Morgunblaðið - 18.03.2015, Síða 25

Morgunblaðið - 18.03.2015, Síða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 „Þingræði þýðir það einfaldlega að sá meirihluti sem situr á þinginu ræður hverjir verða ráðherrar.“ Þetta sagði formaður fjárlaganefndar, Vig- dís Hauksdóttir, orð- rétt í Kastljósþætti að kvöldi mánudagsins 16. mars. Ég trúði því ekki að hún hefði lýst þingræði svona fyrr en hún hafði sagt mér það þrem sinnum í upptöku á Kastljósþættinum, sem ég sótti í sarp RÚV. Hér lýsir for- maður fjárlaganefndar skoðun sinni á hvað þingræði er. Formaður nefndar, sem á 27 ára ferli mínum sem þingmaður – þar af í fjögur ár sem formaður fjárlaganefndar – hef- ur aldrei í eitt einasta skipti öll þessi 27 ár tekið við tillögum frá ráðherrum ríkis- stjórnar án þess að breyta þeim tillögum – stundum mjög mikið, stundum minna. Þing- maðurinn telur sig með réttu eiga að vera einn af helstu oddvitum fjárveitingavaldsins, eins og það er skilgreint í þingræðisríki. Svo segir hún núna að sam- kvæmt sínum skilningi sé hlutverk þingræðis það eitt, að meirihluti Alþingis ráði hverjir verði ráð- herrar. Síðan ráði þeir. Hjálpið okkur hinum! Vigdís Hauksdóttir hefur getið sér orð fyrir framgöngu og orðaval á Alþingi Íslendinga jafnt sem utan þess. Svona er talað ef munnurinn talar hratt en hugsunin talar hægt. Góðviljaðir menn í Framsóknar- flokknum – en þeir eru margir – ættu að reyna að veita svolitla að- stoð. Ekki bara vegna þingmannsins heldur miklu frekar vegna okkar hinna sem þurfum að hlusta á svona lagað. Annaðhvort þarf að þjálfa þingmanninn í að láta hugsunina tala hraðar – eða láta munninn tala hægar. Nema góðviljaðir framsókn- armenn telji að það sé vonlaust. Þá verðum við hin bara að þola þetta. Enginn getur þá neitt við því gert. Þá er það bara svona! Eftir Sighvat Björgvinsson » Þingmaðurinn telur sig með réttu eiga að vera einn af helstu odd- vitum fjárveitinga- valdsins. Höfundur er fyrrv. alþingismaður og ráðherra. Sighvatur Björgvinsson Þegar hugsunin talar hægt – en munnurinn talar hratt Bæjarstjórn Garða- bæjar hefur boðað til íbúafundar í dag um byggingu fjölnota knatthúss í bænum. Mikil umræða hefur verið um málið að und- anförnu innan bæj- arins og hefur sitt sýnst hverjum um fyr- irhugað hús og stað- setningu þess. Um- ræðan er ekki ný af nálinni og hafa hugmyndir um bygg- ingu fjölnota knatthúss verið ítrekað til umræðu frá því fyrir aldamót. Frá því í mars 2013 hefur knatt- spyrnudeild Stjörnunnar unnið að því að meta kostnað og staðsetningu slíks mannvirkis og hefur komist að þeirri niðurstöðu að húsinu yrði best komið fyrir á núverandi æfinga- svæði félagsins við Ásgarð, auk þess sem knattspyrnudeild og aðalstjórn hafa ítrekað ályktað að knatthús skuli byggja á Ásgarðssvæðinu. Ný- leg skoðanakönnun sýnir að um 61% íbúa kýs Ásgarð en liðlega 13% Vetrarmýri sem heppilega staðsetn- ingu hússins. Bæjarstjórn skipaði starfshóp til að fjalla um málið og réð arkitekta til að meta kosti og galla mögulegra staðsetninga hússins í Garðabæ. Niðurstaða vinnu arkitektanna birt- ist nýlega á vef Garðabæjar og er heppilegasta staðsetning mannvirk- isins talin vera í Vetrarmýri, vestan við golfvöll GKG. Hvaða hagsmunir ráða? Því ber að fagna að bæjarstjórn hafi loks tekið málið föstum tökum og hafið undirbúning að byggingu fjölnota knatthúss. Þó er það svo að miðað við samskipti undirritaðs við bæjaryfirvöld og niðurstöðu fyrr- nefndrar skýrslu, telur undirritaður að allt líti út fyrir að niðurstaða bæj- arstjórnar verði sú að húsið byggist í Vetrarmýri. Fari svo, er ekki hægt annað en að spyrja þeirrar spurn- ingar hvort sjónarmið Stjörnunnar og foreldra barna og unglinga sem stunda knattspyrnu hjá Stjörnunni vegi ekki þyngst við slíka ákvörðun? Þegar fyrir liggur afstaða Stjörn- unnar og íbúa hlýtur bæjarstjórn að leggja málið upp sem svo: Mann- virkið rís í Ásgarði, nema gegn því mæli svo sterk rök að