Morgunblaðið - 14.03.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.03.2015, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015 VIÐTAL Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Óperan Sæmundur fróði eftir Þór- unni Guðmundsdóttur verður frum- flutt í Iðnó á morgun, sunnudag klukkan 20, en óperan er sú fimmta sem Þórunn semur. Flytjendur koma úr tveimur áttum. Annars veg- ar úr Tónlistarskólanum í Reykja- vík, sem í ár fagnar 85. starfsári sínu og hins vegar úr leikfélaginu Hug- leiki sem Þórunn hefur lengi starfað með en hún hefur bæði skrifað leik- rit og söngleiki fyrir það. Hrafnkell Orri Egilsson er hljóm- sveitarstjóri óperunnar og útsetti hann líka fyrir hljómsveitina sem telur tíu einstaklinga og söngvarar eru 24 talsins, þar af tugur einsöngv- ara. Óperan fjallar um líf Sæmundar fróða, frá því að hann lauk námi í Svartaskóla og til dauðadags. „Það fréttnæmasta sem gerist hjá honum eru öll hans viðskipti við kölska,“ segir Þórunn en líkt og frægt er orð- ið slapp Sæmundur fróði með klækj- um frá kölska sem var skólastjóri Svartaskóla. „Kölski gefst ekki upp og er í raun alla tíð að reyna að ná valdi á Sæmundi,“ segir Þórunn en óperan fjallar um átökin á milli þeirra tveggja og eins um átökin milli góðs og ills. Kölski er bæði karl og kona „Nálgunin er á svolítið íslenskan hátt því við virðumst hafa gaman að því þegar kölski fær svolítið að kenna á því,“ segir Þórunn og bætir við að skemmtilegt sé að sækja inn- blástur til þjóðsagnaarfs Íslendinga sem er bæði óhugnanlegur og kím- inn en einnig dramatískur. „Það var nú eiginlega það sem kallaði mig að þessu leik- og söngverki, margar dramatískar uppákomur,“ segir hún en nokkuð er síðan hún fór að hafa augastað á sögunum um Sæmund fróða sem efnivið fyrir söng- og leik- verk. „Efnið kallaði á mig og var búið að gera það í dálítinn tíma. Ég færðist undan, því mörg óperuverk eru með karlmenn í aðalhlutverkum og kannski eina konu sem skrautfjöður með,“ segir hún. Það hafi því ekki verið fyrr en hún áttaði sig á því að kölski sé ekki karlkyns að hún ákvað að semja óperuna út frá sögunum. „Kölski getur verið karlkyns, kvenkyns, barn, fluga eða selur. Þegar ég áttaði mig á því að ég hafði hugsað þetta alltof þröngt þá hófst ég handa og kölski birtist í verkinu sem bæði kona og karlmaður, og sel- ur auðvitað,“ segir Þórunn. Húmor með alvöru tóni Líkt og áður segir er óperan um Sæmund fróða sú fimmta sem Þór- unn semur en meðal fyrri óperu- verka hennar eru Mærþöll, Gilitrutt og Hlini. „Þetta er sjöunda sýningin sem ég leikstýri fyrir Tónlistarskólann í Reykjavík. Yfirleitt höfum við verið að frumflytja verk eftir mig eða verk sem ekki hafa verið flutt áður á Ís- landi. Þetta hefur verið mikil áskor- un, en skemmtileg, fyrir mig að spreyta mig sem leikstjóri þar sem ég hef ekki formlega menntun á því sviði, en ég hef alltaf haft gaman að því að fara í leikhús og staðið svolítið á sviði,“ segir Þórunn en hún hefur einnig samið nokkur leikverk sem hafa verið sett upp af leikfélaginu Hugleiki. Þar á meðal Kolrössu, Epli og eikur, Systur og nú síðast söng- leikinn Stund milli stríða. Var Stund milli stríða valin af dómnefnd Þjóð- leikhússins sem athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2013- 2014. Í umsögn dómnefndar um söngleikinn segir að húmorinn og ástin séu aldrei langt undan, „né heldur tónlistin, og leikritið er bráð- skemmtilegt“. Hún segir að húmornum, sem birtist lesandanum iðulega í sög- unum um Sæmund fróða, verði gerð skil í verkinu. „Það er heilmikill húmor í verkinu en samt með und- irliggjandi alvörutóni. Sæmundur er í raunverulegri hættu