Reykjalundur - 01.06.1964, Blaðsíða 6
/ Róm. Oddur Ólajsson yjirlœknir lengst til hœgri.
ODDUR ÓLAFSSON :
Rómarför
AlþjóSasamband berklavarnafélaga, I.U.A.T.,
hélt 17. þing sitt í Róm, dagana 24—28. septem-
ber 1963. Fundinn sátu um 4000 manns, læknar
og leikmenn frá 78 löndum er mynda sambandið.
Frá íslandi vorum við fjögur, dr. Óli Hjaltested,
ég og konur okkar.
Þing Alþjóðasambandsins eru haldin fjórða
hvert ár. Venjulega er skipt um fundarstað, t. d.
var síðasta þingið (1959) í Tyrklandi og verður
næst í Þýzkalandi. Róm er eini staðurinn, er nýt-
ur þess heiöurs að hafa tvisvar verið aðsetur
þessa merka þinghalds. Þingið var sett í stærsta
fundarsal borgarinnar með mikilli viðhöfn. For-
seti Ítalíu var þar viÖstaddur og margt stórmenni
annaÖ.
I setningarræðu ræddi forseti Alþjóöasam-
bandsins, próf. Athilio Zorini frá Róm, nokkuö
þá byltingu, er oröið hefði í berklavörnum og
berklalækningum síðustu áratugina. Hann gat
þess, að hægt er nú að hafa stór áhrif á útbreiðslu
veikinnar, ýmist með bólusetningu eða lyfjagjöf-
um til varnar. Að hægt er með þeim lyfjum, sem
nú eru þekkt, að lækna nærri alla er sýkjast, en
þótt svo væri, þá væri berklaveikin mesti ógnvald-
ur ungs fólks, helmingur alls mannkyns hefði sýk-
ilinn í sér og gæti því hvenær sem væri sýkzt af
berklaveiki. Enn væri hún dánarorsök nr. 1 á
aldrinum 20—40 ára.
Meginumræðuefni þingsins skiptist í 3 aðal-
flokka:
4
Reykjalundur