Morgunblaðið - 18.03.2015, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 18.03.2015, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Nú hef ég fylgt bestu frænku í heimi til grafar. Magnea Magn- úsdóttir, eða Maggý frænka, var stóra systir pabba míns og mikil fyrirmynd í mínu lífi, hún var alltaf svo hjálpsöm, ráða- góð, gjafmild og skemmtileg. Við gátum bókstaflega talað um allt og hlegið að vitleysunni sem okkur datt í hug að tala um. Ég var smástelpa þegar ég flutti til Akureyrar með mömmu minni og tveimur systkinum og það voru ófáar flíkurnar sem Maggý saumaði og prjónaði á okkur systkinin og ekki veit ég til að hún hafi rukkað fyrir það. Alltaf fékk maður gott að borða hjá frænku og í minning- unni er Maggýjar-rúgbrauð og -brauðsúpa það besta sem ég hef smakkað. Maggý var með svo stórt og hlýtt hjarta og sýndi mér og mínum börnum og barnabörn- um ást eins og hún væri mamma/amma/langamma okk- ar. Börnin mín öll elskuðu hana mikið og þótti svo gaman að koma til hennar sem og mann- inum mínum, Ísaki, sem var í sérstöku uppáhaldi, og Maggý talaði oft um hversu heppin ég væri að eignast hann sem mann og hún meinti það, hún sagði nefnilega það sem hún meinti og það er nokkuð sem ég mun reyna eftir fremsta megni að herma eftir henni ásamt svo mörgu öðru sem hún var svo flink í. Ég veit að nú er elsku besta frænka mín komin á betri stað og hefur nóg að gera við að knúsa og spjalla við þá sem fóru á undan henni, Sigrúnu, systur sína, sem hún saknaði alltaf svo mikið, enda fór hún alltof snemma, og svo bróður sinn, hann pabba minn, sem líka fór of snemma, og mömmu sína og pabba, svo mun hún örugglega hafa nóg að gera við að fylgjast með fólkinu sínu, sem hún elskaði svo heitt og elskaði að vera með. Þar til við hittumst á ný, elskan mín, þurrka ég tárin, brosi til himins og kveð þig Maggý mín, þín Aðalheiður (Alla), Ísak, börn og barnabörn. Magnea frá Kleifum var einn af bestu barnabókahöfundum okkar á síðustu öld. Hún hóf höfundarferil sinn á því að skrifa skemmtilegar og spennandi ástarsögur fyrir full- orðna sem nutu talsverðra vin- sælda. En árið 1966 kom fyrsta barnabókin hennar, Hanna María, og þar fann Magnea fjölina sína. Hún skrifaði alls sjö bækur um munaðarlausu stúlkuna Hönnu Maríu, kraftmikla og skarpgreinda „strákastelpu“ sem elst upp hjá fátækum hjón- um. Hún kallar þau afa og ömmu og þau eru henni afar góð en eru þó í rauninni óskyld henni. Í flokknum bregður Magnea upp lifandi myndum úr ís- lenskri sveit á fyrri hluta 20. aldar sem minnir ekki lítið á paradís. Næst komu tvær geysi- Magnea Magnúsdóttir ✝ Magnea Magn-úsdóttir fædd- ist á Kleifum í Kaldbaksvík 18. apríl 1930. Hún lést 17. febrúar 2015. Útför hennar fór fram frá Akur- eyrarkirkju 2. mars 2015. skemmtilegar bæk- ur um fjörugu krakkana í Krummavík og þar á eftir fjögurra bóka flokkur um drenginn Tobías sem er viðkvæmur og lítill í sér en er svo heppinn að eignast vinkonuna Tinnu sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Þetta eru allt einstaklega að- laðandi bækur, skrifaðar í hlýj- um og gamansömum stíl sem nær vel til lesenda á öllum aldri, en óhætt er að segja að síðasti flokkurinn sem Magnea sendi frá sér hafi farið fram úr jafnvel því besta sem hún hafði áður gert. Þetta eru bækurnar fjórar um Sossu sólskinsbarn, byggðar á frásögnum móður hennar sem ólst upp vestur á Ströndum eins og Magnea sjálf – enda nýtir hún áreiðanlega eigin reynslu líka í bókunum. Sossubækurnar