Morgunblaðið - 18.03.2015, Page 12

Morgunblaðið - 18.03.2015, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Hvernig hefur bíllinn það? Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30 BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Við hjá BJB erum sérfræðingar í dekkjum, pústi og smurningu og fleiru sem viðkemur reglubundnu viðhaldi bíla. Komdu með bílinn í BJB Hafnarfirði og þú færð góða þjónustu og vandað vinnu. 2012 Tímapantanir í síma 565 1090 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Gestir og íbúar miðbæjar Reykja- víkur hafa orðið varir við töluverða aukningu veggjakrots. Yfirleitt er þetta frekar ljótt krot eða krass og engin prýði, hvorki fyrir húseiganda né þann sem framkvæmdi gjörning- inn. Íbúar og eigendur húsnæðis í Reykjavík hafa lengi barist við þá sem krota á eignir þeirra einhverja stafi eða önnur merki. „Til að fá þetta staðfest þurfum við að skrá veggjakrot. Það hefur ekki verið gert síðan 2012. Almennt er staðan hins vegar sú að það lítur út fyrir að það sé aukning – allavega í miðborginni,“ segir Guðmundur Vignir Óskarsson, verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. „Hluti af ástæðunni er að þegar veðurfar er búið að vera eins og það hefur verið þá er minna um hreins- un vegna þess að það er erfitt að at- hafna sig.“ Veðrið setur strik í reikninginn Veðrið hefur verið vont lengi og í raun þannig að starfsmenn borgar- innar hafa ekki geta athafnað sig við hreinsun. „Við höfum ekki náð að halda úti hreinsun borgarinnar af sama krafti vegna veðurs, því mið- ur.“ Guðmundur segir að vegna sér- stöðu miðborgarinnar sé henni sinnt sérstaklega og passað að hún sé ekki uppfull af kroti og táknum. „Við hjá borginni erum alltaf að reyna að halda miðborginni í góðum gír út af sérstöðu hennar. Það er góð stefna að reyna að halda mið- borginni í lagi hvað þetta varðar og það er eins þar og víða um land að veðurfarið hefur verið þannig að það hefur ekki verið hægt að halda uppi því góða starfi sem hefur verið unn- ið alla jafna. Þá blasir þetta krot við fólki.“ Hann bendir á að Ísland sé ekki eyland hvað varðar krot og krass á veggi. „Þetta er alþjóðlegt vanda- mál. Þessi skaðvaldur, þegar verið er að krota á eignir annarra.“ Munur á kroti og list Reykjavíkurborg gerir skýran greinarmun á veggjakroti (e. tag) og vegglist (e. graffiti). Veggjakrot er alfarið bannað í Reykjavík. Borgin hefur staðið fyrir málun veggmynda í tengslum við listviðburði og í ein- stökum tilfellum veitt heimild fyrir slíkum myndum og má sjá víða vel heppnaðar veggmyndir. Hluti af átaksverkefninu „Hrein borg“ árið 2008 var að varpa ljósi á umfang veggjakrots í Reykjavík og var það skráð og myndað með skipulögðum hætti. Var það í fyrsta skipti sem veggjakrot hefur verið kortlagt með heildstæðum hætti. Niðurstaðan var sláandi, en alls voru taldir 42 þúsund fermetrar af veggjakroti enda eyddi borgin 159 milljónum í þrif á krotinu það árið til að snúa við öfugþróuninni. Í skráningu veggjakots árið 2012 var krotið komið niður í 16.000 fer- metra. Árið 2013 var kostnaðurinn kominn niður í 15 milljónir en alls hefur borgin kostað til 431 milljón í þrif á krotuðum veggjum síðan árið 2007. Veðrið kemur í veg fyrir hreinsun  Krot og krass á veggjum miðborgarinnar eykst  Erfiðlega gengur að hreinsa vegna veðurs  Hefur kostað borgina 431 milljón króna frá árinu 2007 að þrífa veggi og sérstök svæði Krot Stofnanir hafa lagt sitt af mörkum við þrif eins og Orkuveitan og Strætó. Heildarkostnaður við hreinsun veggjakrots í borginni er því hærri. Dýrt Krotuðum fermetrum hafði fækkað niður í 16 þúsund árið 2012 frá 42 þúsund fermetrum sem taldir voru 2008. Kostnaðurinn er mikill en borgin eyddi 15 milljónum í þrif árið 2013. Kostnaður fyrir árið 2014 liggur ekki fyrir. Morgunblaðið/Kristinn Verður þrifið Peningar eru til í borginni til að sinna þrifum á krotuðum fer- metrum og verður farið af stað um leið og veður leyfir. Fjögur skemmtiferðaskip með á fjórða þúsund farþega munu koma til Íslands sérstaklega vegna sól- myrkvans og norðurljósanna. Fyrsta skipið kemur til Reykjavík- ur árdegis í dag en það er skipið Azores með 550 farþega. Skipin Magellan, Marco Polo og Voyager verða einnig hér við land þegar sól- myrkvinn verður á föstudag en þau munu koma til Reykjavíkur á sunnudag og mánudag. Magellan er stærst skipanna, alls 46 þúsund tonn að stærð og tekur 1.250 farþega. TVG-Zimsen sér um að þjónusta skipin þegar þau koma til hafnar í Reykjavík. Fjögur skemmtiferðaskip til Reykjavíkur Skemmtiferðaskip Azores er væntanlegt til Reykjavíkur í dag. Skemmdir urðu á skógum vestan- lands í óveðrinu sem geisaði á land- inu á laugardaginn. Í stormskýrslu frá Valdimar Reynissyni, skóg- arverði á Vesturlandi, á vefsvæði Skógræktar ríkisins, segir að skemmdir á skógi hafi aðallega orð- ið á tveimur stöðum, Stálpastöðum í Skorradal og Norðtunguskógi í Þverárhlíð í Borgarfirði. Á Stálpastöðum brotnuðu tré illa í bergfurureit sem hafði verið grisj- aður nýlega og lagðist eða brotnaði um helmingur af þeim trjám sem eftir stóðu. Í Norðtunguskógi var mikið fall í furunni sem var grisjuð mjög hressilega sl. haust. Fram kemur á skogur.is að ný- grisjaðir skógar eru gjarnan við- kvæmir fyrir stórviðrum meðan trén sem eftir standa eru að styrkja rótarkerfi sitt. Stormfall er því óhjákvæmilegur fylgifiskur grisj- unar í þroskuðum skógum þótt það sé enn nokkurt nýnæmi í huga Ís- lendinga. Tré lágu í valnum eftir óveður helgarinnar Mynd/Skógrækt ríkisins Að vestan Skógar eru oft viðkvæmir fyrst eftir grisjun. Mörg tré féllu um helgina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.