Morgunblaðið - 18.03.2015, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 18.03.2015, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Á STIGUM, TRÖPPUM, ÁSTÖNDUM OG BÚKKUM Í YFIR 30 ÁR Þarftu að framkvæma? Við eigum pallana fyrir þig Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Skipulag og samskipti gera þennan dag fullkominn. Hugmyndir þínar um hvernig betrumbæta megi í starfsumhverfinu eru fyr- irtak. Þolinmæði er dyggð. 20. apríl - 20. maí  Naut Vinskapur krefst framlags, og und- anfarið hefur það verið í formi peninga. Þú munt detta í lukkupottinn innan skamms. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert tilbúin/n til þess að takast á við sjálfa/n þig og gera þig að betri manni. Talaðu sem minnst um þitt starf, en hlustaðu þeim mun betur á aðra. Heilladísirnar vaka yfir þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nú ríður á að þú skipuleggir hlutina af mikilli nákvæmni því ekkert má út af bera ef viðunandi árangur á að nást. Gerðu ráð fyrir samræðum um framtíðarvonir og drauma. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert staðráðin/n í að gera betur á þessu ári en í fyrra. Framlag þitt hefur ekki farið framhjá öðrum. Þér hættir til að fara of seint í háttinn. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Varðandi ótilgreint atvik í sambandi, fellur allt í ljúfa löð innan tíðar. Festu alla lausa enda. Kannski ertu að eyða tíma í eitt- hvað sem þér er sama um, getur það verið? 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur sömu þörf fyrir viðurkenningu og allir aðrir, og því er óþarfi að skammast sín fyrir hana. Einhver þér nákominn lendir í minniháttar slysi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert að velta fyrir þér nýjum fjáröflunarleiðum. Stjörnurnar eru sér- staklega hagstæðar hvað félagslífið varðar. Kapp er best með forsjá. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Við sönkum oft að okkur ýmsum hlutum sem við höfum enga raunverulega þörf fyrir. Dragðu andann djúpt, heimurinn ferst ekki þó að dagskráin riðlist aðeins hjá þér: 22. des. - 19. janúar Steingeit Gefstu ekki upp á því að leggja góðum málstað lið þótt baráttan sé hörð og þér finnist lítið miða áfram. Finndu þér eitt- hvað gagnlegt að gera í tómstundum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú þarft þú að taka á honum stóra þínum og standa af þér stormviðri um stundarsakir. Kvöldstund með góðum vinum bætir og kætir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú munt hljóta umbun fyrir erfiði þitt og þér mun koma á óvart hversu vel hug- myndum þínum er tekið. Það var vorlegt að koma út í dagog álftirnar komnar hér upp á túnið,“ sagði Atli á Laxamýri við mig í gærmorgun og hafði áhyggjur af því að fuglarnir hefðu ekki nóg æti. Og í fyrradag skrifaði Davíð Hjálmar Haraldsson Vor í Leirinn: Í sólskininu syngur lind og á, á Súlumýrum fæðist krapablá, lambakóngur líkir eftir hrút og ljósfjólublár Crocus springur út. Og fékk kveðju að sunnan frá Ólafi Stefánssyni Þegar bólgna blár og mýrar, brestur ís og klakafjötur, þá er von að fjörgist fýrar, og fornar þræði koppagötur. Svo að farið sé út í aðra sálma. Ár- mann Þorgrímsson segist á Boðn- armiði ekki skilja þetta enn: „Að vera, eða vera ekki“ var einu sinni spurt Þorskhausa í stjórn ég þekki þeir segjast ætla … „hvurt?