gerast á fyrstu tuttugu árum tuttugustu aldar og eru bókmenntalegt af- rek. Þá er ég bæði að hugsa um þá sjaldgæfu, nákvæmu og merkilegu samfélagsmynd sem dregin er upp í bókunum og ekki síður þá einstaklega næmu persónusköpun og lýsingu á þroskaferli stúlku sem bækurn- ar geyma, því Sossa er ein eft- irminnilegasta persóna ís- lenskra barnabókmennta. Auk þess er harðri lífsbaráttu snauðrar, barnmargrar fjöl- skyldu fyrir hundrað árum lýst svo vandlega að vel má lesa bækurnar með börnum núna til að setja þau inn í gamlan tíma á persónulegri og nærgöngulli hátt en fræðibækur geta gert. Sá heimur er sannarlega engin paradís. Magnea var fágætur sögu- maður eins og allar bækur hennar bera vitni um. Aðall hennar í öllum bókunum og ekki síst sögunum af Sossu er lifandi og fjörmikill stíll, eðlileg samtöl og takmarkalaus hug- myndaauðgi sem þó er ævin- lega innan raunsæilegs ramma. Hún einfaldar ekki líf og upplif- anir barna heldur er hún óhrædd við að fjalla um veru- lega erfiða reynslu, ofbeldi, sáran missi og afdrifaríka til- finningalega höfnun. Samt eru bækurnar hennar einstaklega læsilegar, fyndnar og skemmtilegar því Magnea vinnur svo vel úr erfiðustu mál- um að athygli og aðdáun vekur og dvelur ekki of lengi við sárs- aukafulla atburði. Lífið hefur ævinlega vinninginn. Við Magnea kynntumst gegnum Sossu, sem heillaði mig gersamlega upp úr skónum, og okkur varð vel til vina. Þó að samskiptin væru ekki mikil hin síðari ár kveð ég hana með miklum söknuði. Ég votta börnum hennar, barnabörnum og öðrum að- standendum mína innilegustu samúð. Silja Aðalsteinsdóttir. Okkar dýpstu ástarþakkir öll af hjarta færum þér. Fyrir allt sem okkur varstu, yndislega samleið hér. Drottinn launar, drottinn hefur dauðann sigrað, lífið skín. Hvar sem okkar liggja leiðir, lifir hjartkær minning þín. (Höf. ók.) Hvíldu í friði. Takk fyrir allt og allt, elsku Maggý. Guðrún (Rúna) og fjölskylda. Elsku Hugrún mín, blessuð sé minning þín. Við náðum á einhvern hátt ótrúlega vel saman og ég er svo þakklát fyr- ir seinustu stundirnar með þér. Ég minnti þig á það rétt fyrir andlát þitt sem þú sagðir við mig sumarið 2013 þegar þið heimsóttuð okkur til Kaup- mannahafnar, að þú myndir óska þess að geta bara sofnað eins og Þyrnirós, vaknað síðan upp alveg heilbrigð, laus við veikindin. Þessi upprifjun á þínum eigin orðum fékk þig til að brosa og ég trúi því svo heitt að nú sértu komin á einhvern góðan stað, hress, kát og heil- brigð. Þú varst mér svo úrræðagóð og hugmyndarík. Seinna eign- aðist ég einnig stelpu og strák og fékk þá uppeldis- og heim- ilisráð sem mér þóttu hagstæð og góð. Mér þykir afar sárt að missa stóru frænku mína. Sýn þín á heiminn opnaði oft augu mín og kom mér til að hugsa á annan máta. Vináttu þinnar og kærleika mun ég sakna óend- anlega mikið. Ég læt hér fylgja vinaljóðið sem ég gaf þér fyrir nokkrum árum, sem þú hafðir uppi á hillu hjá þér: Gulli og perlum að safna sér sumir endalaust reyna. Vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina. Gull á ég ekkert að gefa þér og gimsteina ekki neina, en viltu muna að vináttan er, verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Sigrún, Valdi, Hedí Sól- björt og Emil Kjartan. Við sátum í laut í fallegu sumarveðri, horfðum út á hafið, brostum hvor til annarrar og Hugrún Reynisdóttir ✝ Hugrún Reyn-isdóttir fæddist 27. febrúar 1965. Hún lést 1. mars 2015. Útför Hug- rúnar fór fram 6. mars 2015. nutum