Reykjalundur - 01.06.1964, Blaðsíða 20

Reykjalundur - 01.06.1964, Blaðsíða 20
F jallalœkir — Þú ert nýkominn frá Bretlandi, Eiríkur. Ilvað geturðu sagt mér markvert úr þeirri gerð? — Erindi mitt var fyrst og fremst að skoða inikla málverka- og höggmyndasýningu, sem stóð þá yfir í London. Þar mátti virða fyrir sér helztu listastefnur, þróunarferil þeirra og breytingar frá síðastliðnum tiu árum. — Það er viðurkennt, Eiríkur, að þú ert einn af helztu abstraktmálurum íslendinga uin þessar mundir. En það er einnig kunnugt, að hér á landi og raunar víðar um veröldina, hefur þessi listastefna, ef ég má komast svo að orði, verið mjög um deild. Mikill fjöldi fólks telur sig ekki fá skilið ab- straktmálaralist og fellir þá oft um leið þann dóm, að hún sé einskis nýt og hafi ekkert listrænt gildi. Aðalerindi mitt til þín í dag er einmitt það, að fá þig til þess að segja álit þitt um þessa listgrein, eftir því sem þú telur þér fært í fáum orðum. Ef til vill mætti það verða til þess að leiða í ljós sannindi, sem mörgum hafa verið hulin. Sjálfur hef ég enga trú á því, að vel gefnum, unguin mönnum, með langa menntun að baki, sé minni alvara með sinni abstrakt listtúlkun, en hinum, sein tjá, það sem þeir sjá, á naturalistiskan hátt. Og nú gef ég þér orðið, Eiríkur. — Ég vil þá fyrst taka það fram, að ótal stefn- ur hafa skotið upp kollinum innan abstraktmál- verksins. Geomatriska flatarmálverkið var lengi mjög rikjandi og skírskotaði að mestu til skyn- seminnar í járnharðri byggingu. En nú á síðari tímum hefur það talsvert orðið að víkja fyrir svo kallaðri lyriskri abstraktion. Ég tel, að myndirn- ar mínar séu að einhverju leyti undir áhrifum Jieirrar stefnu. Það er nú einu siuni svo, að list verður ekki út- skýrð nema að takmörkuðu leyti. í fleslum inyndum mínum hef ég orðið meira og minna fyrir áhrifum af landslagi og veðráttu. Þessir þættir í náttúrunni hafa verkað ákaflega sterkt á mig, alll frá því, að ég var smádrengur. f abstrakt málverki er ekki lengur hægt að 18 Reykjalundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.