frágangssök teljist. Það viðurkennist að allar þær staðsetningar sem nefndar hafa ver- ið í umræðunni hafa sína kosti og galla. Staðsetning á Ásgarðssvæði hefur áhrif á útivistarsvæði barna í Flataskóla, sem og óveruleg áhrif á útsýni íbúa á Stekkjarflöt yfir íþróttasvæði Stjörnunnar. Með því að grafa mannvirkið niður um 2-3 metra og með réttri staðsetningu hússins á svæðinu mun slíkt óhag- ræði minnka verulega. Slíkt hús nýt- ist skólastarfi einnig vel. Staðsetn- ing hússins í Vetrarmýri hefur hins vegar aðra og veigameiri ókosti að mati undirritaðs. Hvar er miðja Garðabæjar? Undirritaður telur reyndar að ef húsið byggist í Vetrarmýri muni það hafa veruleg áhrif til hins verra fyrir Ásgarðssvæðið sem heild, enda fær- ist miðja knattspyrnuiðkunar Stjörnunnar þá yfir í Vetrarmýri yf- ir vetrartímann og Garðabær missir enn einu sinni af því að geta byggt miðlægan kjarna í bænum. Hvað segja forsvarsmenn þeirra þjónustu- fyrirtækja sem eru og verða með starfsemi á og í kringum nýtt Garða- torg við slíkum hugmyndum? Þá má einnig spyrja: hvers vegna myndi bæjarstjórn Garðabæjar kjósa að byggja slíkt mannvirki á gríðarlega verðmætri lóð þar sem verið er að undirbúa blandaða byggð, þegar íþróttafélag bæjarins hefur óskað eftir því að húsið byggist á lóð sem þegar er nýtt undir íþrótta- starfsemi? Þá má einnig nefna að sérfræð- ingar í umferðarmálum hafa bent á að miðað við land- fræðilega dreifingu for- eldra barna og unglinga sem stunda knatt- spyrnu hjá Stjörnunni, muni bygging hússins í Vetrarmýri auka veru- lega umferð um Garða- bæ, sem gengur þvert gegn ríkjandi sjón- armiðum. Og hvar eru nú sjónarmiðin um að gera eigi börnum og unglingum auðveldara að ganga eða hjóla á æf- ingar, sem aftur dregur úr keyrslu foreldra og þar með bílaumferð al- mennt? Þau rök sem nefnd hafa verið um að bygging slíks húss á Ásgarðs- svæði auki umferð um svæðið með þeim hætti að núverandi gatnagerð þoli hana ekki, eru misskilningur að mati undirritaðs. Umferð vegna barna- og unglinga sem sækja æf- ingar í slíku knatthúsi byrjar ekki að neinu marki fyrr en skólastarfi á svæðinu lýkur hvern dag. Einhverjir hafa nefnt að bílastæðavandamál komi í veg fyrir byggingu hússins á Ásgarðssvæðinu. Vissulega er hörg- ull á bílastæðum í kringum skóla á Ásgarðssvæði og í kringum æfinga- svæði Stjörnunnar þegar knattleikir eiga sér stað. Bygging slíks húss býr hins vegar ekki til skort á bílastæð- um heldur mun þeim fjölga. Þá er hægt með einföldum hætti að byggja ný bílastæði vestan Garðaskóla og bílastæðum mun einnig fjölga við Flataskóla gangi hugmyndir Stjörn- unnar fram. Hagsmunir heildar Á Ásgarðssvæði er miðja íþrótta- iðkunar Garðabæjar. Þar er félags- heimili Stjörnunnar, sundlaug bæj- arins, aðstaða blakíþróttarinnar, körfuknattleiksaðstaða, fimleika- aðstaða o.fl. Samlegðaráhrif alls þessa eru mjög mikilvæg og ákvörð- un um að staðsetja húsið í jaðri byggðarinnar með það fyrir augum að það þjóni betur framtíðarbyggð en ekki byggð dagsins í dag, getur að mati undirritaðs reynst afar af- drifarík. Þar verða hagsmunir heild- arinnar að ráða en sérhagsmunir að víkja. Eftir Baldvin Björn Haraldsson Baldvin Björn Haraldsson »Hlýtur bæjarstjórn að leggja málið upp sem svo: Mannvirkið rís í Ásgarði, nema gegn því mæli svo sterk rök að frágangssök teljist. Höfundur er íbúi í Garðabæ og stuðningsmaður Stjörnunnar. Knatthús í Garðabæ Ökufærni er lykilatriðið þegar ungmenni hefja akstur. Hvar fær ungmennið þitt kennslu? Hluti námsins fer fram í fullkomnum ökuhermi Áhersla lögð á færni nemenda og öryggi þeirra í umferðinni Allt kennsluefni innifalið Ökukennsla www.bilprof.is Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 • Opið 10-17 alla daga. Hringdu núna og bóka ðu ökuskól ann ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD – yfir 40 ár í fagmennsku. Þekking og reynsla í fyrrirúmi 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.