Húnavaka - 01.05.1977, Blaðsíða 129
HÚNAVAKA
127
af bátum, sem skreið um þröng síkin milli húsa. Þegar farið var fyr-
ir horn, sem var oft, hrópuðu þeir hátt til viðvörunar, svo að ekki
yrði árekstur. Þó vildi svo til að báturinn, sem ég sat í lenti með
stefnið á liliðinni á öðrum bát, sem kom fyrir eitt hornið. Var það
talsvert högg, en ekki varð tjón að, en mikill kjaftagangur í ræður-
unum þar um. Þá var einn ítalinn með harmóníku í einum bátanna
og spilaði fjörug lög.
Eftir bátsferðina var snæddur ljúffengur kvöldverður undir ber-
um himni, borð og stólar úti á gangstétt. Heim á hótelið var svo
komið klukkan að ganga þrjú um nóttina.
Þegar heim til Islands skyldi halda var kominn ferðahugur í fólk-
ið, fyrst var gist uppi í Brenniskarði á gömlu, en snyrtilegu hóteli,
Gries am Brennen. Þar var mikill munur á veðri og um morguninn
niður við Gardavatn. í Brennen var ekki nema 3° og krapaúði og
snjólínan rétt fyrir ofan. Það var um 25° hitamunur.
Ekið var víða eftir öðrum vegum á norðurleiðinni og bar því
alltaf nýtt fyrir augu. Næst er gist í Marktbreit í Þýzkalandi því næst
í Lúbec og loks í Kaupmannahöfn.
Farið var heim með samskonar vél og út. Þetta ferðalag var sérstak-
lega vel heppnað, margt að sjá, en stærsti þátturinn í því, er að þakka
fararstjóranum, sem lét sitt ekki eftir liggja að gera ferðina ánægju-
lega.
Árið 1811: Það var á annan dag páska, að Páll prestur á Undirfelli söng
messu á Másstöðum, meðkirkju sinni. Féll þá snjóskriða mikil á kirkjuna, er
embætti lauk. Braut hún inn kórstafninn og fyllti kirkjuna. Spilltist hún svo
mjög, að eigi þótti hún fær til aðgerðar. Sagði svo Páll prestur síðar, að furðulega
fljótt gengi sér embætti þann dag, og eigi spurði hann börn, sem hann var
jafnan vanur, hefði og líka manntjón orðið, ef lengur hefði dregist. Ivirkjan
var af tekin og lögð sóknin til Undirfells, nema bær sá til Þingeyra, er Oxl
heitir. Kirkjan var uppboðin og seld um haustið, 10. okt., fyrir 36 dali.
Húnvetningasaga Gísla Konráðssonar.