samverunn- ar. Þetta var sum- arið 2014. Við skruppum saman æskuvinkonurnar upp í Hvalfjörð til að skoða fjörðinn og bara að njóta þess að vera til. Á svona samveru- stundum er ýmis- legt rætt, bæði framtíð og fortíð, sigrar og sorgir. Báðar urðum við jafn ákafar þegar við rædd- um um börnin okkar, þau eru á svipuðum aldri, báðar svo stolt- ar af þeim og við vorum sam- mála um að þau líktust mæðr- um sínum mikið. Leiðir okkar Hugrúnar lágu fyrst saman í barnaskóla. Seinna fluttist ég í hverfið hennar á 9. aldursári. Hugrún bjó á Fögrukinn 21 og ég á nr. eitt. Svo var hlaupið á milli húsa og ýmislegt brallað eins og börn gera. Við vorum aðalnjósnarar hverfisins, vissum ýmislegt um marga og vorum vissar um að við yrðum góðir njósnarar í framtíðinni. Unglingsárin tóku við með hæfilegri gelgju og lífið hélt áfram. Eftir stúdentsprófið hóf Hugrún nám við Myndlista- skóla Íslands og útskrifaðist hún þaðan af textílbraut. Hug- rún var alltaf listræn og frábær í að velja saman liti og munst- ur. Hún var ótrúlega dugleg og klár kona og fylgin sér og lét ekki mikla lesblindu aftra sér frá háskólanámi og lauk hún prófi úr Guðfræðideild Háskóla Íslands. Hún elskaði Guð sinn og fékk mikinn styrk úr trúnni á lífsleiðinni. Hugrún barðist við veikindi, krabbamein, í mörg ár. Hún fór í gegnum margar meðferðir, bæði með geislum og lyfjum. Hún stóð sig eins og hetja. Stundum skildi ég ekki hvernig hún náði sér aftur á strik eftir erfiða veikindatörn. Kjörorð hennar var ávallt: „Áfram veg- inn“. Hún var baráttujaxl fram á síðustu stundu. Þannig mun ég minnast hennar um ókomna tíð. Hugrún var falleg kona, ávallt fallega klædd og vel til- höfð. Svo var hún alltaf svo sjálfstæð fannst mér og bar sérstaklega á því í veikindum hennar. Hún vildi sjá um sig sjálf og helst ekki þiggja að- stoð. Stundum var svolítið erf- itt að finna út hvenær maður hjálpaði og hvenær maður gekk of langt í þeim efnum. Fyrir fáeinum árum gaf Hugrún mér fallega gjöf, púða- ver sem hún hannaði og bjó til. Á því er landslag sem sýnir heiðbláan himin prýddan rauð- um hjörtum, grasið er grænt og fuglar eru á sveimi. Dásam- legt umhverfi á þessum púða. Ég sé vinkonu mína fyrir mér í fallegu umhverfi sem þessu, lausa við verki og veikindi að takast á við nýja tíma. Ég minnist fallega brossins hennar og hlýju og er þakklát fyrir að hafa átt samleið með henni frá barnæsku. Hugur minn dvelur hjá börnum henn- ar, foreldrum, systkinum og öllum þeim sem þóttu vænt um hana. Guð blessi minningu góðrar vinkonu. Aðalheiður Auðbjargardóttir, æskuvinkona. Það er á stundum erfitt að skilja þá göngu sem hverjum okkar er ætlað að ganga í þessu lífi og hvað það er sem þar ræður för. Af hverju eru sumir kallaðir burt úr þessu jarðríki svo löngu áður en hægt er að segja að hlutverki þeirra sé lokið? Fólk í blóma lífsins, þátttakendur í hinu daglega amstri, sem byggir upp vonir og þrár um bjarta framtíð sér og sínum til handa. Já, vegir Guðs eru svo sann- arlega órannsakanlegir. Hugrún Reynisdóttir kom til starfa í sóknarnefnd Hafnar- fjarðarkirkju árið 2002. Hug- rún hafði góða nærveru og á sinn hæverska hátt kom hún skoðunum sínum á framfæri til hinna margvíslegu mála sem rædd voru í sóknarnefnd. Henni var það einnig einkar hugleikið að sóknarnefnd hefði ætíð nærgætni að leiðarljósi í meðferð mála, enda væri það í anda þess starfs sem sóknar- nefnd væri falið. Við í sóknarnefnd fórum ekki varhluta af þeim erfiðu veikindum sem lituðu líf