Húnavaka - 01.05.1977, Blaðsíða 81
H ÚNAVAKA
79
Helga var bóndadóttir frá Brandsstöðum. Amma hennar, Þórunn
Brandsdóttir, býr þar ekkja 1703. Sonur hennar, Jón Símonarson,
býr svo á Brandsstöðum í fjóra áratugi. Hann var faðir Helgu, en
bróðir hennar var Símon bóndi á Brandsstöðum faðir Ólafar konu
Helga silfursmiðs á Brandsstöðum Þórðarsonar, sjá þátt Halldórs
Auðunssonar á Eiðsstöðum. Helga var fædd á Brandsstöðum um
1725 og dáin í hárri elli í Ytra-Tungukoti 24. sept. 1820. Hún var
búkona mikil og dugnaðarforkur, var tvígift og bjó auk þess lengi
ekkja. Fyrri maður hennar var Halldór bóndi á Fossum 1750—59
Arnason bónda þar Jónssonar. Hjónavígsla þeirra fór fram í Blöndu-
dalshólakirkju 21. sunnudag eftir trin. 1750. Voru þeir feðgar efna-
menn, sérstaklega Árni Jónsson. Seinni maður Helgu var Jón frá
Fitluhlíð í Vesturdal í Skagafirði Jónsson Olafssonar. Bjuggu þau
fyrst á Fossum, en svo í Rugludal, þar sem Jón lézt 27. sept. 1776.
Helga bjó nálægt 20 ár í Rugludal eftir að hún varð ekkja í annað
sinn.
Börn Helgu voru:
1. Árni Halldórsson, f. um 1752, dáinn á barnsaldri og myndaðist
þjóðsaga um það. Var talið að hann hefði orðið fyrir gjörn-
ingum álfa (Þjóðsögur J. Á.).
2. Jón Halldórsson, f. um 1753, d. 18. júlí 1814, bóndi á Höllu-
stöðum 1789—1811 og Köldukinn 1811 til dánardægurs. Sonur
Jóns og konu hans Þórunnar Kráksdóttur, bónda í Stafni og
síðar á Leifsstöðum Sveinssonar prests í' Goðdölum Pálssonar,
var Gísli bóndi í Köldukinn 1830—68, en hann var faðir Hann-
esar bónda á Fjósum, sjá þátt Ingibjargar á Svínavatni.
3. Helga Jónsdóttir, f. um 1760, húsfreyja á Botnastöðum, þrí-
gift og bjó allan sinn búskap á Botnastöðum. Fyrsti maður
hennar hét Árni Jónsson. Þau giftust 1793 og var þá Helga
komin yfir þrítugt. Dóttir þeirra var Solveig (f. um 1798) kona
Sigurðar Benediktssonar, sem bjó fyrst nokkur ár hér í Ból-
staðarhlíðarhreppi, en svo á Þorsteinsstöðum í Lýtingsstaða-
hreppi 1833—57. Meðal barna þeirra var Elinborg kona Þor-
steins bónda á Daufá Jónssonar, sbr. Ættir Skagf. nr. 517. 1.
Sonardóttir þeirra hjóna var frú Elinborg Lárusdóttir þjóð-
kunnur rithöfundur og sagnaskáld. Næst átti Helga Sigfús
Sveinsson. Dóttir þeirra var Helga (f. um 1806), sem átti Þor-