Morgunblaðið - 18.03.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.03.2015, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 NÁNARÁWWW.GAP.IS HEIMAPAKKINN! SEM BIGGEST LOSER KEPP ENDUR FENGU MEÐ SÉR HEIM! HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · SÍMI 5200200 ·GAP.IS TAKTUMÁLIN Í ÞÍNARHENDUR OGÆFÐUHEIMA. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tvíeykið Halleluwah, skipað Sölva Blöndal og Rakel Mjöll Leifs- dóttur, sendi frá sér fyrstu breið- skífuna, samnefnda dúettinum, í byrjun mánaðar. Halleluwah er ný hljómsveit sem kom fram á tón- listarhátíðinni Iceland Airwaves í nóvember 2013 en áður höfðu þau Sölvi og Rakel gefið út lagið „Blue Velvet“ sem vísaði í samnefnt lag í flutningi Bobby Winton og kvik- mynd Davids Lynch. Lagið var mikið leikið í útvarpi og mynd- band fylgdi í kjölfarið. Var þá ekki aftur snúið og Halleluwah fór að safna lögum og textum í sarpinn. „Þetta varð eiginlega bara til nýlega. Rakel er búin að búa úti í Brighton og bróðurparturinn af allri músíkinni var saminn í byrj- un 2014. Þá ákváðum við að kýla á þetta,“ segir Sölvi um stofnun hljómsveitarinnar. Hún hafi því í raun ekki hafið störf af neinni al- vöru fyrr en í fyrra. Einlægt „naiveté“ Í tilkynningu frá útgefanda plötunnar, Senu, segir um tónlist- ina á plötunni að hún samanstandi af ýmsum einkennum rökkur- myndahefðarinnar (film noir), gamaldags raddbeitingu í bland við R&B með myrkum rafhljóm- um. Sölvi segist í raun ekki vita hvað þessi lýsing þýði og er þá beðinn um að lýsa tónlistinni sjálf- ur. Hann segir bestu lýsinguna ættaða úr útvarpsþættinum Víðsjá, umsjónarmaður þáttarins hafi lýst tónlistinni sem „silki- poppi“. „Þetta er náttúrlega bara hljómsveitin okkar Rakelar og seinna í þessari lýsingu [frá Senu, innsk.blm.] kemur David Lynch leikstjóri fyrir og það er kannski betri lýsing. Við vorum að reyna að gera eitthvað svona einlægt „naiveté“. Við vildum að músíkin okkar virkaði við Twin Peaks sjónvarpsþættina,“ segir Sölvi til Skrítið popp og silkipopp Samstarfsmenn „Ég hélt, satt best að segja, að enginn myndi nenna að hlusta á það sem ég var að sýsla en Rakel kom í heimsókn og þetta fór úr því að verða mitt yfir í að verða okkar,“ segir Sölvi um tónlist tvíeykisins Hallelu- wah. Hér sést hann með samstarfskonu sinni, myndlistar - og tónlistarkonunni Rakel Mjöll Leifsdóttur. frekari skýringar. „Þetta er popp en samt eitthvað skrítið popp.“ – Er það ekki nýtt fyrir þér? „Jú, sjálfsagt, en ég hef verið að vinna í þessum hljóðheimi í nokk- ur ár, frá því ég var í námi í Stokkhólmi. Þá fór ég að gæla við þessar hugmyndir um einfaldleik- ann, að setja einfaldar melódíur í mjög skrítið samhengi. Ég hélt, satt best að segja, að enginn myndi nenna að hlusta á það sem ég var að sýsla en Rakel kom í heimsókn og þetta fór úr því að verða mitt yfir í að verða okkar,“ svarar Sölvi. Þótti myndlistin spennandi Rakel Mjöll er menntuð mynd- listarkona auk þess að starfa við tónlist og þess má geta að hún söng árið 2011 með tveimur systr- um sínum í Song, gjörningi frænda þeirra, Ragnars Kjart- anssonar, á sýningu hans í Pitt- sburgh Carnegie Museum of Art í Bandaríkjunum. Systurnar sungu sama stutta lagið í sífellu í tæpar þrjár vikur. Spurður að því hvernig leiðir þeirra hafi legið saman segir Sölvi að hann hafi ekki vitað að Rakel gæti sungið en séð myndlist eftir hana og þótt hún mjög spennandi. „Þannig að ég hugsaði að ef hún gæti gert flotta myndlist gætum við kannski unnið saman og það varð niðurstaðan,“ segir Sölvi. – Á tónleikum komið þið fram með aukatrommara, ekki satt? „Jú, við höfum ekki náð að þróa tónleikahlutann af þessu til fulln- ustu en stundum erum við með aukatrommara, höfum verið með tvö trommusett og ég hugsa að við munum alltaf vera með svolítið mikið slagverk. Við höfum spilað á 10-15 tónleikum og það er góður staður til að æfa sig á, prófa lög- in,“ segir Sölvi og að útgáfu- tónleikar Halleluwah verða haldn- ir í byrjun maí. Platan Umslag plötu Halleluwah prýðir verk eftir Karenu Ösp Páls- dóttur. Fyrirsætan er söngkona sveitarinnar, Rakel Mjöll.  Halleluwah, hljómsveit Sölva Blöndal og Rakelar Mjallar Leifsdóttur, sendir frá sér fyrstu breið- skífuna  „Við vildum að músíkin okkar virkaði við Twin Peaks sjónvarpsþættina,“ segir Sölvi Skáldsagan Fiskarnir hafa enga fæt- ur eftir Jón Kalman Stefánsson kom nýverið út á sænsku í þýðingu Johns Swedenmark og hefur fengið glimr- andi móttökur gagnrýnenda þar í landi. „Fáum rithöfundum tekst að skrifa um myrkur, sorg og óham- ingju á jafngáskafullan hátt,“ skrifar Ann Lingebrandt fyrir Hels- ingborgs Dagblad og tekur fram að prósi Jóns Kalmans „geri himininn hærri, nóttina bjartari og hjartað stærra“. Að mati Lingebrandt virka íslenskar bókmenntir oft kaldrana- legar og endurspegli með þeim hætti hrjóstrugt landslagið. Segir hún texta Jóns Kalmans hins vegar ein- kennast af miklum hita og orða- flaumur hans minna á „rennandi hraun rétt áður en það storknar“, skrifar Lingebrandt og tekur fram að hún telji góðar líkur á því að Jón Kalman hreppi bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsögu sína. Undir þetta tekur Lisbeth Antonsson í Corren. Þar bendir hún á að Jón Kalman hafi margoft verið tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir bækur sínar. „Og í ár ætti hann virkilega að fá verðlaunin fyrir bók sína.“ Segir hún höfundi takast að flétta saman erf- iðum lífsskilyrðum og sterkum nátt- úruöflum þannig að úr verði skín- andi bókmenntaverk. Um Jón Kalman segir hún að hann sé „meist- ari orðsins sem skrifi um sorg, þrár og ást á óviðjafnanlegan hátt“. Jonas Thente segist í umsögn sinni í Dagens Nyheter heillast af „ákafri leit hans að heildstæðri manneskju og sannindum“. Bendir hann á að Jón Kalman snúi sér í nýj- ustu bók sinni „aftur að þeim við- fangsefnum sem gert hafa hann að einu virtasta nútímaskáldi íslensks bókmenntalífs“, skrifar Thente. silja@mbl.is Spá Jóni Kalmani verðlaunum í haust Hrós Jón Kalman Stefánsson rithöf- undur fær góða dóma í Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.