Reykjalundur - 01.06.1964, Blaðsíða 18

Reykjalundur - 01.06.1964, Blaðsíða 18
VALBORG BENTSDÓTTIR: LJÓÐ Hilling Gætirðu um stund látið þreytuverk vanans líða úr brjósti þínu og gengið á vit þess lífs, sem þú þráir. Gætirðu rutt þér braut gegnum myrkviði hópmennskunnar og brotið þá hlekki, sem binda þig við múr hefðarinnar. Gætirðu gengið einn um akurlönd dugnaðarins án þess að verða þræll moldarinnar. Gætirðu séð sælkerann matast án þess að ánetjast venjum hans. Gætirðu komizt gegnum þrengingarnar og fundið frelsi þitt. En gættu þín þú verður hungurmorða á leiðinni. Nekt Ég rís upp í morgunsárið og fletti af mér blekkingarsæng draumsins og ég skynja að ég er nakin og ég blygðast mín. En nú þegar ég er þess albúin, að afneita lífslyginni á ég ekki einu sinni fíkjublað til að hylja nekt mína. Ljóðið um Ragnar Tónar týndra laga töfrum sungu í blæ. Gömul gleðisaga gisti Ingólfs bæ. Rjóð varð rós í haga Ragnar kom um sæ. Ilmbjörk ungra runna angan nýja bar. Gliti geislabrunna gulli sló um mar mjallbjört morgunsunna meðan Ragnar var. Haustsins nálgast nætur napurt kveður blær. Höfði drúpa dætur dimmir landnáms bær. Regn á rökkrið grætur. Ragnar fór í gær. Mistök Upphaflega sagan var ætluð handa tveim og átti að vera skráð á sama blaði. Hún átti líka að vera aðeins handa þeim, sem áttu blóm sín geymd við hjartastaði. En ég var eins og nátttröll, sem nennti ekki heim og njörvaðist sem steinn á skökku blaði. 16 Reykjalundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.