Húnavaka - 01.05.1977, Blaðsíða 124
HÚNAVAKA
122
stætt fyrir okkur úr skóglitlu landi að sitja í makindum undir grein-
um stórra og fallegra trjáa.
Morguninn eftir var fólkið vakið kl. 6, borðaður morgunverður
og haldið af stað suður hraðbrautina. Við þutum fram hjá hverju
bændabýlinu á fætur öðru, en allt var þetta nokkuð líkt. Landið flat-
lent en þó öldótt. Allt voru ræktunarlönd, akrar, tún og ræktað
beitiland, girt af með skjólbeltum og skógarblettir á milli. Þarna
hafði gengið mjög langvinnur þurrkur, svo að gróðurinn var frem-
ur þyrkingslegur og gulur af vatnsskorti. Þegar hér var komið hafði
verið haldið svo lengi áfram að margir steinsofnuðu í bílnum, enda
heitt í sólskininu. Svaf ég góða stund og þegar ég vaknaði var lands-
lagið líkt og þegar ég sofnaði, flatlent og engin fjöll, en allt ræktað
og stórar og fallegar kýr á beit.
Þá var ekið að austur-þýzku landamærunum og fórum við úr bíln-
um og skoðuðum landamæragirðinguna þeirra. En hún samanstóð
af hárri girðingu, breiðu vatnssýki og jarðsprengjubelti. Þá voru
liáir varðturnar með hermönnum með stuttu millibili. Við höfðum
stranga ferðaáætlun og héldum áfram. Brátt fór landslag að breytast,
fjöll voru framundan og við að komast í Bæheim, sem er eitt af
fylkjum Þýzkalands. Þar er mjög fallegt og fjölbreytilegt. Hér var
ekki þurrkurinn, því nú var orðið skýjað, en úrkomulaust að mestu.
Sást að hér höfðu gengið óþurrkar, því að hey lá gulnað í flekkjum.
Eg vor oft að gamni mínu að telja húsdýrin á bæjunum, sem við
fórum fram hjá. Kindurnar voru fljóttaldar. Eg sá á allri leiðinni
ekki fleiri kindur, en eru á einu meðal býli á Islandi. Kýrnar þar
sem við fórum hjá í Þýzkalandi voru þetta 3—30 á býli. Algengt þetta
í kringum 8—12. En fallegar voru þær. Ég veit að það eru til mikið
stærri bii en þetta, en þau hljóta að vera fremur undantekning,
því að ég sá þau ekki. Mest sá ég um 40 nautgripi í hóp. Stærsta
hjörðin í allri ferðinni eftir mörg þúsund km um landbúnaðarhéruð
var hér heima þegar ég fór framhjá Torfalæk í A.-Húnavatnssýslu.
Þá hefur verið talið af sumum að íslenzkar landbiinaðarvörur væru
mikið dýrari en annars staðar. Athugaði ég víða verðlag í verzlun-
um á leiðinni, komst ég fljótt að gagnstæðri skoðun því verðið var
víðast hærra úti, sérstaklega á lambakjöti og ullarvörum.
Nú var orðin löng leið að baki á þessum degi og komið að gististað
næstu nætur í Berching, sem er sveitaþorp, mjög sérstætt. Það stend-
ur innan gamalla hringmúra, sem eru á að giska 5 m háir og svo