“ Ég hafði gaman af þessari vísu af því að hún rifjaði upp fyrir mér þingvísu eftir Gunnar Thoroddsen, sem hann orti þegar ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar 1971-74 var í dauðateygjunum: Að vera eða vera ekki William Shakespeare mælti forðum; að vera eða vera ekki er vinstri stjórn í fáum orðum. Eftir kosningarnar komst sam- steypustjórn sjálfstæðismanna og framsóknarmanna til valda. Þá rétti Friðjón Þórðarson Ólafi G. Ein- arssyni blað yfir borðið á þing- flokksfundi, þar sem á stóð þessi vísa: Léttist ok í óskabyr eyðist þoka blekkinganna; við höfum mokað flórinn fyr að ferðalokum vinstri manna. Við þessar vangaveltur rifjuðust upp fyrir mér tvær limrur eftir Kristján Karlsson sem mér finnst falla vel að efninu: Allt sem William Shakespeare sagði, það sagði hann óðara að bragði. Ef hann vantaði orð sem lá aldrei við borð gekk hann út og skaut sig og þagði. Hallmundur Kristinsson orti á Boðnarmiði: Er lyganna vefur sem hangandi henglar á herðunum situr og rökhyggju brenglar, þá eru fengnir til frelsandi englar: Færustu ráðgjafar – almannatenglar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Og álftirnar komnar hér upp á túnið! Í klípu „ERUM VIÐ BARA MEÐ 60 STARFSMENN? ÉG HEFÐI GETAÐ SVARIÐ AÐ ÞEIR VÆRU TVÖFALT FLEIRI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „BÍDDU AÐEINS.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að rétta honum pening svo lítið beri á þegar þú sérð reikninginn. JÓN FÓR TIL TANNLÆKNIS ÉG GET ALLTAF SÉÐ ÞAÐ ÞAÐ VERÐUR ÖRLÍTIL BREYTING Á MATARVENJUM HANS ÉG FÆ MÉR ENGA VIRÐINGU HEIMA... MEÐ SVONA SLÆMA KUNNÁTTU Í MÁLFRÆÐI, ÁTTU HVERGI SKILIÐ NEINA VIRÐINGU!! Víkverji hefur að mestu látiðskeggvöxt eiga sig í gegnum tíð- ina. Nýverið ákvað hann þó að láta slag standa og skeggið vaxa. Öðru heimilisfólki fannst þetta vel til fundið vegna þess að þá hafði það meiri tíma á baðherberginu á mesta annatíma á morgnana. Uppátækið mæltist ekki jafn vel fyrir í höf- uðstöðvum Gillette og reyndar hljóta þar að vera krísufundir upp á hvern dag vegna vinsælda skegg- söfnunar um þessar mundir. x x x Svo kom mars og þá brast á mikiðumtal um mottur. Víkverji ætl- aði í fyrstu að hinkra eftir alskeggs- apríl, en lúffaði svo um helgina fyrir fjöldanum auk þess sem honum fannst skeggið orðið hvimleitt. Hann brá rakhníf á kinn og skóf burt skegghárin, utan þau, sem vaxið höfðu á efri vörinni. Þau fengu að vera. Síðan setti Víkverji rúllur í skeggið þannig að það hringaði upp á sig og skorðaði síðan rúllurnar með stífelsi. Þannig spókaði hann sig síðan á almannafæri og leið eins og hann hefði fengið hlutverk í hinum afbragðsgóðu sjónvarpsþáttum Strandvörðum, svo var mænt á hann hvar sem hann kom. x x x Nú er Víkverji kominn í mottu-mars og búinn að átta sig á að það er hvorki dans, né skeggjaður stríðsguð, heldur söfnun Krabba- meinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini. Þriðji hver karl getur búist við að fá krabbamein einhvern tímann á ævinni, að því er segir á heimasíðunni mottumars.is. Lykil- atriðið er að sjúkdómurinn greinist snemma því þá eru meiri líkur á lækningu. Því þarf að vera vakandi fyrir vísbendingum um að ekki sé allt með felldu og fara í eftirlit. Vík- verji hefur einu sinni farið í ristil- speglun. Hann getur ekki sagt að sú reynsla hafi beinlínis verið skemmti- leg, þótt vissulega hafi verið for- vitnilegt að fylgjast með beinni út- sendingu úr ristli sínum undir áhrifum kæruleysislyfs. Hann hugs- aði hins vegar með sér að fyrst hann færi árlega með bílinn í skoðun væri í lagi að tékka á ristlinum eftir hálfa öld án skoðunar. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Annað er þetta: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ekkert boðorð annað er þessu meira.“ (Mark. 12, 31.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.