Húnavaka - 01.05.1980, Blaðsíða 39
HÚNAVAKA
37
ég kom niður á sitjandann. Enn fálmaði ég eftir netgjörðinni þar sem
ég sat og náði nú taki á henni og fiskinum, en ég blotnaði heldur betur.
Þessi erfiðu andartök juku alin við gleði mína af veiðunum. Eg hef
vanist fiskum, sem þreyta sig á tiltölulega langri línu og fremur auð-
velt er að hemja þegar þeir nást að landi.
Ég gæti skrifað miklu meir um Hnausastreng, sem er í senn auð-
veldur hylur og mikill veiðistaður. Eg sá hann aldrei fisklausan og fór
aldrei svo frá honum að ég vissi ekki að ég hefði getað fengið einn í
viðbót. Og ég held ég hafi fundið lausnina um það er lauk. Einn
morguninn missti ég fjóra fiska í röð, alla þegar ég var kominn með þá
að háfnum, á Blue Charm númer 6. Þá hafði ég vit á að skipta yfir á
númer 8 og náði þremur næstu fiskum, sem risu við flugunni.
Ekkert fum
Síðasta skiptið sem ég fiskaði í Hnausastreng var á unaðslegum
íslenskum morgni, með hægri golu og skýjahulu. Það hafði rignt og
hækkað í ánni um tvo til þrjá þumlunga um nóttina. Gestgjafi okkar
Major J. A. Cooper skilaði mér af sér á veiðistað, en fór sjálfur að fiska
í Hólakvörn. „Þetta ætlar að verða góður dagur“, sagði hann.
„Leggðu ekki hart að þér. Sestu niður og hvíldu þig dálitla stund á
eftir hverjum fiski, sem þú færð“. Ég ákvað að fara nákvæmlega eftir
ráðum hans.
Þetta var í fyrsta skipti sem ég hafði strenginn alveg út af fyrir mig
og ég gekk skipulega frá öllu. Lagði háfinn frá mér við lygnuna,
athugaði veiðarfærin gaumgæfilega, gekk hægum skrefum upp að
kverkinni á hylnum, ávarpaði uppstökkar og reiðar kríurnar og reyndi
að fullvissa þær um, að ég hefði ekki neitt illt í hyggju gagnvart þeirra
dúnmjúku afkomendum. Svo þegar ég var kominn upp að kverkinni
fékk ég mér sæti á steini og horfði á hylinn þar til ég sá eina tvo eða
þrjá laxa bylta sér í straumnum, þá óð ég út á eyrina og kastaði í
makindum þangað til ég náði yfir undir bakkann. Ég setti nærri strax
í fisk, og landaði honum vandræðalaust — fallegum 14 punda hæng.
Eg dásamaði hann, ljósmyndaði og leit á klukkuna. Hún var 9:50.
Eg gekk í hægðum mínum til baka að hylnum, fann mér þægilegan
stein og settist með bakið upp að honum. Svo horfði ég á fjöllin í
tuttugu mínútur, og á kríurnar, sem voru að hrekja burt hrafna, horfði
rólega á flug sjö svana, sem stefndu norður yfir engjarnar í halarófu, en