Húnavaka - 01.05.1977, Blaðsíða 58
56
HÚNAVAKA
skipstjóri svo olaður, að hann hlóð byssuna með púðurskoti og
hleyDti af henni í fagnaðarskyni yfir því að báturinn var laus af
rifinu.
Þau urðu endalok Freyiu að eitt sinn er Blönduósingar voru að
bjarga bátum sínum undan sjó, kom stærðarsjór og lyfti Freyju
upp á land og braut hana nokkuð.. Hún var seinna dregin upp í svo-
kallað Skipagil og stóð þar lengi, var seinast rifin og notuð sem
árefti í fjárhús.
Skipasil er sennilega fornt örnefni. Það var allmikil lægð eða gil
í siáva''bakkann norðan Blöndu undir Skúlahorni, rétt sunnan við
húsið Skuld. Þarna geymdu Blönduósingar báta sína löngum, en
jrarna gætu líka kaupskip hafa verið geymd í uppsátri áður fyrr og
af því sé nafnið komið. Þetta örnefni er nú ekki lengur til því gilið
liefur verið fyllt upp og er komið undir frystihús Sölufélags Austur-
Húnvetninga.
Þau urðu ævilok Lárusar Maríassonar, sem var fyrsta og kannski
eina hvalaskytta á báti frá Blönduósi, að hann var ráðinn háseti á
m/b Græði RE 76. Þann 13. febrúar 1942, var Græðir á leið frá
Reykjavík til Keflavíkur. Er beir komu út á móts við Gróttu, sáu
þeir sem voru í stýrishúsinu ljósglampa og í sömu svipan stórt skip,
sem stefndi beint á bátinn. Þetta var amerískur tundurspillir, hann
braut bátinn í spón, fjórum háseíanna tókst að ná taki á akkeri
herskipsins og var bjargað. Formaður og vélamaður fóru í sjóinn,
en var bjargað, en Lárus sökk með bátnunr, lrann var þá 65 ára að
aldri.
Heimildir: Arndís Baldurs. Blönduósi. Bjarni Einarsson. Blönduósi. Skafti
Friðfinnsson, Keflavík. I'rautgóður á raunastund, 3. bindi.
Arið 1701: MatjurtagarSar eru næsta fáir í landinu. Á einum staS norSan
iands er þó ntikil rækt lögð við garðyrkju, og er það á Þingeyrum hjá Lárusi
lögmanni Gottrup. Annars eru hvergi til matjurtagarðar að þalla. nema á Bessa-
stöðum og biskupssetrunum, einkunt í Skálholti.
x