Morgunblaðið - 18.03.2015, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015
Vandaðir og vottaðir ofnar
Ofnlokasett í
úrvali
NJÓTTU ÞESS AÐ GERA
BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA
FINGERS 70x120 cm
• Ryðfrítt stál
JAVA 50x120 cm
• Ryðfrítt stál
COMB 50x120 cm
• Ryðfrítt stál
Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem
gæði ráða ríkjum á góðu verði.
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is
Ósk Svisslendinga um að hætta
ESB-viðræðum árið 1992 verður
ekki borin saman við bréf
utanríkisráðherra Íslands til ESB.
Þetta má ráða af svörum þriggja
Svisslendinga sem þekkja til
aðildarumsóknar Sviss árið 1992.
Svisslendingar lögðu fram um-
sókn um aðild að Evrópubandalag-
inu, forvera ESB, 20. maí 1992.
Framkvæmdastjórn bandalags-
ins tók við umsókninni og voru
eiginlegar samningaviðræður ekki
hafnar þegar aðild að EES-
samningnum var felld í þjóðar-
atkvæðagreiðslu 6. desember
1992. Þegar niðurstaðan lá fyrir
var umsókninni sjálfhætt, að sögn
Tomas Miglierina, blaðamanns hjá
svissneska ríkisútvarpinu.
Raphaël Saborit, yfirmaður
samskipta hjá fastanefnd Sviss í
Brussel, staðfesti þessa lýsingu.
Sagði hann að stuðningur við ESB-
aðild hefði orðið mestur á árunum
1991-1992, eða 30-35%, en sé nú
til samanburðar aðeins 10-15%.
Enginn stjórnmálaflokkur í Sviss
berjist nú fyrir ESB-aðild.
Fyrirspurn var send til sviss-
neska utanríkisráðuneytisins.
Fram kom í svari þess að árið
1992 hefði þurft að leggja fram
þrjár umsóknir til þriggja lykil-
stofnana Evrópubandalagsins.
„Strax í kjölfar þess að Sviss-
lendingar höfnuðu EES-samn-
ingnum óskaði ríkisstjórn Sviss
þess að framkvæmdastjórn ESB
frysti aðildarferlið. Með samþykkt
Maastricht-sáttmálans [í febrúar
1992, sáttmálinn tók gildi 1. janúar
1993] breyttist umsóknarferlið.
Við það varð nauðsynlegt að leggja
fram umsókn um aðild að ESB, það
var ekki lengur mögulegt að sækja
um hjá einstaka stofnunum
bandalagsins,“ segir í svarinu.
Var þar vísað til Kola- og stál-
bandalagsins, Kjarnorkubanda-
lagsins og Efnahagsbandalags
Evrópu. „Með þessari grundvallar-
breytingu á reglunum höfðu þrjár
umsóknir Svisslendinga [að þess-
um stofnunum] ekki lengur gildi
og því þjónaði það engum tilgangi
að draga til baka þessar þrjár úr-
eltu umsóknir,“ sagði í svarinu.
Ekki fordæmi fyrir Ísland
VIÐRÆÐUSLIT SVISS VIÐ ESB ÁRIÐ 1992
AFP
Alparnir Stuðningur við ESB-aðild í
Sviss mælist nú á bilinu 10-15%.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis-
ráðherra segir samskipti sín og
utanríkisráðuneytisins við fulltrúa
Evrópusambandsins hafa hafist fyr-
ir tveimur til þremur vikum. Það sé
aðdragandinn að þeirri ákvörðun
hans að senda bréf til ESB þar sem
þess er óskað að Ísland hafi ekki
lengur stöðu umsóknarríkis. Hann
hafi rætt málin við Edgars Rinke-
vics, utanríkisráðherra Lettlands,
sem nú gegnir formennsku í ESB.
Þær upplýsingar fengust frá Janis
Berzins, talsmanni fastanefndar
Lettlands hjá ESB, að Gunnar Bragi
og Rinkevics hefðu ekki rætt efnis-
lega um bréfið áður en það var af-
hent. Samskiptin hefðu aðeins varð-
að fyrirætlun ríkisstjórnarinnar.
Þá fengust þær upplýsingar hjá
stækkunardeild ESB að íslenska
utanríkisþjónustan hefði ekki rætt
málið við framkvæmdastjórn ESB.
Íslensk stjórnvöld hefðu hins vegar
rætt málið við aðrar stofnanir ESB
og voru þær ekki tilgreindar.
Þá ítrekaði stækkunardeildin að
ESB-umsókn Íslands hefði ekki ver-
ið dregin til baka. Málið væri innan-
landsmál á Íslandi og yrði ekki frek-
ar rætt af hálfu sambandsins.
Rinkevic tók eins til orða á blaða-
mannafundi í Brussel í gær. Sagði að
ESB myndi hvorki ræða bréf ríkis-
stjórnarinnar né bréf stjórnarand-
stöðunnar á Íslandi um málið.
Ræddu möguleg viðbrögð ESB
Gunnar Bragi leggur áherslu á að
samskipti hans og ráðuneytisins við
ESB hafi verið á óformlegum nótum.
