Reykjalundur - 01.06.1964, Qupperneq 37
Hvað er stjörnuhrap?
Það er svartamyrkur. Skyndilega sérðu glóandi
stjörnu hrapa til jarðar. Þetta gerist mjög fljótt
og þú veizt ekki hvað af stjörnunni verður, þeg-
* *
* ^ * *
ar hún snertir jörðina. Þú hefur séð stjörnuhrap,
og um leið rifjast það upp fyrir þér, að gamla
fólkið hefur frætt þig á því, að sá, sem sér
stjörnuharap, á óskastund á því augnabliki. Þú
flýtir þér að óska þér einhvers, þó það sé líklega
of seint, því stjarnan er þegar hröpuð. Innst inni
veiztu líka, að orðið stjörnuhrap er markleysa
ein.
Stjörnurnar, sem við sjáum á næturhimninum
eru stórir hnettir, stærri en jörðin okkar margir
hverjir.
Það sem þú sást falla var glóandi steinhnull-
ungur, ef til vill aðeins fáein grömm að þyngd, í
hæsta lagi nokkur kíló.
Þúsundir slíkra steina falla til jarðar í sífellu,
eða nálægt jörðinni, án þess að við veitum því
athygli. Flestir eyðast þeir og verða að engu á
leiðinni gegnum geiminn.
Samt sem áður er ekkert á móti því að reyna,
hvort trú gamla fólksins er rétt, og óska sér ein-
hvers. Það er aldrei að vita nema óskin rætist!
Stingur strúturinn höfðinu í sandinn?
Því er almennt trúað, að strúturinn stingi höfð-
hiu í sandinn, ef hættu ber að höndum.
En eins og margt annað, sem slegið er föstu að
órannsökuðu máli, er þetta ekki á rökum hyggt.
Það er staðreynd að strúturinn er mjög á verði
gegn margs konar hættum, og hann flýr eins og
fætur toga, verði hann var við einhvern háska,
ímyndaðan eða raunverulegan.
Menn hafa veitt því athygli, að strútur, sem er
með ungana sína með sér og verður var við
mannaferðir, kastar sér gjarnan á jörðina, eins
og hann sé særður, til þess að blekkja veiðimenn-
ina og leiða athygli þeirra frá ungunum. Þetta
sýnir að jafnvel á hættustund stingur hann ekki
höfðinu í sandinn, heldur reynir að bjarga sér
og afkvæmum sínum á þann hátt, sem hann er
helzt fær um.
Reykjalundur
35