Reykjalundur - 01.06.1964, Side 9

Reykjalundur - 01.06.1964, Side 9
Hinn heilagi jaSir í Róm veitli þingheimi áheyrn og blessun. búnaður 30—35%, prjón og ísaum 15—20%, myndasmíði, úrsmíði, bókhald o. fl. 10%. llliers frá Frakklandi sagði meðal annars: Að drífa sýkilinn út úr líkama sjúklingsins er auðvit- að höfuðmarkmið berklalæknisins, en berklaveik- in hefur dýpri rætur. Hún getur leitt til líkam- legra og andlegra truflana, sem hafa áhrif á fjöl- skyldu sjúklingsins, vinnu hans og félagslega að- stöðu. Þetta verður að koma í veg fyrir eða bæta. Lækning berklanna verður að vera alhliða. Til þess að tryggja að sjúklingurinn haldi sjálfssvirð- ingu sinni að lækningu lokinni, en haldi ekki áfram að vera öryrki, andlegur eða líkamlegur, verður að tryggja honum nytsamt starf við hans hæfi í þjóðfélaginu. Þetta er bezta verndin gegn endursýkingu. Félagsmól Þar sem þetta var þing berklavamafélaga, var að sjálfsögðu haldinn mikill fjöldi fyrirlestra um starfsemi þeirra, skipulag og framtíðaráætlanir. Sameiginlegt álit var, að starfsemin væri æskileg og nauðsynleg. Hið opinbera gæti ekki gert allt, stöðugt væru einhverjir þættir berklavarnanna þannig, að félögin gætu unnið stórgagn. Sumir ræðumenn lögðu áherzlu á sjúklingafélögin, með tilliti til upplýsingastarfsemi og nánari samvinnu milli sjúklinga og lækna. Verkefni eru óþrjótandi fyrir slík félög og þá fyrst og fremst í þeim lönd- um, þar sem berklaveikin er enn aðkallandi þjóð- félagsvandamál. Einnig í þeim löndum, þar sem berkladauði er nærri horfinn, er slík starfsemi nauðsynleg. Má benda á tvennt í því sambandi: 1. Til að tryggja árangur af lækningu berkla með lyfjum, er nauðsynlegt að sjúklingnum sé sjálfum ljós þýðing hinnar löngu lyfjagjafar. Bezta trygging fyrir slíku er, að hann sé áhuga- maður í félagsskap er vinnur að þessum málum. Próf. Bernard sagði í setningarræðu þessa þings: „Við ætlum að athuga hvort lyfjalækning við berklaveiki er ekki dálítið sérstæð, borið saman við lyfjalækningu annarra sjúkdóma. Löngu eftir Reykjalundur 7

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.