„Samskiptin hafa verið þannig að
ég hef átt samtöl við lettneskan koll-
ega minn sem er nú í forsvari fyrir
Evrópusambandið og embættis-
menn í ráðuneytinu hafa átt samtöl
við embættismenn hjá Evrópusam-
bandinu. Þetta er allt á óformlegum
nótum. Það er einfaldlega verið að
ræða hlutina, hvernig væri hægt að
gera þetta og hvernig menn myndu
mögulega bregðast við og annað
slíkt. En að sjálfsögðu hefði Evrópu-
sambandið aldrei getað sagt okkur
eitthvað eitt ákveðið í því. Það sem
við vorum fyrst og fremst að gera
var að upplýsa um fyrirætlanir okk-
ar og halda þeim upplýstum.“
Þú hefur nefnt í viðtali að það væri
mat ykkar að ekki bæri að fara fram
með „offorsi“ í málinu. Hvenær
komist þið að þeirri niðurstöðu að
þetta sé besti far-
vegurinn?
„Í raun má
segja að við höf-
um gert það strax
2013 þegar við
ákváðum að fara
ekki hreinlega
fram með tillögu
þá. Við vildum
nálgast málið í
rólegheitunum.
Við hins vegar ákváðum það fyrir
tveimur, þremur vikum – það var
mín tillaga – að heyra í kollega mín-
um með þetta allt saman. Síðan hafa
verið smávægileg óformleg sam-
skipti um þetta allt saman sem leiddi
til þess að ríkisstjórnin ákvað að
senda þetta bréf.“
Var eitthvað í viðbrögðum lettn-
esks kollega þíns eða embættis-
manna í Brussel sem styrkti þessa
skoðun í sessi, að betra væri að gera
þetta svona en ganga lengra?
„Nei, ekki beint þannig. Það er
fyrst og fremst að hlutirnir skýrast
oft betur þegar menn tala saman og
það var nú fyrst og fremst það sem
við vorum að gera. Við vorum vissir
um það allan tímann að við gætum
sent þetta bréf og höfðum fulla
heimild til þess. Þannig að við vild-
um fyrst og fremst tryggja að þetta
kæmi Evrópusambandinu ekki á
óvart. Við vildum líka hlusta eftir
því, að sjálfsögðu, hvernig þeir
myndu mögulega bregðast við slíku
bréfi. Þeir gátu vitanlega ekkert
sagt okkur eða lofað okkur neinu.“
Ísland átti frumkvæðið
Kom fram í þeirra svörum að þeir
óskuðu eftir því að það yrði ekki
gengið lengra en þarna er gert?
„Nei, nei. Við áttum frumkvæðið
að þessu öllu saman.“
Er sérstök ástæða fyrir því að ýta
þessu úr vör í síðustu viku?
„Nei. Ef ég ætlaði að koma með
mál inn í þingið þurfti það að gerast
fyrir ákveðinn tíma. Ég taldi hins
vegar að á þessum tímapunkti væri
rétt að gera þetta með þessum
hætti, eiga þessi samtöl. Það er eng-
in sérstök ástæða fyrir tímasetning-
unni önnur en sú að auðvitað var
komið að því að leggja fram þingmál
eða fara þessa leið og það var best
að draga það ekki of lengi,“ segir
Gunnar Bragi en frestur til þess að
leggja fram þingmál rennur út 31.
mars.
Myndu beita málþófi
Hvaða afleiðingar hefði það haft
fyrir Ísland að fara fram með „of-
forsi“ eins og þú orðar það?
„Ég reikna ekki með að stjórnar-
andstaðan myndi vilja greiða at-
kvæði um þetta mál, ekki frekar en
sl. vor, þar sem hún beitti málþófi og
kom í veg fyrir að málið næði fram
að ganga. Við myndum þá væntan-
lega þurfa að taka vorið og sumarið í
málið. Ég held að það myndi hvorki
þjóna hagsmunum Íslands, Evrópu-
sambandsins né þjóðarinnar að vera
í slíku rifrildi um hlut sem hægt er
að klára á þennan hátt. Ég hugsa að
Evrópusambandið skilji að það er
engum greiði gerður með slíku,
hvorki þeim né okkur. En þetta er
leið sem er mjög skynsamleg af því
að málið er löngu dautt.“
Kom einhvern tímann fram í sam-
skiptum þínum við ESB að það áliti
þetta ígildi afturköllunar?
„Fullltrúar ESB hafa aldrei tjáð
sig um slíkt. Þeir segja, sem er mjög
eðlilegt, að þetta sé innanríkismál,
að þetta sé málefni Íslands, hvernig
ríkisstjórnin orðar bréfið og tekur á
þessu máli. Þeir munu hins vegar
virða það sem kemur til þeirra. Ég
held að það sé alveg skýrt hvað við
erum að fara með þessu bréfi. Ég
býst við að viðbrögð þeirra verði al-
veg skýr í því efni.“
Fékkstu þau viðbrögð að þetta
skref hefði í för með sér að Ísland
væri ekki lengur umsóknarríki?
„Þeir lofuðu okkur ekki neinum
sérstökum viðbrögðum.“
Vildu kanna viðbrögð ESB
Utanríkisráðherra rekur aðdraganda bréfs til ESB til afdrifa þingsályktunartillögu fyrir um ári
Deilur hefðu ekki þjónað hagsmunum ESB Bréfið ekki rætt efnislega við formennskuríki ESB
Janis
Berzins
Gunnar Bragi
Sveinsson
Edgars
Rinkevics
Reuters
Fánaborg við höfuðstöðvar ESB Utanríkisráðherra hóf viðræður við fulltrúa ESB fyrir nokkrum vikum.