Morgunblaðið - 14.03.2015, Page 52

Morgunblaðið - 14.03.2015, Page 52
LAUGARDAGUR 14. MARS 73. DAGUR ÁRSINS 2015 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 790 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Með verstu spám sem sést hafa 2. Hundfúl með kjól sem hún … 3. Sá mesti í 61 ár 4. „Engir kjánar Íslendingarnir“  Mottusafnari dagsins er Róbert Birgir Agnarsson en stjúpi hans lést úr krabbameini fyrir rétt rúmu ári. Róbert er mottusafnari nr. 1.128. Fylgstu með honum og öðrum söfn- urum á mottumars.is Motta í minningu elskulegs stjúpa  Rokksafn Íslands í Reykjanesbæ opnar á morgun kl. 15 fyrstu sérsýn- ingu sína sem stóð til að opna í dag en var frestað um einn dag vegna slæmr- ar veðurspár. Á sýningunni er tónlist- armaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson tekinn fyrir og ber hún yfirskriftina „Páll Óskar – Einkasafn poppstjörnu“. Páll Óskar verður 45 ára á mánudag- inn og segir í tilkynningu frá safninu að því sé tilvalið að opna yfirlitssýn- ingu um líf hans og störf þessa ákveðnu helgi. „Páll Óskar er mikill safnari og mun sýningin verða sterkur vitnisburður um það,“ segir um sýn- inguna. Á henni verða m.a. sérhann- aðir búningar og fatnaður af tón- leikum hans – allt frá Rocky Horror-sýningu Leikfélags MH frá árinu 1991 til dagsins í dag, handskrif- aðar dagbækur, teikningar frá barn- æsku og hinn margumræddi Nokia 6110 sími sem hann átti í ein 14 ár. Sýningin verður gagn- virk og geta gestir m.a. sungið „Palla- lög“ í hljóðveri og tekið upptökuna með sér heim. Frek- ari umfjöllun um sýninguna má finna í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Fyrsta sérsýningin fjallar um Pál Óskar FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan og sunnan 20-30 m/s og talsverð rigning um sunn- anvert landið en úrkomuminna fyrir norðan. Dregur úr vindi og úrkomu síðdegis. Hlýnar. Á sunnudag Suðlæg átt, lengst af 5-13 m/s, en hvessir er líður á daginn og hvassviðri eða stormur um kvöldið með talsverðri rigningu suðaustantil. Víða slydda og síðar rign- ing og hlýnandi veður, en hiti um frostmark norðvestantil og dálítil snjókoma. Á mánu- dag Stíf suðlæg átt með rigningu eða slyddu, en úrkomulítið um landið norðanvert. „Miðað við leiki okkar á móti þessum liðum undanfarið hafa SR-ingarnir ver- ið mun sprækari en reynslan fyrir norðan er gífurleg. Þeir kunna þetta og þeir vinna alltaf. Einhvern veginn ná þeir alltaf að koma sér í gegnum úr- slitarimmurnar á einhverri seiglu,“ segir Gunnar Guðmundsson, fyrirliði íshokkíliðs Esjunnar, um úrslitaeinvígi SR og SA sem hefst annað kvöld. »3 Þeir kunna þetta og þeir vinna alltaf „Þetta er mikið áfall. Ég var loksins farin að taka þátt í sóknarleik á æfingum þegar þetta gerðist. Mér hafði geng- ið afar vel. Þar af leiðandi var ég bæði glöð og spennt fyrir framhaldinu og að sjá fram á að geta beitt mér af fullum krafti í handboltanum. Ég get bara engan veginn skilið þetta,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir sem sleit kross- band í hné í fyrrakvöld. »4 Get bara engan veginn skilið þetta Körfuboltamaðurinn efnilegi Krist- ófer Acox hefur staðið sig vel í bandarísku háskóladeildinni og nú ætlar hann að gera atlögu að því að komast í íslenska