Húnavaka - 01.05.1977, Blaðsíða 165
HÚNAVAKA
163
hreppstjóri á Stóru-Giljá og Jónas Björnsson bóndi á Hólabaki og
síðari árin Ólafur Magnússon hreppstjóri á Sveinsstöðum. Þótt hlut-
ur þeirra sé ágætur verður ekki um það deilt, að allar framkvæmdir
og umhirða snertandi kirkjuna og kirkjugarðinn hvíldu að sjálfsögðu
mest á Jóni S. Pálmasyni, sem formanni nefndarinnar. Honum ber
því fyrst og fremst að þakka mjög myndarlega framkvæmdir og mikla
alúð í öllum störfum hans fyrir Þingeyrakirkju, enda er ég sann-
færður um, að ekkert hús var honum jafn hugfólgið og heilagt sem
Þingeyrakirkja, eins og ég veit líka, að enginn staður hér á jörð var
honum jafn kær og Þingeyrar, þar sem hann lifði og starfaði í full
60 ár. Þá var mér kunnugt um að heitasta ósk hans var að fá að hvíla
í Þingeyrakirkjugarði er lífi hans væri lokið hérna megin grafar og
þá ósk hefur hann nú fengið uppfyllta.
Um búskap Jóns S. Pálmasonar skal ekki fjölyrt hér. Hann hóf
hann eins og fyrr er getið með miklum stórhug og reisn. Hafði
margt vinnufólk og mikil umsvif. En á þeim árum gat brugðizt
mjög til beggja vona um arðsemi eða gróða af þeim búrekstri, eink-
um á seinni hluta fyrri stríðsáranna. Hann var líka alla tíð veitull
mjög og gestrisinn og nutu þess margir og þar á meðal kirkjugestir
sem jafnan áttu þar örlæti og vinsemd að mæta. Mikið lét hann
vinna að jarðbótum á Þingeyrum og ber hið stóra tún þar, sem allt
er rennislétt, meðal annars vott um framkvæmdavilja hans og stór-
hug.
Jón S. Pálmason var glæsimenni í sjón eins og margt af ættfólki
hans. Hann var höfðinglegur í fasi og að mörgu leyti mikill höfðingi
í eðli sínu. Eftir honum var tekið hvar sem hann fór. Svo stórbrot-
inn maður sem Jón var þá mátti segja að hann væri sérstaklega ljúfur
og viðfelldinn í allri samvinnu, svo að í því efni varð ekki á betra
kosið. Vil ég, sem starfaði með honum að ýmsum málum í áratugi,
færa honum alúðarþakkir fyrir alla þá ánægjulegu samvinnu.
Árið 1923 kvæntist Jón Huldu Árdísi Stefánsdóttur skólameistara
á Ákureyri, mikilhæfri ágætiskonu. Eiga þau eina dóttur barna, frú
Guðrúnu Ólafíu arkitekt, sem búsett er í Reykjavík, gift Páli Líndal
borgarlögmanni. Ennfremur ólu þau Jón og Hulda upp einn fóstur-
son, Þóri Jónsson bifreiðastjóra í Reykjavík.
Jón S. Pálmason lézt á Héraðshælinu á Blönduósi 19. nóvember
1976 eftir nokkra vanheilsu.
Blessuð sé minning hans.
Þorsteinn B. Gislason.