Hug- rúnar síðustu misserin. Hún tókst á við erfiðleikana með einstöku æðruleysi og án efa hefur hennar sterka trú reynst henni oft styrkur á erfiðum stundum. Hafnarfjarðarkirkja fagnaði 100 ára afmæli á liðnu ári og liðið ár var viðburðarríkt og er- ilsamt. Þá verður ritið Helgistaðir við Hafnarfjörð, vegleg saga Hafnarfjarðarkirkju, gefið út innan fárra vikna. Hafnarfjarð- arkirkja var Hugrúnu einkar hugleikin og nú þegar við minn- umst Hugrúnar með söknuði getum við einnig glaðst yfir þeim góðu verkum sem unnin voru með góðum hug sam- rýndrar sóknarnefndar. Sóknarnefnd Hafnarfjarðar- kirkju þakkar Hugrúnu Reyn- isdóttur góð störf í þágu Hafn- arfjarðarkirkju og færir börnum hennar, foreldrum og öðrum aðstandendum samúðar- kveðjur á sorgarstundu. Guð blessi minningu Hug- rúnar Reynisdóttur. F.h. sóknarnefndar Hafnar- fjarðarkirkju, Magnús Gunnarsson, formaður. Elsku Hugrún frænka. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ást og kærleikskveðja frá Bryndísi í Taílandi og Hafsteini Þór í Kaupmannahöfn. HINSTA KVEÐJA Hugrúnu okkar helgan frið frá himnum gef að senda, henni allri blessun bið og böli í gleði venda. (R.H.) Mamma og pabbi. Ég var nánast daglegur gestur á heimili þeirra Önnu og Sigur- laugs á Kaplaskjólsveginum frá því ég kynntist Árna Frey, syni þeirra góðu hjóna, á lokaárum okkar í barnaskóla. Við nafni Anna Margrét Thorlacius ✝ Anna MargrétThorlacius fæddist 26. ágúst 1924. Hún lést 20. febrúar 2015. Útför Önnu Margrétar fór fram 4. mars 2015. minn urðum mjög miklir vinir og er- um enn og fylgd- umst að gegnum gagnfræðaskóla og menntaskóla og upp í háskóla. Og það er ekki við Önnu að sakast að stundum var for- gangsröðunin hjá okkur vinunum ekki fullkomlega í þágu skólalærdómsins því að hún reyndi sitt til að siða okkur og halda okkur á vegi mennt- unar og annarrar uppbyggilegr- ar iðju. Það kom óneitanlega stundum fyrir að hún varð að hundskamma okkur því að uppátækin voru ekki öll mjög gáfuleg og raunar voru mörg þeirra ansi hreint vitlaus. Þeir reiðilestrar Önnu voru svo vel fluttir að við urðum hreinlega skíthræddur og lofuðum bót og betrun. En það var alltaf undirliggj- andi þessi mikli húmor sem í Önnu var og stundum gat hún bara ekki stillt sig um að kíma eða jafnvel skella upp úr í miðjum reiðilestri þegar henni fannst eitthvað fyndið sem við höfðum tekið upp á, þó að vit- laust væri, eða henni fannst bara hlægilegt hversu lúpulegir við félagarnir vorum. Og hún var svo stór í sér að það hvarfl- aði ekki að henni að velta sér upp úr því sem var búið og gert og allt var fljótt fyrirgefið. Anna var mjög vel gefin kona, með mikla kímnigáfu, stolt og stór í sér. Hún hafði ákveðnar skoðanir og kjark til að segja þær. Samtöl við hana um græðgi auðvaldsins, ójöfnuð og annað óréttlæti voru lær- dómsrík fyrir ungan mann og vonandi gleymi ég þeim aldrei. Ég var alltaf velkominn til Önnu. Mér þótti afar vænt um hana og er henni mjög þakk- látur fyrir allar þær góðu og skemmtilegu stundir sem ég átti á heimili hennar og þá væntumþykju sem ég fann allt- af að hún bar til mín. Það hefur auðgað líf mitt að fá að kynnast þessari merkilegu konu og minning hennar í huga mér mun alltaf tengjast góðum húm- or og því sem stórmannlegt er. Árni Múli Jónasson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu eiginkonu og móður, HRANNAR JÓNSDÓTTUR. . Halldór Jóhannsson, Berglind, Þóra, Kristjana og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.