Morgunblaðið - 18.03.2015, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Lægðafarganið undanfarna mánuði
hefur valdið verulegum truflunum á
siglingum Eimskips og Samskipa og
miklu álagi á áhafnir skipanna. Eim-
skip lenti í því í vetur að eitt skip-
anna missti gáma útbyrðis í óveðri
en Samskip hafa sloppið við það.
Ólafur William Hand, upplýsinga-
fulltrúi Eimskips, segir að menn
þurfi vissulega að vinna upp tafir
með ýmsum hætti en alvarlegar
truflanir hafi þó ekki orðið.
Barningur og óveður
„Þetta er fyrst og fremst erfitt
fyrir áhafnirnar, reynir mjög á
mennina um borð,“ segir Ólafur.
„Þeir eru alltaf í einhverjum
barningi og óveðri. En með góðum
mönnum og skipulagi hefur tekist
að halda þessu í horfi, sem betur fer
hefur þetta allt blessast. Skipin eru
kannski nokkrum klukkustundum
of sein, jafnvel sólarhring. Áttirnar
hafa yfirleitt verið þannig að þær
hafa verið tiltölulega hagstæðar á
útsiglingu, viðkvæmasti varningur-
inn er þá ferskur fiskur. En á heim-
leiðinni er þetta suðvestan bál sem
hefur verið að ganga svo mikið yfir
suðvesturhornið og suðurströndina,
þá er vindurinn á móti. Þá verður
töf, menn reyna að krækja fyrir
þetta en menn ná töfinni oftast upp
á útleiðinni, þá er meðvindur.“
Hann segir skipverja að sjálf-
sögðu oft þreytta og séu jafnvel
hættir að nenna að taka myndir
þegar þeir lenda í miklum sjó.
„Enda væri það bara eins og þið
væruð alltaf að taka myndir þegar
þið keyrið í vinnuna, segja þeir.
Þetta er orðið daglegt brauð,“ segir
Ólafur.
Hann segir að menn hafi gripið
til róttækra aðgerða eftir að eitt
skipið missti út gáma í vetur. Nú sé
verið að sjóbúa miklu meira og bet-
ur en áður, fara aftur og aftur yfir
hlutina. Festingar á sjálfum gám-
unum, þar sem megnið af varningn-
um er, séu reyndar alltaf eins en
gert sé meira af því á veturna að
verja ýmsa fleti og lausavöru á
dekki. Einnig segir hann að það
geti verið erfitt að lenda í miklu
roki, taka á sig veður.
„Ótrúlega erfiður vetur“
„Þetta er búinn að vera ótrúlega
erfiður vetur fyrir sjómennina
okkar vegna veðursins en sem bet-
ur fer höfum við ekki orðið fyrir
neinu tjóni, hvorki á mannskap né
varningi,“ segir Anna Guðný Ara-
dóttir, upplýsingafulltrúi hjá Sam-
skipum. „En við höfum lent í seink-
unum og þurft að sleppa höfnum
hér á landi, einu sinni urðum við að
sleppa Vestmannaeyjum,“ segir
Anna.
Einnig hafi veðrið haft slæm
áhrif á landflutninga á vegum fyr-
irtækisins, bílstjórarnir hafi oft
unnið þrekvirki. „Veðrið hefur oft
sett strik í reikninginn. Við höfum
þurft að fresta ferðum um hálfan
sólarhring eða meira og menn hafa
orðið veðurtepptir. En allir hafa
lagst á eitt við að koma vörum heil-
um á áfangastað sem fyrst.“
Hún segir að veðurhamurinn og
þá auðvitað fyrst og fremst mót-
vindur hafi áhrif á rekstrarkostnað
Samskipa, skipin og bílarnir noti
meiri olíu en ella. En Anna er
bjartsýn og segir að bráðum komi
betri tíð með blóm í haga. Og stutt
sé í lóuna.
Veðrahamur
erfiður fyrir
skipafélögin
Áhafnir Eimskips og Samskipa orðn-
ar langþreyttar á barningnum í vetur
Morgunblaðið/RAX
Þungi Brimskaflar eru ógnvekjandi
þegar veður er sem verst.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Innan ferðaþjónustunnar ríkir al-
menn bjartsýni um að vel takist að
manna stöður í greininni sem hefur
farið ört vaxandi á síðustu árum
samfara mikilli fjölgun erlendra
ferðamanna. Þó eru uppi áhyggjur
yfir því hversu erfitt er orðið að fá til
starfa fólk með sérstaka fagþekk-
ingu, hvort sem það eru þjónar,
kokkar, rútubílstjórar, leiðsögu-
menn eða hótelstjórnendur.
Helga Árnadóttir, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar (SAF), segir aukna áherslu
hafa verið lagða á að ráða fag-
menntað fólk en það sé orðið æ erf-
iðara. Ekki hafi tekist að halda í við
fjölgun ferðamanna með samsvar-
andi fjölgun fagfólks eins og þjóna
og kokka.
Fagmenntuninni ekki fylgt eftir
„Með auknum umsvifum í ferða-
þjónustu skapast fleiri atvinnutæki-
færi, en þetta er alltaf spurning um
hvenær þarf að bæta við starfsfólki
utan landsteinanna. Við höfum fund-
ið það vel að aukin gæði og þjónusta
skipta sköpum í greininni. Að því
leyti er það áhyggjuefni að fjölgun
fagmenntaðra skuli ekki hafa náð að
fylgja eftir fjölguninni í ferðaþjón-
ustunni,“ segir Helga hjá SAF.
