Reykjalundur - 01.06.1964, Side 29

Reykjalundur - 01.06.1964, Side 29
stök vandvirkni og afburða afköst, enda fágæt- lega fjölhæf og hagvirk í allri handavinnu. En líka þessa sterku og athafnasömu konu sóttu berklarnir heim. A bezta aldri var hún langdvöl- um bundin við sjúkrabeð heima eða á spítölum, og tvær dætur á æskuskeiði tók þessi vágestur frá henni. En Ólöfu var ekki auðveldlega á kné komið. Þótt líkamsheilsan hlyti óbætanlegt áfall, var hug- urinn og atorkan æ hið sama óðar en hún fékk aftur fótum á gólf stigið. Er Ólöf kom að Reykja- lundi, tók hún þegar að sér saumaskap á fatnaði starfsstúlkna og öllu öðru taui, sem heimilið þurfti með, og hafði hann á hendi meðan kraftar entust. Þetta geysimikla starf leysti Ólöf af hendi með þeirri trúmennsku, atorku og ágætum, sem hún var alþekkt að, enda mun heimilið að Reykja- lundi enn búa lengi að handaverkum hennar. Þeir, sem kynntust Ólöfu aðeins síðustu ár hennar á Reykjalundi, sáu þar eflaust aðeins há- aldraða konu, uppgefinn sjúkling, útslitið gamal- menni. En í minningu okkar eldri vistmanna verð- ur hún ávallt hún Ólöf —- athafnakonan með ó- hugandi lífsvilja og ótrúlegu starfsþreki, hagleiks- konan, hvers handbragð og verksháttur lét sig aldrei án vitnisburðar -— og í einu sem öðru heil- steypt, stórbrotin gerðarkona, sem skipaði sitt rúm hvarvetna svo að eftir var tekið. Ingibjörg Þorgeirsdóttir. STEINUNN PÁLSDÓTTIR frá Nikulásarhúsum í Flj ótshlíð var fædd 16. maí 1912. Þar austur frá lifði hún æskuárin, og það- an lá leið hennar út í lífið til ýmissa starfa. Með- al annars vann hún allmörg ár sem starfsstúlka við sjúkrahúsið á Siglufirði. Einnig vann hún um skeið á Stúdentagarðinum í Reykjavík. Fór- ust henni öll störf vel úr hendi, enda allt í senn ötul og samvizkusöm, vandvirk og hagvirk. Hún var og snyrtikona hin mesta og smekkvís á klæðn- að sem annað. Það urðu örlög Steinunnar að verða að stríða við þungbært heilsuleysi árum saman. Dvaldi hún þá ýmist á sjúkrahúsum eða hælum, Meðal annars langdvölum á Vífilsstöðum og Reykjalundi. En þótt hún gengi aldrei heil til skógar, verður mér minnisstætt, hversu hún ávallt lagði fram krafta sína og gekk að vinnu með okkur vistfólkinu fram að síðustu stundu með þeirri ósérhlífni, sem henni var lagin. Steinunn var kona mjög félagslynd og hafði oft ýmiss störf á hendi í félagsskap sjúklinga bæði á Vífilsstöðum og Reykjalundi og sýndi þar sem annars staðar sérstakan dugnað og skyldurækni. Hún var næmlynd og viðkvæm í lund og mátti ekkert aumt sjá, söngelsk og ljóðelsk og unni því sem fagurt var, en fékk þess minna notið en skyldi. Steinunn var til hvíldar borin í faðmi sinnar fögru heimabyggðar laugardaginn 2. nóvember 1963. Ingibjörg Þorgeirsdóttir. JÓN BENJAMÍNSSON skipstjóri og útgerðarmaður frá Norðfirði var á sínum tíma talinn einn hinna mestu athafnamanna og sjósóknara austur þar. Skorti þar hvorki á 27 Reykjalundur

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.