttir
Þórhildur Berglind
Guðnadóttir
Til hamingju með daginn
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón