Reykjalundur - 01.06.1964, Side 8
Bólusetning og lyíjagiöf til varnar
8 lönd lýstu árangri af BCG, bólusetningu eða
isoniazid-gj öf til varnar sýkingu.
Um bólusetningu gegn berklaveiki hefur svo
inikið verið rætt og ritaS, aS ég sleppi því.
Síðustu 10 árin hafa í ýmsum löndum verið
gerðar tilraunir með að gefa isoniazid til þess að
koma í veg fyrir berklasýkingu. Slík lyfjagjöf
kemur til greina hjá eftirtöldum aðilum:
a) Fólk sem hefur náin samskipti við berkla-
sj úklinga.
b) Börn 2—3ja ára, sem eru Tuberculos-pósi-
tív.
c) Unglinga og fullorðna, sem taka bakterí-
una.
Auk þess töldu Rússarnir að gefa ætti þeim,
sem læknaðir hafa verið af berklaveiki með lyfj-
um, isoniazid 3 mánuði á ári um langt skeið til
þess að forðast endursýkingu.
Japanarnir töldu sig hafa 5 til 6 sinnum færri
sjúkdómstilfelli meðal þeirra, sem fengið höfðu
lyf til varnar.
Danirnir gerðu þarna grein fyrir árangri af
isoniazid-gjöf í Grænlandi. Þar var sama sagan,
sjúkdómstilfelli voru færri í isoniazid-hópnum,
þegar litið var á heildarárangur rannsóknanna.
Þess er vert að geta að Danir hafa unnið gífur-
legt starf í berklamálum Grænlendinga síðustu
árin og náð mjög góðum árangri.
Areynsla og vinna meðan ó meðferð við berkla-
veiki stendur
Skýrslur frá 6 löndum voru fluttar um þetta
efni. Ollum kom saman um, að ekki væri þörf
langrar rúmlegu eins og áður var. Eftir stutta
legu oft 20—30 daga, ætti sjúklingurinn að fara
að reyna á sig, fyrst göngur, síðar íþróttir og
loks vinna í vaxandi mæli.
Rússi flutti aðalfyrirlesturinn um þetta efni og
þar sem þetta er áhugamál allra S.I.B.S.-félaga,
set ég hér glefsur úr skýrslu hans:
Síðan lyfjanotkunin kom til sögunnar þurfum
við sjaldan meira en 20—30 daga rúmlegu. Löng
rúmlega, sem meðferð, t. d. upp í 6 mánuði, þol-
ist illa af sjúklingum. Hún er ekki nauðsynleg, og
við notum hana ekki.
Þegar einkenni eiturverkana (intoxication) eru
horfin, eða hafa minnkað stórlega, fær sjúkling-
urinn æfingar, öndunaræfingar og stuttar göngur.
Eftir því sem ástand sjúklingsins batnar er á-
reynsla aukin, leikjum og íþróttum bætt við. —
Vakað er yfir áhrifum áreynsluaukningarinnar
með því að mæla hita, sökk, öndunartíðni, púls
o. s. frv.
Vinna
Á meðan á Iækningu berklanna stendur má líta
á vinnuna í fyrsta lagi sem lið í lækningunni. í
öðru lagi sem undirbúning undir ævistarfið.
Lækningagildi vinnunnar er bæði líkamlegt og
andlegt. Hún er bæði endurhæfing og hjá vissum
hópum sjúklinga verður að kenna þeim ný störf
á meðan á sjúkrahúsvistinni stendur. Áframhald-
andi kennsla fer svo fram eftir að hælisvistinni
lýkur, ýmist í sérstökum stofnunum eða venjuleg-
um atvinnufyrirtækjum. Kennsla nýrra starfa er
nauðsynleg þeim, er áður unnu við ýmis óheppi-
leg störf, er hann nánar greindi. Við val slíkra
sjúklinga þarf að taka tillit til eftirfarandi:
1. Batahorfur.
2. Líkamsþol.
3. Ahnenn menntun sjúklingsins.
4. Fyrri störf og námstími nýja starfsins.
Til að gera þessa þjálfun mögulega, hafa hæli
og sjúkrahús sérstakar vinnustofur. Helztu grein-
ar: trésmíði, bókband, málmsmíði, sauma- og
prjónastofur, bókhald, myndasmíði og áhalda-
gerð. í landbúnaði: vinna í skrúðgörðum, mat-
jurtagörðum og gróðurhúsum. Vinnustofurnar
eru rúmgóðar, vel birgar af efni, vélum og áhöld-
um. Vinnan er 3—5 slundir daglega, hvíld 10
mín. eftir 50 mín. vinnu. Fjárhald vinnustofanna
er sér, en sala afurðanna stendur ekki alltaf undir
kostnaðinum. Sjúklingunum eru ekki greidd laun
fyrir vinnu sína.
Vinnan skiptist þannig: trésmíði 10—12%,
saumaskapur 5—6%, málmsmíði 3—4%, land-
6
Reykjalundur