Reykjalundur - 01.06.1964, Síða 5
SVERRIR ÞORBJARNARSON forstjóri Tryggingarstofnunarinnar:
Samband íslenzkra berklasj úklinga hefur nú
starfað í meira en aldarfj órðung og gert ómetan-
legt gagn, ekki eingöngu félagsmönnum sínum,
heldur og allri íslenzku þjóðinni og haft áhrif
langt út fyrir landsteinana, því þessi samtök hafa
borið hróður íslands út um víða veröld.
Ég hef nokkuð kynnzt þessu starfi, enda ýms
tengsl milli S.Í.B.S. og Tryggingastofnunarinnar.
Eins og gefur að skilja hefur fátt veitt mér
meiri ánægju en að fá tækifæri til þess að fylgj-
ast með starfsemi og áhugamálum forráðamanna
S.I.B.S. þó skoðanir hafi stundum verið skiptar
um það, hversu hratt skyldi halda. Þórður Bene-
diktsson, forinaður S.Í.B.S. hefur því stundum
sagt við mig: Finnst þér að S.Í.B.S. hafi lokið
hlutverki sínu? — og ég jafnoft svarað: Nei, það
eru og verða alltaf verkefni fyrir S.Í.B.S. og þið
hafið nú mesta möguleika til þess að leysa þau
vel af hendi. Og þá er ég kominn að efninu.
Það er álit mitt og ég vona að það sé rétt, að
þó að S.Í.B.S. hafi komið miklu í verk hingað til,
sé það þó meira sem eftir er.
Uppbygging samtakanna og hin félagslegu
tengsl einstaklinganna, sem og hin fjölþætta
reynsla, sem forráðamenn S.Í.B.S. hafa öðlazt í
áraluga starfi er svo mikilvæg, að starfsemi S.Í.-
B.S. má ekki ljúka, meðan verkefni eru fyrir
hendi á sviði öryrkjamála.
Það væri að vísu glæsilegur árangur, ef sam-
tökin hættu að vera til, vegna þess að berldaveik-
in væri að fullu sigruð, en því miður á það óefað
enn langt í land.
Hins vegar held ég, að öryrkjasamtökin verði
að vera við því búinn, að þeim berist ekki jafn-
mikilhæfir forustumenn í jafn ríkum mæli úr röð-
um berklasj úklinga og hingað til.
Eitt af vandamálum vinnuheimila og vinnu-
stofa öryrkja er að félagsmenn eldast og verða
ekki starfhæfir á vinnuheimilum vegna ellihrörn-
unar. Það er hin eðlilega þróun, sem enginn, er
verður nægilega gamall fær umflúið. Þetta minn-
ir á, að fleiri hafa skerta starfsgetu heldur en ör-
yrkjar. Að vísu er tekið svo til orða að menn láti
af störfum vegna aldurs, en að sjálfsögðu er það
vegna þess, að með aldrinum verður starfsorkan
venjulega minni.
Samkvæmt skilgreiningu almannatrygginga, er
enginn öryrki eftir 66 ára aldur, þá eru menn
komnir á ellilífeyrisaldur. A þeim aldri eru um
12.000 menn í landinu og það er stærsti hópurinn
með skerta starfsorku.
Þessi hópur er ekki félagslega skipulagður, en
hefur þó sameiginlegra hagsmuna að gæta á ótal
sviðum, í tryggingarmálum, vistheimilamálum,
heimilishjálp o. fl. og þetta er eini hópurinn með
skerta starfsorku, sem allir vilja að verði sem
f j ölmennastur.
Ekki vantar heldur, að í þessum hópi séu hæfi-
leikamenn með félagslega reynslu og margir
þeirra eru ekki störfum hlaðnir og gætu því sinnt
þessum málum, en líklega vantar þarna aðeins
frumkvæðið.
Þó berklaveikin hafi ekki skilið eftir marga
forustumenn S.Í.B.S., sem hafa náð ellilífeyris-
aldri, finnst mér S.Í.B.S. vel geta átt frumkvæðið
að því að skipuleggja áhugamenn úr þessum hópi
til félagslegs samstarfs, og ég fæ ekki betur séð
en að þarna gæti verið virðulegur arftaki S.Í.B.S.
ef svo kynni að fara að berkalveikinni yrði að
fullu útrýmt.
Sverrir Þorbjörnsson.
En enginn, sem kveikt hefur Ijós, hylur það
með keri, eða setur það undir bekk, heldur setja
menn það á Ijósastiku, til þess að þeir, sem inn
koma, sjái Ijósið. Því að ekkert er leynl, sem ekki
muni verða opinbert, né nokkuð hulið, sem ekki
verði kunnugt og komi í Ijós.
Lúk. 8, 16—17.
Reykjalundur
3