Morgunblaðið - 18.03.2015, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015
H-Berg ehf | S. 565-6500 | hberg@hberg.is | hberg.is
FRÁBÆR
T
VERÐ
Nýjar vörur frá H-Berg
Túrmerikdrykkur Möndlumjólk
Íslensk framleiðsla
Skipholt 50c • 105 Reykjavík • 582 6000 • www.computer.is
Síðan 1986
Sendum hvert
á land sem er
Fislétt fartölva
Acer Aspire ES1
• Skjár: 11,6 tommu HD (1366x768)
• Örgjörvi: Intel Dual Core 2,58 GHz Turbo
• Vinnsluminni: 4 GB (hámark í 8 GB)
• Harður diskur: 500 GB SATA3
• USB 3.0, HDMI, Bluetooth 4.0
• Myndavél, hljóðnemi
• Windows 8.1 64ra bita
• Aðeins 1280 grömm
• Örþunn og öflug
55.900 kr.
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Pappírslaus viðskipti hafa verið
stunduð um hríð, en líkega hafa
pappírslaus salerni ekki náð jafn-
mikilli útbreiðslu. Nú býður hrein-
lætistækjaverslunin Ísleifur Jóns-
son slíkan grip til sölu og er salernið
þeim kostum búið að sá sem það
notar þarf ekki að nota salernis-
pappír er hann hefur gengið örna
sinna.
Volgar vatnsbunur sem berast úr
stútum sjá um að skola þá líkams-
parta sem þurfa hreinsunar við. Með
því sparast kaup á salernispappír og
hreinlæti er talsvert meira, að sögn
verslunarstjóra. Þá eru ótalin þau
umhverfisvænu áhrif sem minni
pappírsnotkun hefur í för með sér.
Umrætt salerni heitir Senso
Wash, það er hannað af franska
hönnuðinum Philippe Starck og
framleitt hjá þýska fyrirtækinu
Duravit. Það hefur verið til sölu hjá
Ísleifi Jónssyni um skeið og að sögn
Lárusar Einars Huldarssonar,
verslunarstjóra þar, á þessi tækni
rætur að rekja til Japans, þar sem
notkun slíkra salerna er nokkuð út-
breidd.
„Þetta virkar í stuttu máli þannig
að þegar klósettferðinni er lokið er
ýtt á fjarstýringu. Þá koma stútar
fram undan setunni og sprauta
vatni. Það er hægt að forstilla hitann
og kraftinn á vatninu og einnig
hvert bunan beinist, t.d. er hægt að
velja dömu- og herrastillingar,“ seg-
ir Lárus. „Í framhaldinu er svo
hægt að stilla á blástur ef fólk vill.“
Þessu til viðbótar er seta salernisins
upphituð.
Spurður í hverju helstu kostir sal-
ernisins felist segir Lárus þá marga,
sá helsti sé að því fylgi talsvert
meira hreinlæti en þeim hefð-
bundnu. „Þetta þrífur betur en
pappírinn. Svo minnkar pappírs-
notkunin.“ Hann segir þó allan gang
á því hvort þeir sem noti gripinn
sleppi því að nota salernispappír,
það sé ákvörðun hvers og eins.
Margskonar aukabúnaður
Salerni af þessari gerð er til af-
nota fyrir viðskiptavini Ísleifs Jóns-
sonar og að sögn Lárusar nýtur það
töluverðrar hylli og fýsir marga að
prófa það. „Það er til í dæminu að
fólk geri sér ferð hingað til að gera
stykkin sín. Margir vilja prófa þetta
og það eru allir velkomnir.“
Grunnverð á Senso Wash-salerni
er 320.000 krónur. Við það er hægt
að bæta ýmsum aukabúnaði, allt eft-
ir smekk og þörfum hvers og eins;
t.d. nuddi, næturlýsingu og sjálf-
virkri lokun.
Fjarstýrt, pappírslaust og upphitað
Ylvolgar vatnsbunur taka við hlutverki salernispappírs Margir vilja prófa gripinn í versluninni
Morgunblaðið/Eggert
Senso Wash Fljótt á litið lítur salernið út fyrir að vera hefðbundið, en er lokinu er lyft kemur í ljós vatnsstútur sem
skolar þá líkamsparta sem þurfa þess við að salernisferð lokinni. Hægt er að stilla hitastig og kraft vatnsbununnar.
Í nýrri skýrslu um starfsemi rík-
issaksóknara kemur fram það mat
Ríkisendurskoðunar að langur
málsmeðferðartími hjá embættinu
fari í bága við réttarfars- og stjórn-
sýslureglur. Sú regla að hraða beri
meðferð sakamála sé ein af grund-
vallarreglum íslensks réttarfars.
Álag á embætti ríkissaksóknara hafi
aukist verulega á undanförnum ár-
um.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar var
birt á heimasíðu stofnunarinnar í
gær. Í henni er innanríkisráðuneyt-
ið hvatt til þess að beita sér fyrir því
að embætti ríkissaksóknara fái
nauðsynlegar fjárveitingar til að
það geti sinnt hlutverki sínu með
viðunandi hætti.
Þar kemur fram að á undanförn-
um árum hafi málum sem koma til
ákærumeðferðar hjá ríkissaksókn-
ara fjölgað verulega og þau orðið
flóknari en áður. Ein afleiðing þessa
sé að afgreiðslutími sakamála hjá
embættinu hafi að meðaltali lengst
verulega. Hér sé átt við tímann frá
því að mál berst embættinu þar til
ákvörðun um afgreiðslu þess liggur
fyrir. Vegna fjölgunar slíkra mála
og þess að þau njóta að jafnaði for-
gangs í starfseminni hafi embættið
ekki getað sinnt sem skyldi sam-
ræmingar- og eftirlitshlutverki sínu
gagnvart ákærendum á lægra stigi.
Starfsmenn ríkissaksóknara voru í
ársbyrjun þessa árs 16, að því er
fram kemur í skýrslunni.
Sjálfstæði gagnvart öðrum
„Í réttarríki er grundvallaratriði
að ákæruvaldið sé sjálfstætt gagn-
vart öðrum stjórnvöldum. Í skýrsl-
unni er bent á að samkvæmt saka-
málalögum skulu ákærendur ekki
taka við fyrirmælum frá öðrum
stjórnvöldum um meðferð ákæru-
valds nema lög kveði sérstaklega á
um það. Annars staðar í lögunum er
mælt fyrir um eftirlit ráðherra með
framkvæmd ákæruvalds. Þá er í
lögum um Stjórnarráð Íslands kveð-
ið á um að ráðherra hafi almennt
eftirlit með starfrækslu, fjárreiðum
og eignum þeirra sjálfstæðu stjórn-
valda sem undir hann heyra. Rík-
isendurskoðun hvetur innanríkis-
ráðuneytið til að beita sér fyrir því
að lög kveði með skýrum hætti á um
sjálfstæði ríkissaksóknara og eftir-
litshlutverk ráðuneytisins,“ segir
orðrétt í frétt um skýrsluna.
Ríkisendurskoðun leggur til að
starfsmenn ríkissaksóknara færi
verkbókhald til að bæta yfirsýn um
starfsemina. agnes@mbl.is
Fer í bága við
réttarfarsreglur
Hraða ber meðferð sakamála