Húnavaka - 01.05.1977, Blaðsíða 168
166
HÚNAVAKA
um tók hún með sömu rósemi og öllu öðru og lét það vera að kvarta
og barma sér. Þegar ég spurði um líðan hennar, svaraði hún að vísu
samvizkusamlega, en bætti því jafnan við að þetta hlyti að fara að
lagast. Væri hún á sjúkrahúsi, hafði hún miklu meiri áhuga á því að
segja mér livað allir væru sér góðir og hverjir liefðu komið í heim-
sókn, en að tala um sjúkleika sinn.
Allan síðastliðinn vetur var Valgerður á Vífilsstaðaspítala, mikið
veik. Þótt hún væri svona hörð af sér, þá duldist engum, sem sá hana,
hve þjáð hún var orðin og það er trú mín, að hvíldin hafi verið kær-
komin.
Valgerður Þorbjarnardóttir lézt 14. júní sl. og var jarðsungin frá
Blönduósskirkju þann 19. júní, að viðstöddu miklu fjölmenni.
Ég votta eiginmanni hennar og sonum einlæga samúð mína.
Valgerði vil ég kveðja með litlu ljóði, sem faðir minn gerði á út-
farardegi hennar.
Farðu vel til hærri heima,
hafðu þökk af öllu hjarta.
Minning þína munum geyma,
milda, hlýja, fagra og bjarta.
Nanna Tómasdóttir
Anno 1784: Staersta harðindaár. Frosta- og fellivetur hinn mesti á allslags
kvikfénaði og þar af fylgjandi fólksfellir. Hross féllu hrönnum í öllum nálægum
sveitum strax eftir jól, á gói, einmánuði etc., og þar, sem nokkur jörð var (svo
sem á Asum og í Þinginu), féllu hross jafnvel með hálfum holdum, því þau felldu
sig ei við grasið sem óheilnæmt. Almennt sauðfé og kúm lógað heyja- og jarð-
leysis vegna og víða sökum bjargarleysis. Varð víða kýrlaust, allvíða sauðkinda-
og hrossalaust, nema hjá einstöku heyjabændum. Margir kvörtuðu yfir eldiviðar-
eklu. Var brennt víða öllum fáanlegum spétum til stórs skaða og síðan húsum.
Höskuldsstaðaannáll.