Morgunblaðið - 18.03.2015, Blaðsíða 11
ekki endilega en batt þær inn að nýju
og skilaði þeim svo nýuppgerðum.
Hann lumar á nokkrum dýrgipum
heima sem hann hefur nostrað við,
m.a. undurfagurri nítjándu aldar bók
með gotnesku letri.
„Mér fannst óskaplega gaman
að gera við hana, hún hékk ekki sam-
an. Ég reyndi að láta sem mest af því
gamla halda sér en ég þurfti að laga
hverja einustu síðu,“ segir hann og
dregur fram aðra bók sem hann hef-
ur gert fallega upp, en hún er frá
1916, Matreiðslubók fyrir fátæka og
ríka.
„Þetta var fyrsta kennslubók
fyrir almenning í matreiðslu og hún
seldist upp á sínum tíma. Allt sem í
henni stendur gildir enn í dag, grund-
vallar-næringarfræði og fleira.“
Varð næstum því Ameríkani
Vigfús hefur líka bundið inn
fréttabréfið Framfarir sem er í
nokkuð stóru broti, en það var það
fyrsta sem Íslendingar prent-
uðu þegar þeir fluttu til Am-
eríku.
„Ég hef mikinn
áhuga á öllu sem tengist
Vesturförunum enda varð
ég sjálfur næstum einn af
þeim. Flestir mínir forfeður
fluttust vestur um haf, en afi
minn í móðurætt var skilinn eft-
ir hér heima á Íslandi.“
Hann segir misjafnt hve langan
tíma taki að binda inn bók, það fari
eftir ástandi hennar, en mestur tím-
inn fari í að ganga frá, gylla og
skreyta. „Ég er búinn að læra að
„marmorera“ eða munstra pappír
sem fer á bókaspjöld,“ segir Vigfús
sem notar bókabandskunnáttuna líka
til að búa til öskjur og gestabækur.
„Þetta býður upp á ýmislegt og
mér finnst gott að vera með margt
undir í einu. Ég nýti til dæmis af-
gangana í bókbandinu til að búa til
gjafakort sem líta út eins og litlar inn-
bundnar bækur. Þannig voru jóla-
kortin frá mér um síðustu jól og þau
vöktu heilmikla lukku.“
Smíðaði skrifborð og
svefnsófa fyrir syni sína
Vigfús lærði á sínum
tíma bifvélavirkjun
en hann starfaði í
27 ár í Landsbankanum á Reyðarfirði
og á Egilsstöðum.
„Ég starfaði líka sem ökukenn-
ari og smíðaði sjálfur kennslutækin í
bílana sem ég kenndi á, petalana
hægra megin, fyrir kúplingu og
bremsu,“ segir þessi handlagni mað-
ur sem hefur í gegnum tíðina smíðað
mikið, bæði úr tré og járni.
„Á mínum yngri árum smíðaði
ég skrifborð fyrir strákana mína og
svefnsófa. Ég smíðaði líka handa
þeim leikföng, stóra trukka og fleira
skemmtilegt. Ég yfirdekkti sófasettið
okkar hjónanna tvisvar, maður þurfti
bara að redda sér,“ segir hann og
hlær.
„Ég er líka með endurvinnslu,
bý til bíla og báta úr mjólkurfernum,
grillpinnum og flöskutöppum. Þetta
hef ég gert í tuttugu ár og það vekur
alltaf mikla lukku hjá barnabörn-
unum. Dýru leikföngunum er hent til
hliðar þegar þessi koma í hús.
Mjólkufernubílar og bátar virðast
ævinlega vera vinsælasta dótið.“
Vigfús er með aðstöðu fyrir bók-
bandið inni í íbúðinni sinni en hann
lagði hluta geymslunnar í kjallar-
anum undir smíðaaðstöðu, og þar
smíðar hann leikfangabíla, kolla og
fleira.
Forn áhöld Falsbein úr nautslegg t.v. og 150 ára leðurhnífur er langst t.h.
Fernubátur Barnabörnin henda frá sér dýrum leikföngum þegar afi færir
þeim leikföng sem hann býr til úr mjólkurfernum. Þau eru langvinsælust.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bókbindari Vigfús með jólakortin sem hann bjó til sem líta út eins og litlar bækur. Aðstöðuna hefur hann heima.
Gestabók í öskju Ein af mörgum gestabókum sem Vigfús hefur búið til.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015
Tækifæri
í mars
SIEMENS - Þurrkari
WT 46B267DN
Gufuþétting, enginn barki.
Hraðkerfi 40 mín.
Krumpuvörn í lok kerfis.
Tækifærisverð:
92.900 kr. stgr.
(Fullt verð: 109.900 kr.)
SIEMENS - Þvottavél
WM 14K267DN
Tekur mest 7 kg.
Vindur upp í 1400 sn./mín.
Tækifærisverð:
99.900 kr. stgr.
(Fullt verð: 118.400 kr.)
Orkuflokkur Tekur mestOrkuflokkur
Söngstarf hefur jafnan verið blóm-
legt í Skagafirði og þar starfa fleiri
kórar en Karlakórinn Heimir. Kvenna-
kórinn Sóldís er einn þeirra en kórinn
var stofnaður fyrir fimm árum af
nokkrum vöskum konum. Þar hefur
starfið verið öflugt yfir veturinn og
nú ætla Sóldísirnar að syngja sunnan
heiða um næstu helgi. Vel yfir 40
konur eru í kórnum, jafnt frá Sauðár-
króki sem sveitum Skagafjarðar, og
þar á meðal nokkrar eiginkonur
Heimismanna. Einnig syngja nokkrar
húnvetnskar konur í kórnum
Tvennir tónleikar verða laugardag-
inn 21. mars nk., fyrst kl. 14 í Guðríð-
arkirkju í Grafarholti og síðan kl. 17 í
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Stjórn-
andi kórsins er Sólveig Sigríður Ein-
arsdóttir og undirleikarar þeir Rögn-
valdur Valbergsson, séra Jón Helgi
Þórarinsson og Gunnar Sigfús
Björnsson. Formaður Sóldísar er
Drífa Árnadóttir frá Uppsölum.
Sönglagaval á tónleikunum verður
afar fjölbreytt, frá sígildum ættjarð-
arlögum til íslenskra og erlendra
dægurperla. Nánari upplýsingar um
kórinn er að finna á vefsíðunni
https://soldisir.wordpress.com.
Norðankonur með tvenna tónleika á höfuðborgarsvæðinu
Sóldísir úr Skagafirði koma
syngjandi suður yfir heiðar
Kvennakór Sóldísir úr Skagafirði með stjórnanda sínum og aðalundirleikara.
Endurvinnsla Flöskutappar
nýtast fjarska vel á mjólk-
urfernubílinn frá afa.