Húnavaka - 01.05.1977, Blaðsíða 118
KRISTÍN SIGURJÓNSDÓTTIR, Tindum:
Bernsk
ummnins
Þessi bernskuminning er frá árinu 1925. Þá var ég 10 ára gömul,
og man því vel 8. febrúar, þann eftirminnilega dag.
Sunnudagsmorguninn 8. febrúar 1925 var veður bjart og kyrrt.
Snjór var þó nokkur og líklega nokkuð laus, sem sagt alhvít jörð
og mikil snjóbirta. Okkur krökkunum fannst þetta fyrirtaksveður
til útiveru, en eitthvað fannst föður okkar ískyggilegt útlitið því að
hann mælti svo fyrir að við færum eklkert frá bænum. Eins sagði
hann fjármanni sínum, Bjarna Halldórssyni, sem nú er búsettur
á Blönduósi, að láta ekki féð út. Þeir voru líka ljótir klakkabakk-
arnir til hafsins, og albúnir til hvers sem vera skal, sem líka varð
raunin á.
Þegar leið að hádegi, og enn Jiélst sama kyrrðin, sagði faðir minn
Bjarna að láta féð út í snjóinn um stund, en fara ekki frá því og
bregða fljótt við ef eitthvað golaði eða hreyfði snjó. Fór þá Bjarni
með féð vestur í holtið fyrir vestan túnið og stóð þar yfir því, en
faðir minn gekk heim með tveinrur aðkomumönnum. Þeir komu
frá Blönduósi, en voru báðir frá Sólheimum. Um leið og þeir komu
inn bað faðir minn móður mína að hraða sér með kaffið, því að
mönnunum gæti legið á að komast heim. Það stóð heldur eikki lengi
á því að kaffið væri komið á baðstofuborðið. í því að þeir eru að
byrja að drekka þeytist hríðargusa fyrir baðstofugluggann, rétt eins
og hendi væri veifað. Faðir minn stökk upp frá kaffinu, lét það eiga
sig, og hljóp á móti Bjarna sem þá var kominn með féð heim að
túnhliðinu. Það þarf ekki að orðlengja frekar að á samri stundu var
skollin á hin ógurlegasta stórhríð með þeim veðurofsa að fá dæmi
voru. Þarna börðust þeir i lengri tíma við að koma fénu heim að
húsunum og inn, og hefðu sennilega ekki haft það ef aðkomumenn-
irnir hefðu ekki komið þeim til hjálpar, því að féð tættist úr hönd-