Reykjalundur - 01.06.1964, Qupperneq 30

Reykjalundur - 01.06.1964, Qupperneq 30
glæsimennsku né atorku, enda heimilið jafnan stórt og fyrir mörgum að sjá. Jón var tvíkvæntur og börn hans urðu 13 alls. En fleira var við að stríða en hið „stormóða haf“, þegar á leið ævina. Fjögur barna hans fóru á undan honum — þrjú af þeim úr berklum. Sjálfur veiktist hann einnig af þessum erfiða sjúk- dómi og var heimtur af honum frá starfi og stöðu fyrir aldur fram. Fór hann að Kristnesi tvisvar til hælisvistar og kom þaðan að Reykjalundi haustið 1948 og dvaldi þar, það sem eftir var. Andaðist þar eftir nær 16 óra dvöl, 23. maí síðastliðinn. Jón var aldursforseti okkar eftir að Ólöf leið. Hefði orðið 83ja ára í sumar, ef hann hefði lifað, enda meðal þeirra, sem lengst hafa dvalið hér sem vistmenn. Jón var prúðmenni hið mesta og glaður í hópi góðra vina. Hlaut hann traust og hylli allra, sem kynntust honum, enda um mörg ár fulltrúi vist- manna í heimilisráði Reykjalundar. Slíkra manna er einatt gott að minnast. lngibjörg Porgeirsdúttir. EINAR M. JÓNSSON rithöfundur og skólastjóri fór hraustur að heim- an þ. 14. júní í vor til mannfagnaðar hjá vinum sínum og ættingjum, en var kvaddur til hinnar hinztu ferðar — öllum að óvörum — það sama kveld. Hafði hann þá senn dvalið 10 ár sem vist- maður að Reykjalundi. Einar lauk stúdentsprófi við menntaskólann í Reykjavík 1927 og hóf þegar nám við guðfræði- deild háskólans. Framtíðin virtist brosa við þess- um gáfaða, unga manni, þegar sköpum var skyndilega skipt og þungbært heilsuleysi reis eins og svartur berghamar á þjóðbraut og lokaði hon- um framabrautina. Þannig liðu meir en tveir ára- tugir, að litlu varð þarna um þokað. Sumarið 1954 kom Einar vistmaður að Reykjalundi, og má segja, að þá fyrst færi að sjást vegur fram- undan. Að vísu var heilsan tæp fyrstu árin, en batnaði sem fram leið. Þarna á Reykjalundi hlotnaðist honum aðbúð og margvísleg aðsíaða til að starfa, bæði fyrir heimilið og sjálfan sig, að ýmsum hugðarmálum, svo að seinustu árin urðu hans beztu. A Reykjalundi stundaði Einar einkum kennslu á veturna, og síðustu 5 árin var hann skólastjóri iðnskólans þar. Á sumrin fékkst hann við skóg- rækt og hefur vafalaust ótt marga ánægjustund við það starf, því að gróður allur og ræktun var honum áhugaefni. Mátti um hann segja það, sem eitt sinn var mælt eftir einn óstmög íslenzkrar náttúru: 28 Reykjalundur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.