Reykjalundur - 01.06.1964, Page 41
þau saman við kanzlarastarf hans í Þýzkalandi
hjá örbjarga og sigraöri þjóÖ, sem rambaöi á
barmi byltingar. Og frýjaði honum þó enginn
vits á hermálasviðinu. Það var ekki hans sök, þó
aÖ syndaflóðið kæmi eftir hans dag og ólánsmað-
urinn Hitler settist að völdum.
En hvernig var þá ástandið á voru landi á með-
an á þessum ófriði stóð? Við vorum svo lánsam-
ir að hafa eignazt ofurlítinn skipakost sjálfir,
fyrstu Fossana okkar. Þessi litlu skip færðu nú
björg í bú, nauma að vísu, en næga þó. Við, sem
þá liföum, munum skömmtun á kaffi, sykri og
hveiti. Var þetta treint handa gestum. Einungis
fluttist strásykur og var bræddur úr honum hellu-
sykur á pönnu. Þá var nú sykurmolinn dýrmætt
sælgæti. Blessuð mjólkin hætti kaffileysið í sveit-
inni.
Man ég, að haustið áður en saga mín gerðist,
fluttist ekkert haframjöl til Blönduóss, sem var
kaupstaður okkar. Gestkvæmt var og leizt móður
minni ekki á blikuna. Víða var reynt að elda
graut úr rúgmjöli. En þó að rúgmjölsgrautur
geti verið góðmeti, gafst það ekki vel að þessu
sinni af ástæðum, er síðar verða skýrðar.
Dag einn koin faðir minn utan úr skemmu
með maíspoka á haki. Skákaði hann pokanum
inn í búr til mömmu og sagÖi, að úr þessu skyldi
hún reyna að gera graut. En maís keypti faðir
minn nægan á hverju hausti handa hestum sín-
um. Móður minni féllust fyrst orð, en svo mælti
hún: „Heldur þú að fólkið vilji borða þetta, góði
minn?“
„Ef við og hörnin borðum jiað, vona ég að
vinnufólkið geri sér það líka að góðu. Við gevm-
um haframjölspokann, sem eftir er, handa gest-
um,“ svaraði faðir minn stutt. Og þetta var reynt
— og gafst ágætlega. Meira að segja við börnin,
sem aldrei vildum hafragrautinn, — okkur þótti
maísgrauturinn sannkallað lostæti. En ekki veit
ég til að þetta væri reynt víðar. Hitt bárum við
ekki skynbragö á, hvílík bætiefnablessun þessi
fæða var með nýmjólk út á.
En annað var lakara. Rúgmjölið, sem fluttist
til Blönduóss þetta haust, var bersýnilega vart
ætlað til manneldis. Það var drýgt með söxuöum
hálmi — svo sem gert er til skepnufóöurs. Nærri
má geta, að illt var að baka úr því og brauðin
vond til átu. Og heldur ekki gott til grautargerð-
ar. En annað var ekki að fá og urðu húsmæður
að bjargast við það. En ekki þótti okkur börnun-
um þetta brauð ljúffengt.
Þetta gerðist að vorlagi. Við faðir minn höfð-
um verið að einhverjum útiverkum og komum
seinna til matar en hitt fólkið, borðuðum þvi tvö
ein. Þá gáði ég ekki að mér, en fór að finna að
matnum, — hvað þetta brauÖ væri vont, — það
væri blátt áfram ómögulegt að leggja sér það til
munns.
FaÖir minn var aldrei margmáll, er hann vand-
aði um við okkur börnin, en orð hans hittu jafn-
an í mark. Nú leit hann upp og svaraði seint, en
með þunga í röddinni, þessum orðum:
„Heldur þú ekki, Helga mín, að börnin suður
í Evrópu, sem hafa ekkert að borða — og mörg
hver hvorki hæli né aÖhlynningu, — yrðu ekki
fegin, ef þau hefðu brauÖiÖ þitt, Jió að þér þyki
það ekki mannamatur?“
Það gildir einu, hve mörg orð og fögur faðir
minn hefði talað fyrir þessu máli. Ekkert hefði
hæft betur en þessi fáu, ákveðnu orð. Ég blygð-
aðist mín svo fyrir hugsunarleysi mitt og gikks-
hátt, að ég fór beinlínis að gráta af skömm. Nú
rifjaöist upp fyrir mér það, sem ég hafði lesið í
blöðunum um neyðina í Evrópu, ávarp Austur-
ríkismannsins og fleira. Ég mundi, að þess var
getiÖ, að sums staðar legðu börnin sér mold til
munns í brauðs stað. Og ég maulaði vonda
brauðið mitt skælandi af skömm og hafði tárin
mín fyrir viðbit.
Að lokinni máltíÖ rölti ég út á hólinn minn, - -
en svo kallaði ég hól einn í Norðurtúninu á Hóla-
baki. Þar settist ég og fór að ræða við guð al-
máttugan. Utlistaði ég fyrir honum, að hann
mætti ómögulega standa í þeirri meiningu að öll
islenzka þjóðin væri svona vanþakklát og gikks-
leg, þó að ég hefði gert mig seka í jiví, — rétt
eins og hann gæti enga grein gert sér fyrir því
ellegar. Og ég bað liann að láta þessa yfirsjón
Reykjalundur
39