þegar kölski reynir að klófesta hann en þetta er allt tekið á léttari nótunum,“ segir Þórunn. Allar sýningar fjóra daga í röð Með hlutverk Sæmundar fróða fer Einar Þór Guðmundsson og hlut- verk kölska er í höndum þeirra Gunnlaugs Bjarnasonar og Lilju Margrétar Riedel. „Verkið spannar þessi 77 ár sem Sæmundur lifði en þetta er svolítið skemmtilegt af því að hann er per- sóna sem var til og er í raun forfaðir Oddaverja og merk ætt sem kemur frá honum,“ segir Þórunn. Hún segir þjóðina hafa ákveðið að leggja áherslu á hans menntun og visku og spunnið alls konar hluti út frá þeim þáttum. „Ég held að allir kannist við söguna um púkablístruna, selinn sem fór með Sæmund yfir hafið og hvernig hann slapp úr Svartaskóla,“ segir Þórunn. Sýningar á Sæmundi fróða verða fjórar: á morgun, mánudag, þriðju- dag og miðvikudag og hefjast þær allar kl. 20 í Iðnó. Óperan varð til þegar kölski missti kynið Hafið Sæmundur ferðaðist á selsbaki yfir hafið og hér sést hópur ungra kvenna sem fer með hlutverk aldanna og hafsins í óperunni.  Óperan Sæ- mundur Fróði frumflutt í Iðnó Sæmundur og kölski Einar Þór Guðmundsson fer með hlutverk Sæ- mundar og Lilja Margrét Riedel með hlutverk kölska. Augu vina minna nefnist sýning sem Hulda Vil- hjálmsdóttir opnar í Gallerí Fold við Rauð- arárstíg í dag kl. 15. „Manneskjan í öllum sínum fjöl- breytileika er áberandi þema í verkum Huldu og málverk hennar eru unnin af einlægni og brennandi tjáningarþörf. Þrátt fyrir að verk hennar séu oft hrá og kröftug er þar að finna hreinan og tæran tón. Hulda hefur sjálf sagt að hún fari í einskonar trans þegar hún málar og að hver pensilstroka hafi sér- staka merkingu og að áferðin skipti máli,“ segir m.a. í tilkynningu. Sýn- ingin stendur til 29. mars. Augu vina minna í Gallerí Fold Hulda Vilhjálmsdóttir Billy Elliot (Stóra sviðið) Sun 15/3 kl. 19:00 6.k. Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Mið 29/4 kl. 19:00 Þri 17/3 kl. 19:00 aukas. Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Fim 30/4 kl. 19:00 Mið 18/3 kl. 19:00 7.k. Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Sun 3/5 kl. 19:00 Fim 19/3 kl. 19:00 8.k. Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Þri 5/5 kl. 19:00 Fös 20/3 kl. 19:00 aukas. Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Mið 6/5 kl. 19:00 Sun 22/3 kl. 19:00 9.k Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Fim 7/5 kl. 19:00 Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Mið 22/4 kl. 19:00 Fös 8/5 kl. 19:00 Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Fim 23/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Fös 24/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Sun 26/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 14/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Lau 18/4 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 13:00 Lau 11/4 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Fös 20/3 kl. 20:00 Frums. Þri 14/4 kl. 20:00 aukas. Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Sun 22/3 kl. 20:00 2.k Mið 15/4 kl. 20:00 9.k Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Þri 24/3 kl. 20:00 aukas. Fim 16/4 kl. 20:00 10.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Mið 25/3 kl. 20:00 aukas. Fös 17/4 kl. 20:00 11.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Fim 26/3 kl. 20:00 3.k. Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Fös 27/3 kl. 20:00 4.k. Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k Sun 29/3 kl. 20:00 aukas. Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Þri 12/5 kl. 20:00 aukas. Mið 8/4 kl. 20:00 5.k. Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Mið 13/5 kl. 20:00 22.k. Fim 9/4 kl. 20:00 6.k. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k. Lau 11/4 kl. 20:00 7.k. Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Fös 15/5 kl. 20:00 aukas. Sun 12/4 kl. 20:00 8.k. Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Sun 17/5 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 14/3 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00 Mán 16/3 kl. 20:00 Þri 24/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00 Þri 17/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Beint í æð (Stóra sviðið) Lau 14/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl. leikhusid.is Konan við 1000° – ★★★★ „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið) Sun 15/3 kl. 19:30 27.sýn Lau 21/3 kl. 19:30 28.sýn Sun 29/3 kl. 19:30 Lokas. Síðustu sýningar Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið) Fim 26/3 kl. 19:30 Frums. Fös 10/4 kl. 19:30 5.sýn Lau 18/4 kl. 19:30 9.sýn Fös 27/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 11/4 kl. 19:30 6.sýn Fös 24/4 kl. 19:30 10.sýn Mið 1/4 kl. 19:30 3.sýn Fim 16/4 kl. 19:30 7.sýn Fim 9/4 kl. 19:30 4.sýn Fös 17/4 kl. 19:30 8.sýn Eitt magnaðasta verk íslenskra leikbókmennta í uppsetningu Stefan Metz. Segulsvið (Kassinn) Fim 19/3 kl. 19:30 3.sýn Fim 26/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 10/4 kl. 19:30 7.sýn Sun 22/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 27/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 11/4 kl. 19:30 8.sýn Nýtt leikverk eftir Sigurð Pálsson Konan við 1000° (Stóra sviðið) Lau 14/3 kl. 19:30 Aukas. Fös 20/3 kl. 19:30 52.sýn Lau 28/3 kl. 19:30 Lokas. Aukasýningar á Stóra sviðinu. Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Sun 15/3 kl. 13:30 Sun 22/3 kl. 13:30 Sun 29/3 kl. 13:30 Sun 15/3 kl. 15:00 Sun 22/3 kl. 15:00 Sun 29/3 kl. 15:00 Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn! Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 14/3 kl. 14:00 7.sýn Lau 21/3 kl. 14:00 Lau 28/3 kl. 14:00 Lau 14/3 kl. 16:00 8.sýn Lau 21/3 kl. 16:00 Lau 28/3 kl. 16:00 Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Minnisvarði (Aðalsalur) Lau 14/3 kl. 20:00 Mið 25/3 kl. 20:00 Sun 29/3 kl. 20:00 Sun 22/3 kl. 20:00 Fös 27/3 kl. 20:00 Nazanin (Aðalsalur) Fim 19/3 kl. 20:00 Eldberg - Útgáfutónleikar (Aðalsalur) Fös 20/3 kl. 20:00 Minningartónleikar Elísabetar Sóleyjar (Aðalsalur) Fim 26/3 kl. 20:00 Dirt! The Movie (Aðalsalur) Þri 24/3 kl. 17:00 Vatnið (Aðalsalur) Lau 28/3 kl. 20:00 Sun 29/3 kl. 14:00 Mið 1/4 kl. 20:00 Meðal efnis í vorhefti Þjóðmála 2015 sem nýverið kom út er úttekt blaðsins á lögum frá 2013 um end- urnýjanlegt eldsneyti; Ólöf Nordal fjallar um öryggi Íslendinga í grein um lögreglu og öryggismál í al- þjóðasamhengi og þær hættur sem steðja að ríkjum í viðsjárverðum heimi og Jakob F. Ásgeirsson skrif- ar um stjórnmálaleiðtogann Ólaf Thors. Birt er grein eftir danska sagnfræðiprófessorinn Bent Jen- sen; Björn Bjarnason skrifar af vettvangi stjórnmálanna um dóma og lögmenn, Jón Gnarr og Guð, OR og bruðlið og frið og stríð; Bjarni Jónsson fjallar um Sjálfstæðisflokk- inn og átökin um Ísland; Jóhann J. Ólafsson skrifar um leigukvóta; Jón Þ. Þór segir frá Winston Churchill og birt er ræða nýja Nóbels- verðlaunahafans í bókmenntum, Patricks Modianos. Meðal bóka sem eru gagnrýndar má nefna Af- hjúpun Reynis Traustasonar og Rannsóknir Heródótusar og Sögu Pelopseyjarstríðsins eftir Þúkýdí- des. Þjóðmál eru 96 bls. Ritstjóri er Jakob F. Ásgeirsson. Vorhefti Þjóðmála komið út

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.