Húnavaka - 01.05.1977, Blaðsíða 213
HÚNAVAKA
211
irnar eru í litum og teknar af
Sigursteini Guðmundssyni hér-
aðslækni. Þær eru af hliðum
skírnarfontsins í kirkjunni, sem
er frá árinu 1697. Vöktu kortin
mikla athygii. Þann 11. nóv.
barst Þingeyrakirkju vegleg
minningargjöf að upphæð krón-
ur 100.000 til minningar um
hjónin Kristbjörgu Kristmunds-
dóttur og mann hennar Sigurð
Líndal Jóhannesson. Bjuggu jrau
að Uppsölum í Sveinsstaða-
hreppi. Gefendur eru börn
þeirra hjóna, skal npphæðinni
varið til lagfæringar á kirkjunni.
Þann 21. nóv. var almennur
safnaðarfundur haldinn að Þing-
eyrum að lokinni guðsþjónustu.
Þar minntist sóknarprestur Jóns
S. Pálmasonar á Þingeyrum er
látist hafði 19. s. m. 90 ára að
aldri.
í sóknarnefnd Þingeyrakirkju
var kosin í stað Jóns S. Pálma-
sonar, frú Guðrún Vilmnndar-
dóttir, Steinnesi, aðrir í sóknar-
nefnd eru Ólafur Magnússon
lireppstjóri á Sveinsstöðum og
Erlendur Eysteinsson bóndi á
Stóru-Giljá.
Á. S.
HÁTÍÐARMESSA.
Flutt var hátíðarmessa að Ból-
staðarhlíðarkirkju sunnudag 24.
okt. 1976. Tilefnið var setning
nýs prests í prestakallið, svo og
að lokið var að mestu endurbót-
um á kirkjunni.
Ungur nývígður prestur,
Hjálmar Jónsson, hafði sótt um
Bólstaðarprestakall og var hann
settur inn í embættið fyrrnefnd-
an dag að viðstöddu fjölmenni,
bæði burtfluttnm sóknarbörn-
um og heimafólki, svo og prest-
um úr nærliggjandi prestaköll-
um. Prófasturinn sr. Pétur Ingj-
aldsson lýsti vígslu, sr. Árni Sig-
urðsson jjjónaði fyrir altari, en
hinn nývígði prestur predikaði.
Bólstaðarhlíðarkirkja var
byggð árið 1888. Yfirsmiður við
bygginguna var Þorsteinn Sig-
urðsson frá Sauðárkróki. Kirkjan
mun hafa verið í eign ábúenda
og eiganda Bólstaðarhlíðar þar
til árið 1942 að þáverandi eig-
endur jarðarinnar, Elísabet
Magnúsdóttir og Klemenz Guð-
mundsson, afhentu söfnuðinum
kirkjuna til eignar, með þeim
skilmálum að hún yrði ekki flutt
frá Bólstaðarhlíð og að söfnuður-
inn léti sér annt um hag hennar
og viðhald.
Endurbætur á Bólstaðarhlíð-
arkirkju hafa staðið yfir í 2—3 ár.
Aldrei hafa þó fallið niður mess-
ur af þeim sökum, því að við-
gerðin var unnin í áföngum.
Fyrst var grunnurinn endurbætt-
ur, svo og gluggar, síðar málað,