Fjöldi umsókna á nýju hóteli
Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa
verið að stækka við sig í ferðaþjón-
ustunni er Íslandshótel, sem rekur
14 Fosshótel víðs vegar um landið. Í
sumar bætist hið 15. við í Reykjavík,
nánar tiltekið við Höfðatorg. Nýver-
ið voru störf í nýja hótelinu auglýst
og skiptu umsóknir hundruðum. Hjá
Íslandshótelum starfa mest um 800
manns yfir sumartímann og þar af er
erlent vinnuafl á bilinu 40-50%.
Davíð Torfi Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Íslandshótela, segir
umsóknirnar vegna nýja hótelsins
flestar hafa verið um sumarstörf en
verið sé að leita að fólki til starfa árið
um kring.
Davíð segir það annars fara eftir
landsvæðum hvernig gangi að ráða
fólk til hótelstarfa. Á höfuðborgar-
svæðinu hafi þetta gengið ágætlega
en erfiðast gangi að ráða faglærða
þjóna og kokka. Til ræstingastarfa
fáist nær eingöngu erlent vinnuafl
þar sem lítil eftirspurn sé meðal Ís-
lendinga eftir þeim störfum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ferðaþjónusta Meðal nýrra hótelbygginga sem nú rísa í Reykjavík er Fosshótel við Höfðatorg.
Bjartsýn á að vel takist
að ráða í allar stöður
Fjöldi faglærðra ekki fylgt eftir fjölgun ferðamanna
Greining Íslandsbanka spáir
því að heimsóknum erlendra
ferðamanna til landsins fjölgi
um 23% á þessu ári. Heild-
arfjöldinn verði 1.350 þúsund
og af þeim muni um 1.200
koma í gegnum Keflavík-
urflugvöll. Telur greining-
ardeildin að lækkun olíuverðs
og mikil samkeppni flugfélag-
anna muni án efa leiða til þess
að flug til Íslands verði hag-
stæðara en oft áður.
Út frá þessari spá Íslands-
banka og upplýsingum um
meðaldvalartíma ferðamanna
er talið að um 26 þúsund
ferðamenn séu hér á landi á
degi hverjum. Sem hlutfall af
heildaríbúafjölda er þetta rúm
7%, sem setur Ísland í 7. sæti
á heimsvísu hvað þetta varðar.
1.350 þús.
ferðamenn
AUKNINGU SPÁÐ
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Í skýrslu Rannsóknarnefndar um-
ferðarslysa er því beint til Ferða-
málastofu og Vegagerðarinnar að
staðir sem sérstaklega eru auglýstir
fyrir erlenda ferðamenn séu vel
merktir á vegum landsins, þar sem
ein algengasta orsök alvarlegra um-
ferðarslysa hjá erlendum ferða-
mönnum sé athyglisskortur.
Nýútkomin skýrsla nefndarinnar
fjallar um banaslys sem varð á
Vesturlandsvegi í ágúst árið 2013.
Erlendur ferðamaður var að skoða
vegakort í leit afleggjaranum að
fossinum Glanna og beygði óvart í
veg fyrir bifreið sem kom úr gagn-
stæðri átt með þeim afleiðingum að
ökumaður hinnar bifreiðarinnar
lést.
Í rannsókn sem Rannsóknar-
nefnd umferðarslysa gerði á um-
ferðarslysum erlendra ferðamanna
á árunum 2006 til 2010 kom í ljós, að
önnur algengasta orsök alvarlegra
umferðarslysa þessa hóps var að at-
hygli ökumanns var ekki við akst-
urinn. Algengasta orsökin var of
hraður akstur miðað við aðstæður.
Telur nefndin að bættar vega-
merkingar geti komið í veg fyrir
slys sem þessi, enda sé þá hægt að
einbeita sér meira að akstrinum og
minna að því að leita að merkingum.
Endurskoði öryggismál
hreyfihamlaðra í bifreiðum
Ökumaðurinn, sem lést í fyrr-
nefndu slysi í Borgarfirði, var fatl-
aður og lágvaxinn, samkvæmt því
sem fram kemur í skýrslunni, og
var ekki með öryggisbelti sökum
þess að hefðbundinn búnaður í bif-
reiðinni passaði ekki fyrir hann. Þá
segir í skýrslunni að líkur séu á að
hann hefði lifað slysið af hefði hann
verið spenntur í öryggisbelti sem
hefði verið lagað að líkamsbyggingu
hans.
Nefndin leggur til í skýrslunni að
Samgöngustofa og Landlæknir yf-
irfari þær reglur sem í gildi eru um
undanþágu um notkun öryggisbelta
og reglur um breytingar á bifreið-
um fyrir hreyfihamlaða. Heimilt er
að aðlaga bifreiðir þörfum hreyfi-
hamlaðra, en þegar bifreið hefur
verið breytt er skylt að fara með
hana í breytingarskoðun hjá fag-
giltri skoðunarstofu þar sem breyt-
ingin er yfirfarin og tilkynnt til
Samgöngustofu. Þó er ekki gerð
krafa um að notendur fari í þjálfun í
notkun á búnaðinum.
Undanþágur veittar
Þá er einnig bent á að veittar eru
undanþágur við notkun öryggisbelta
til þeirra sem geta illa nýtt þann
búnað af heilsufars- og læknis-
fræðilegum ástæðum og þarf þá
læknisvottorð því til staðfestingar.
Rannsóknarnefndin bendir á að í
sumum þessara tilfella er hægt að
laga búnaðinn að þörfum ein-
staklingsins. Það sé mikilvægt að
áður en ákvörðun er tekin um að
sleppa því að spenna beltið sé þessi
möguleiki skoðaður.
Skortur á athygli algeng orsök slysa
Rannsóknarnefnd umferðarslysa
leggur til betri merkingar á vegum
Morgunblaðið/Ómar
Merkingar Ökumaður lést fyrir tveimur árum þegar erlendur ferðamaður
með kort við hönd beygði í veg fyrir hann og olli hörðum árekstri.