landsliðið. „Það væri draumur að spila með þessum stjörnum sem hafa spilað með íslenska landsliðinu síðustu ár. Allir vilja auðvitað reyna að komast í EM-hópinn og ég verð heima í sumar til að æfa og reyna að vinna mér sæti í hópnum,“ segir Kristófer. »1 Draumur að spila með þessum stjörnum Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Okkur langaði að vera með stelpulið en það gekk ekki, því miður. Við tókum þess vegna Stef- án með okkur í liðið því það mega vera þrír saman í liði,“ segir Sóley Benediktsdóttir en hún er í lið- inu Disabled Cookies, ásamt Aðalbjörgu Guð- mundsdóttur og Stefáni Jóns- syni, sem tekur þátt í forritunar- keppni fram- haldsskólanna. Keppnin hófst í gær með kynn- ingarfundi og í morgunsárið var blásið til leiks. Er búist við að keppni standi fram á kvöld. Met- þátttaka er í keppninni en 50 lið eru skráð til leiks, yfirleitt tveir til þrír saman í liði. Sóley segir að fjölskylda sín vinni við forritun og áhuginn komi þaðan. Hún geti alveg hugsað sér að starfa við forritun þegar hún verði eldri en framtíðin er töluvert langt í burtu og því nægur tími til að ákveða sig. „Ég er ekki búin að forrita lengi en ég er góð í stærðfræði og þetta tengist því. Það er gott að vera góð í stærðfræði þegar kemur að forritun,“ segir Sóley. Lítið kennt af forritun í skólum Keppnin er fyrir nemendur í framhaldsskólum sem hafa áhuga á hönnun, forritun og tölvum. Verðlaunin eru vegleg en sig- urliðin fá meðal annars skólagjöld í eina önn við HR felld niður auk annarra vinninga. Hjalti Magnússon, kennari í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og einn af skipuleggj- endum keppninnar, segir að kennsla í forritun í framhalds- skólum landsins sé ekki ýkja mik- il. Flestir keppendur hafi fiktað eitthvað í forritun af áhuga og séu því að nokkru leyti sjálf- lærðir. Læra forritun sjálfir „Það eru fimm stelpur að keppa í ár sem er ekki mjög mikið því það er metþátttaka í ár. Tækniskólinn og Framhalds- skólinn á Suðurnesjum eru einu skólarnir með sérstaka tölvudeild en flestir framhaldsskólar kenna einhverja tölvuáfanga. Flestir keppendur eru að læra forritun sjálfir og standa nokkuð vel að vígi,“ segir Hjalti. Framhaldsskólanemar forrita  Metþátttaka í forritunarkeppni framhaldsskólanna Morgunblaðið/Kristinn Keppni Metþátttaka er í keppninni í ár en 50 lið eru skráð til leiks, oftast tveir til þrír í liði. Fimm stelpur taka þátt í ár. Hjalti Magnússon Það er keppt í þremur deildum, kósínus-, sínus- og pí-deildum. Kósínus og sínus eru það sem kalla mætti erfiðu deildirnar en pí-deildin er fyrir nemendur sem eru byrjendur. Í kósínus-deildinni er lögð áhersla á þróun hugbúnaðar, að þróa kerfi eins og að gera heima- síðu eða vefsíðu. Þeir fá eitt stórt verkefni og dómarar meta hvaða verkefni skara framúr þar. Sínus er þrautalausn sem er líkari stærðfræði og eðlisfræði. Keppendur leysa mörg smá verk- efni og einnig heldur stærri verk- efni sem reyna á rökhugsun og útfærslu á lausnaraðferðum. Pí er einfaldari og hugsuð fyir þá sem eru að byrja að fikra sig áfram í forritun. Flestir nem- endur sem taka þátt í þessari deild hófu nám í forritun nú í haust. Rökhugsun og stærðfræði KEPPNISFYRIRKOMULAGIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.