Húnavaka - 01.05.1977, Blaðsíða 19
HÚNAVAKA
17
er þá lielzt, að maður sjái gömlu boðleiðina í embættisbókum prest-
anna, sem oft héldu sig við hana í húsvitjunum.
Enginn hefur kunnað að segja mér frá boðburði til jafns við Kol-
bein Guðmundsson. Hann sagði mér, að sú hefði verið trú í Árnes-
sýslu, að ekki mætti bera þingboð til baðstofu. Átti bóndi að verða
fyrir hundraðsmissi í búi sínu (kýrgildi), ef sú slysni henti. Boðberi
afhenti þingboðið við bæjardyr, þar sem það var lesið, og síðan var
það borið eða flutt til næsta bæjar og svo koll af kolli. Kolbeinn
sagði, að þingboðið hefði verið lagt á syllu eða drótt í bæjardyrum,
ef einhver bið varð á með að flytja það áfrarn til næsta bæjar. Minnir
það á elztu norsk lög, sem gera ráð fyrir, að skornar séu þrjár skorur
í dyrastaf og þingboðið sett yfir dyr, ef enginn er heima til að taka
á móti því.
Kolbeinn sagði sögu af stúlku í Laugardal, sem bar þingboðið til
næsta bæjar í barrni sínum. Hún átti annað skylt erindi og mundi
það betur, er á bæinn kom. Anaði hún með þingboðið til baðstofu,
lauk aukaerindinu en gleymdi þingboðinu. Hvarf hún svo brottn
og mundi þá fyrst til þingboðsins, er hún var búin að kveðja og
komin út á stétt. Hún sneri við, lagði þingboðið af sér í bæjardyr-
um, gekk svo til baðstofu og sagðist hafa gleymt að segja frá því
áðan, að hún hefði skilið þingboðið eftir frammi í bæjardyrum.
Bóndanum hugnaðist gætni hennar svo Ael, að hann gaf henni
spesíu.“
Skylt er að þakka Þórði Tómassyni það senr hann hefur hér til
mála lagt. Aldrei hef ég heyrt getið um neina hjátrú í sambandi við
boðburð á Norðurlandi, og er mér nær að halda að fæstir hafi neitt
af slíku að segja. En sé nú svo eigi að síður væri fróðlegt að bera þá
trú saman við það sem til virðist hafa verið á Suðurlandi.
Aðeins einu vildi ég bæta við frásögn Þórðar Tómassonar, mest
til gamans, því að mér er ljóst að hér verða engu gerð full skil og
einhvern tíma mun verða kafað ofan í allt sem þingboð og þing-
boðsaxir snertir. En það verður ekki núna. Til er sauðfjármark sem
nefnist boðbíldur. Það þótti mér ævintýralegt nafn á marki þegar ég
sá það í markaskrám í bernsku minni, en ekki held ég að neinn hafi
notað það í minni sveit. Þetta mark er þannig, að sama megin á eyra
er vaglskora (stig) og hóbiti og verður á milli þeirra dálítill bútur,
sem vel getur minnt á öxarmunna eða fremst á meitli eða sporjárni,