Húnavaka - 01.05.1977, Blaðsíða 162
160
HÚNAVAKA
var að skipta og hló þá stundum glöðum, léttum hlátri allt fram á
elliár.
Eftir að ég varð hálfgildings tengdasonur hennar, áttum við oft
saman skemmtilegar stundir hér á heimili mínu, er hún kom í heim-
sókn. Börnum okkar hjóna var hún alla tíð sem besta amma, og ég
veit, að þau minnast hennar á þann veg.
Eitt er enn ótalið af eðliskostum Ingiríðar, en það er hvernig hún
rækti móðurhlutverk sitt. Því skyldi þó ekki gleyma. Þar var hún
sannarlega í fremstu röð, og náði sú móðurumhyggja þó oft rniklu
lengra en til hennar eigin bama.
„Er íslands mestu mæður verða taldar
þá mun það hljóma fagurt nafnið þitt.“
Þegar ég les þessar ljóðlínur Davíðs, sem hann yrkir um móður
sína, þá kemur mér jafnau Iugiríður í Ljótshólum í hug, það ætti
ekki að þurfa skýringar við.
„Sárin mörg svo glöð hún græddi,
grönnum sýndi vinarþel.
Þegar aðra þrautir mæddi
þá leið henni ekki vel.“
Þetta stutta erindi finnst mér hljóti að vera ort um þessa konu og
enga aðra. Ég hef skrifað þetta í ,,kompu“ mína fyrir löngu síðan en
hvorki tilefni eða höfund.
Fyrir fáum árum kom til mín maður, sem var alinn að nokkru
leyti upp hér í dalnum og hafði þá m. a. verið í barnaskóla í Ljóts-
hólum. Hann hafði síðan lent í óreglu og ýmislegt mlsjafnt reynt.
Allt í einu segir hann: „Er Ingiríður í Ljótshólum lifandi enn?“
„Já,“ segi ég. Þá situr hann hljóður litla stund, en segir svo: „Ég bið
að heilsa henni, það er sú besta kona, sem ég hef þekkt á lífsleiðinni."
Og það er trú mín, að á þessa leið hugsi margur samferðamaðurinn,
nú þegar hún er kvödd hinstu kveðju.
Við hjónin vottum sonum hennar og öllum öðrum aðstandendum
innilega samúð og biðjum þeim allrar blessunar.
Þórður Þorsteinsson.