Húnavaka - 01.05.1977, Blaðsíða 160
158
HÚNAVAKA
móður sinni og stjúpföður til fullorðinsára. Reyndist Guðmundur
henni góður stjúpi og bar hún jafnan hlýjan liug til lians. Ingiríður
átti tvær systur, sem báðar voru eldri en hún, Guðrúnu og Valdísi.
Guðrún átti Guðmann Helgason frá Svínavatni og bjuggu þau á
Snæringsstöðum, en Valdís átti Lárus Stefánsson frá Auðkúlu og
bjuggu þau í Gautsdal. Tvítug að aldri giftist Ingiríður Eiríki
Grímssyni frá Syðri-Reykjum í Biskupstungum. Svo einkennilega
\ildi til, að fjögur systkini frá þessum sama bæ, fluttust hingað norð-
ur í Húnavatnssýslu, giftust og bjuggu svo að segja allan sinn aldur
hér. Þau voru auk Eiríks, Katrín í Saurbæ, Ágústína á Haukagili og
Herdís í Vatnshlíð, allt hið mætasta fólk.
Fyrsta búskaparár sitt bjuggu þau Eiríkur og Ingiríður á Hrafna-
björgum, en fluttust svo að Ljótshólum og tóku við búi þar. Var þá
Guðmundur stjúpfaðir Ingiríðar nýlátinn. Ungu hjónin eignuðust
sinn fyrsta son eftir rúmlega eins árs sambúð, efnilegan dreng, og
hamingja ríkti á heimilinu. „En lofaðu engan dag fyrir sólarlags-
stund“. Þegar drengurinn var á öðru eða þriðja ári, fórst hann af
hörmulegu slysi heima í Ljótshólum. Þetta áfall var svo óskaplegt,
að maður undrast Jrað, að jafn ung og viðkvæm kona, sem Ingiríður
var þá, skyldi nokkurn tíma né sér aftur. „En tíminn græðir sorgar-
sárin, sum Jró aldrei grói vel.“ Tíminn leið, og eftir fá ár eignuðust
ungu hjónin annan son, sem kom aftur með sólskin í bæinn, og eftir
önnur tvö ár fæddist enn sonur. Þessir ungu synir áttu fyrir sér að
vaxa og verða yndi og athvarf móður sinnar.
Eitt af því sent mestu varðar fyrir hvern mann er heimilið og
heimilislífið. Ég held, að ég megi fullyrða, að í þeim efnunt hafi vel
til tekist í Ljótshólum. Þau áttu mjög notalegt heimili. Þar fór sam-
an frábær snyrtimennska og þrifnaður úti og inni, hlýlegt viðmót
við alla og glaðværð, Jægar nokkuð var liðið frá sorginni, sem áður
er getið. Öllum þótti gott að konia að Ljótshólum, og margir eiga
því góðar endurminningar frá því ágæta heimili. Þar var stundum
leikið á orgel, sungið og gripið í spil, þegar góða gesti bar að garði.
Árið 1929 andaðist Valdís, systir Ingiríðar, en hún átti þá 8 ára
gamla fósturdóttur. Og hvert var þá leitað? Jú, til Ingiríðar ,,frænku“
í Ljótshólum, og það var ekki í neitt geitarhús að leita. Ingiríður tók
þessa litlu stúlku að sér, oggekk henni í stað góðrar móður. Heimilið
allt tók henni opnum örmum, og fannst henni sem hún væri komin
í foreldrahús. Þessi litla stúlka var Guðrún Jakobsdóttir, sem nú er